Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1931, Blaðsíða 11

Fálkinn - 07.02.1931, Blaðsíða 11
F A L K I N N 11 Yngstu lesendurnir Er hæat að finna örkina hans Nóa? Nokkrir menn í New York liafa bundist samtökum um þaS að ráða þá gátu. Meðlimir fjelags þessa eru allir sannfærðir um að svo sje og að það hljóti að vera einliverjar leifar eftir af lienni á Araratfjalli. 1 Biblíunni er sagt frá þvi hvernig Guð frelsaði Nóa og fjölskyldu hans frá því að drukna í syndaflóðinu mikla. Nói var guðrækinn maður og lilýðnaðist boði drottins um að hyggja sjer skip. Sjálfur vissi hann ekki hversvegna hann átti að byggja það, en hann lilýddi þvi sem fyrir hann var lagt og þegar flóðið skall yfir og deyddi alt, sem á jörðunni var komst hann lifs af ásaml son- um sinum og þreniur konum þeirra og konu sinni ásamt tveimur dýrum al' hverri tegund. Svona hljóðaði sagan, sem við lærðum i skólanum. 1 byrjun flóðsins. Maður sá, sem stendur fyrir fjelagi því, sem áður er frá sagt, lieitir Strong. Hefir hann ferðast um Norð- ur-AmerilcU og haldið þar fyrirlestra í ýmsum bæjum. Segir hann að vís- indin viðurkenni að syndaflóðið hafi átl sjer stað, en þeir áliti ekki að fióðið hans Nóa hafi verið eina flóð- ið, sem gengið hafi yfir jörðina. Fyr- ir langa löngu komu slilt flóð fyrir á ýmsum hlulum jarðar, langt frá því sem Nói og skyldmenni lians átlu lieima. Fjelagið „Örkin hans Nóa“ ætlar sjer að safna 2 miljónum króna til þess að fara fyrir ránnsóknarferð til hins „heilaga“ fjalls. Og ef svo heppilega skyldi vilja til að örkin fyndist eða einhverjar leyfar af henni, sem hægt sje að flytja niður í bygðir, álítur Strong að svo mikið komi inn i aðgöngueyri að þetta borgi sig. Því liver hefði svo sem hefði ekki gaman af að sjá örkina lians Nóa? Eftir frásögnum biblíunnar bygði Nói örk sína og hann var hundrað og tuttugu ár að hyggja liana. Hún var búin lil úr gopliertrje, einskon- ar GypresViði, sem er mjög hald- góður. Örkin var bikuð bæði að ut- an og innan og stærð hennar var sögð hafa verið 200 metrar að lengd, 35 metrar hreiddin og 20 metrar hæðin. Á amerískum og evrópiskuin söfn- um eru til hjól og trjáhlutir, sem eru yfir 5500 ára gamlir og sem þrátt fyrir það, þó þeir hafi legið í jörðunni eru ennþá i besta lagi. Þessvegna heldur Strong því fram að örkin hljóti ennþá að vera til, svo framarlega að menn eða náttúru- truflanir hafa ekki eyðilagt hana. Einu sinni bygði hollenskur skipa- smiður skip, af sömu stærð og örkin átti að hafa verið. Það var hlegið mikið að honum, en þegar skipið var tilbúið kom það í ljós að það gat borið 20 sinnum meiri farangur og siglt 10 sinnum hraðar en venju- leg seglskip, sem bygð voru eftir venjulegu máli. Það er svo sem ekkerl merkilegt segir Strong að örkin skuli ekki hafa fundist. Því fyrst er þess að gæta, að svo menn viti um, hefir aldrei verið leitað að henni, og auk þess hlýtur hún að vera á þeim stað, þar sem rtienn aldrei koma. Það er altaf verið að gera hinar merkilegustu uppgötvanir hjer á jörðunni. Hvers- vegna skyldi þá ekki eins vera hægt að finna örkina hans Nóa? Gamlar sagnii- bera einnig með sjer að örkin sje ennþá til. Rithöf- undar frá fyrstu öl.d eftir Krist segja frá þálifandi Armeningum, sem jjykist hafa sjeð örkina, það voru meir að segja til verndargripir, sem folk þóttist hafa gjörl úr trjenu, sem i skipinu var. Jörðin verður aftur byggileg. Árið 77G var á Ararat bygt munka- klaustur til að minnast þess að örk- in hafði strandað á þvi fjalli, og munkarnir sýndu ferðamönnum muni, sem gjörðir voru úr örkinni. Þessar sagnir eru náttúrlega held- ur óábyggilegar, en það getur svo sem verið gaman að kynna sjer hver tilhæfa er í þeim. Og skyldi í raun og veru verða hægt að .finna leifar af örkinni hans Nóa myndi það verða viðburður sem vekja mundi athygli um allan heim. SELUR í TJÖRNINNI. Þessi selur náðist nýlega lifandi við austurströnd Bretlands og mað- urinn, sem náði honum, hafði hann með sjer heim og ljet haíin í litla tjörn í þorpinu, þar sem liann býr. Óg nú er selurinn orðinn besti vin- ur bárnanna í þorpinu. Þau mata hann á síld og öðru góðgæti og sjá um hann að öllu leyti. Vátryggingarfjelagið NYE | DANSKE stofnað 18M tekur i að sjer LÍFTBYGGINGAR | og BRUNaTRYGGINGAR l allskonar með bestu vá- [ tryggingarkjörum. 5 Aðalskrifstofa fyrir Island: Sigfús Sighuatsson, Amtmannsstíg 2. m l M á I n i n g a- j vörur Veggfóður Landsins stærsta úrval. »MÁLARINN«! Reykjavík. VINDLAR: Danska vindilinn PHÖNIX þekkja allir reykingamenn. Gleymið ekki Cervantes, Amistad, Perfeccion o. fl. vindlategundum. Hefir í heildsölu Sigurgeir Einarsson Reykjavík — Sími 205. Líftryggið yður þar sem kjörin eru best. Úr ársreikningi Lífsábyrgðarfjel. Thule h.f. 1929: Árstekjur ... kr. 4.621.189.52 Þar af til hluthafa — 30.000.00 (Hluthafar fá aldrei hærri upp- hæð, skv. samþyktum fjelagsins). Lagt í sjóði fjel. Jcr. 326.272.00 Til hinna trygðu — 4.264.917.52 (yfir 92% af Ölliun ágóða fjél.). Ágóðahluti hinna trygðu útborg- ast árlega að 5 tryggingarárum liðnum, og er"ekki hærri 1929 en önnur ár. Lífsábyrgðarhlutafjelagið THULE. Aðalumboðsmaður fyrir ísland: A. Y. TULINIUS, Eimskipafjelagshúsinu, 2. hæð. Sími 254. Simn.: TULIN. Umboðsmenn óskast allsstaðar, þar sem ekki eru umboðsmenn í nágrenninu. Kvenfólk í fangelsum í Ástraliu hafa nú barið i gegn, áð þær fái leyfi lil þess að reykja rúeðan þær éru i fangelsi. En áður var það svo, að aðeins karlmenn höfðu leyfi til þess.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.