Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1931, Blaðsíða 5

Fálkinn - 07.02.1931, Blaðsíða 5
F A L K 1 N N 5 Sunnudags hugleiðing. ■■■■■ ■■■■■ Textinn: Markús, 10, 13. „Leyfið börnunum að koma til min“, sagði Jesús, þegar læri- sveinar hans ætluðu að varna þeim til hans. Hinir fullorðnu hera ábyrgð á harnssálunum, sem þeim er trú- að fyrir. Bera ábyrgð á þeim gagnvart Guði, sem gaf þeim hörnin. Foreldrarnir eiga að gera skil fvrir þvi, hvernig þau liafi sjeð börnunum farborða, eigi að- eins livað snertir tímanleg gæði, heldur líka um það hvernig þau hafi alið þau upp og livað þau liafi kent þeim og livernig eftir- dæmi þau hafi gefið þeim. Hvort hörnin hafi verið leidd til barna- vinarins mesta eða frá honum. Vissulega eru til börn, komin á fermingaraldur, sem ekki hafa lært að ihðja Guð. Sumir liirða ekki einu sinni um, að kenna hörnum sínum Faðir vor. En sömu bornin liafa lært að segja ljótt. Og hver ber ábyrgðina á þessu? Það eru ekki aðeins for- eldrarnir einir, lieldur allir þeir, sem umgangast börnin, lieima og að heiman. Og hversu mikil ábyrgð hvílir ekki á þessu fólki, gagnvart honum sem sagði: „Leyfið börnunum að koma til min!“ Meðal þeirra þjóða, sem kristn- ar eru kallaðar, eru hörn skírð og vottar taka að sjer að sjá um, að þau fái lcristilegt uppeldi ef foreldranna missir við, eða þau verða vanmegnug um, að gegna foreldraskyldunum. En taka þessir vottar skuldbindingu sina alvarlega. Er þetta annað en ytri siður og dauður? Hversu margir skírnarvottar minnast þess, að á þeim hvílir skylda til að stuðla að því, að börnin komi til lians, frelsara allra manna. Barnssálin er veik og það þarf ekki nema lítið lil þess að hafa áhrif á hana. Börnin verða þess fijótt vör, hvert hugur foreldr- anna stefnir og þau mótast fljótt af þvi, sem þau sjá eða heyra foreldrana gera. Það sem ungur nemur gamall temur. Sálin sem venst á að leita til Guðs þegar i barnæsku mun ekki hverfa af þeim vegi síðar. En það er vandfarið með barnshjartað. Það er ekki altaf til góðs að reyna að troða í Lörnin, sem mestu af trúar- fræðslu, sem börnunum er kann- ske ofvaxið að skilja, og getur þetta orðið til þess, að börnin vcrði fráhverf kristindómi ef of mikið er að gert. En um hitt er mest vert, að börnin sjái jafnan fyrir sjer i breytni hinna full- orðnu líferni, sem mótað sje af trúnni á Guð og kærleika til allra manna. Engum er eins mikið um vert að sjá og reyna jafnan kær- ltika og ástríki eins og börnun- um, sem Kristur vildi láta koma til sín, vegna þess að þeirra væri Guðs ríki. Sjóræningjar í Kína. Farþegaskip, sem fara þær leiðir, sem mest hættan við sjóránum er á, hafa til varnar sett stálgrind utan um stjórnpallinn, eins og sjá má á þessari mynd. Hið viðáttumikla Kínaveldi, sem árum saman hefir verið i báli og brandi borgarstyrjald- anna, liefir löngum vantað til- fmnanlega samgöngutæki á landi og vantar enn. Kínverjar voru nálega járnbrautarlausir um síð- ustu aldamót og þó að talsvert bafi lagt af brautum síðan þá vantar mikið á, að samgöngur á landi sjeu sæmilegar. Hefir borg- arstyrjöldin vitanlega tafið stór- um fyrir öllum verklegum fram- kvæmdum í landinu. Þéssvegna hafa vatnaleiðirn- ar lengstum verið aðalsamgöngu- leiðir þjóðarinnar og eru enn. Hin stóru og djúpu fljót eru geng sæmilega stórum skipum og út frá þeim ganga smærri ár og skipaskurðir, sem minni skip og fiatbotnaðir flutningabátar ganga á. Meðfram þessum leiðum er þjettbýlið mest. Sagnir sem lifa í Kína segja, að það sjeu 5000 ár síðan keisarar þjóðarinnar bafi fyrst farið að grafa skipaskurði. Tugir þúsunda af smábátum og marglyftum „djunkum" ganga að slaðaldri á þessum vatnaveg- um auk smærri og stærri gufu- skipa. Tugir þúsunda af fiski- mannaf jölskyldum hafast við dag og nótt í bátum sinúm og eiga ekkert fast heimili á landi. Þar fæðist fólkið, elst upp og deyr, margt án þess að hafa nokk- urn tíma átt heimili á þurru landi. 1 Kanton og fleiri hafnar- borgum liggur fjöldi skipa árið út og árið inn á sama stað og grotnar niður og þar á fátækasta fólkið lieima. Oft er svo mikið af svona skipum við skurðbakkana að hvergi verður lagst að, en að- eins mjó renna í miðjum skurð- inum handa skipum, sem þurfa að fara um skurðinn. Kinversk „djunka" á Jangtsekiang- ánni. Kinverjinn er þvi vatninu van- ur, bæði fljótunum og sjónum. En það er engan veginn auðvelt að liafa ofan af fvrir sjer með lieiðarlegri vinnu á sjónum eða ánum og þvi hafa Kinverjar Á höfninni í Macao: Vopnuð „djunka“ tilbúin i ránsför. Sjóræningjar i böndum um borð á kínverskum fallbyssubát, sem hefir náð i þá og handtekið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.