Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1931, Blaðsíða 6

Fálkinn - 07.02.1931, Blaðsíða 6
c F A L K I N N t Macao í Kvantunghjeraði eiga margir sjóræningjar lieima, en yfir- vöidin geta ekki haft hendur í hári þeirra. Kunnust allra sjóræningja- foringja er kerling ein, sem heitir Lai Choi San. Hún sjest hjer á mynd- inni í miðju. Er hún að gefa fólki sínu iyrirskipanir. leiðst út í, að gera sjer sjórán að alvinnu. Sjórán liafa lengi verið tíðkuð í Kína, en á þeirri skálm- öld, sem gengið hefir yfir landið á síðustu árum liafa sjóræningj- arnir stórum fært út kviarnar. Yfirvöldin eru áhrifalítil og flest liægt að gera í blóra við þau. Sjerstaklega hefir borið mikið á sjóránum í suðurkínverska liaf- inu á siðari árum og má lieita, að sumar smáhafnirnar við hafið sjeu lirein og bein sjóræningja- Læli, þar sem mestur hluti bæj- arbúa lifir á sjóránum beinlínis eða óbeinlínis. Svo er t. d. um bæinn Macao, sem liggur úti á n'esi i KVantunghjeraðinu. Macao er að vísu portúgalskur bær og yfirvöldin þar reyna að halda ræningjunum í skefjum, en þeir eru svo voldugir að ekki verður við þá ráðið — að sínu leyti eins og bófaflokkarnir i Chicago. Menn vita, að stór og rik hluta- fjelög standa að baki sjóræningj- unum, sjá þeim fyrir skipum og leigja svo illþýði til að fram- kvæma ránin. Höfuðpaurarnir lifa næðissömu lífi í vellysting- um praktuglega og liirða ágóð- ann af þessum geðslega atvinnu- vegi. En þeir fara varlega og ekki hægt að sanna neitt á þá. Þeir hafa aðra atvinnu að yfirskyni og Kínverjinn er þagmælskur. Sem stendur eru útlend skip sæmilega trygg fyrir árásum sjóræningjanna, einkum skip slórveldanna. Dæmi eru til þess, að skipaeigendur greiða ræningj- unum ákveðna upphæð fyrir að láta skip þeirra í friði. En kín- versku skipin verða verst úti, því að eins og ástandið er í landinu er eignarrjetturinn ekki talinn mikils virði eða i liávegum hafð- ur. En frá stríðslokum og til árs- ins í fjrrra urðu þó erlend skip tiðum fyrir spellvirkjum ræn- ingjanna. í sífellu bárust fregnir um, að nú hefði þetta og þetta skipið verið rænt, stundum enskt, stundum franskt, þýskt eða norskt. Ræningjarnir hirtu það fjemætasta af varningnum um borð en tóku skipsmenn i gisling og sendu rjettum viðkomendum tilkynningu um, að ef ekki væri greitt ákveðið lausnarf je fyrir þá innan viss tíma, þá yrðu þeir drepnir. Þetta varð til þess, að farið var að vopna skipshafnirn- ar á erlendu skipunum og urðu oft hreinar og beinar sjóorustur milli þeirra og ræningjanna. Á sumum skipum var gerð girðing utan um stjórnpallinn svo að ræningjarnir gætu ekki ráðist þangað. Aðferðirnar eru sum- part þær, að ræningjaskip ræðst á kaupskipin, en oft eru strand- ferðaskipin rænd á þann hátt, að fjöldi dulbúinna ræningja tekur sjer fari með þeim og þegar skip- ið er komið í haf ráðast þeir á Fjörður í Suðurkína. Þarna eru ágætir felustaðir fyrir sjóræningja. HmmimimmiiiiiimiiimiiiiiiimiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiB Utvegsbanki (slands h.f. Avaxtið sparifje yðar í Útvegsbanka Islands h. f. Vextir á innlánsbók \Vi% P- a. Vextir' gegn 6 mánaða viðtökuskírteini 5% p. a. Vextir eru lagðir við höfuðstólinn tvisvar á ári og þess vegna raun- verulega hærri en annarsstaðar. skipshöfnina og taka af henni völdin. Kína er nú eina landið, sem sjóræningjar þrífast í og má gera ráð fyrir, að undir eins og borg- arstyrjöldinni lýkur og fast sijórnskipulag kemst á i landinu, verði tekið fyrir þessa óhæfu. Aðeins eitt dæmi um sjórán ann- arsstaðar er til frá þessari öld; það gerðist í 'Rauðahafi. En i raun og veru var tekið fyrir sjó- rán í Evrópu þegar Frakkar lögðu undir sig Alsír fyrir 100 árum. Þó þykir nauðsynlegt að hafa alþjóðasamþyktir viðvílcjandi sjóræningjum og hafa þær meira að segja verið endurnýjaðar ekki alls fyrir löngu. Það munu vera sjóræningjarnir í Kína, sem þvi valda. í Östersund í Svíþjóð kom nýlega upp eldur með mjög einkennilegu móti. Hafði kviknað í þili í herbergi einu og hjel,du menn fyrst, að þetta stafaði frá rafleiðslu milli veggja, en það reyndist rangt. Loks fanst orsökin. Vatnsflaska stóð á borði við þilið og hafði sólin skinið á hana en flaskan safnað geislunum' eins og brennigler og við það hafði kvikn- að í . þilinu. ----x---- „Ekkjan með löngu lappirnar“, er kínverska konan Chang kölluð. Hún hefir árum saman rænt ferðamenn, en eins og Hrói höttur gefið fátæku fólki ránsfenginn og aldrei rænt nema ríka menn. Maður hennar og börn voru drepin i óeirðum fyrir mörgum árum og tók ekkjan þá upp þessa iðju, og sór grimmilegar hefndir. Ilún gekk í lið með upp- hlaupsmannaflokki í Honan og þegar foringi hans dó, var hún kosin yf- irmaður flökksins og ræður nú ýfir 3000 manna sveit, vel vopnaðri. Ilefir hún tekið þótt í borgarastyrj öldinni síðan, fyrst með Feng-Yu- Hsiang, en eftir' að hann beið ósig- ur gekk hún í þjónustu Nanking- stjórnarinnár. Ekkjan með löngu lappirnar er nú voldugasti hershöfð- inginn i Honan og lið hennar talið það besta í Kína. í her hennar eru 50 stúlkur. ----x---- Leon Blasco heitir maður eiiin á Kúba, sem þykisl hafa fundið aðferð til þess að gera kampavín á nýjan og ódýran hátt. Þrúguvín- verður að liggja lengi og brjóta sig og gerast, en Blasco er ekki Iengur að búa til sitt kampavín, en húsfreyjan er að búa til kaffibolla. Notar hann nær eingöngu reyrsykur í þetta vín sitt og segir, að það kosti ekki nema svo sem 30 aura flaskan. En hvernig skyldi það vera á bragðið? Höfund- urinn segir að jiað sje óþekkjanlgt frá bestu frönsku tegundunum og ef hann segir það satt þarf hann ekki að deyja í fátækt. En líkfega lofar hann of miklu. ----x---- í baðstofu í Galiziu, þar sem 25 kvenmenn voru að baða sig, varð sprenging um daginn og 18 af kon- unum fórust. ----x---- Þýskur visindamaður hefir fundið út, að hættulegasta árið i lijónaband- inu sje áljánda árið. Þess er ekki getið hvernig hann hefir komist að þessari niðurstöðu. ----x---- í Pauscova í Jugoslaviu hefir kom- ist upp um óvenju freka líkræningja. Þorpararnir stálu likum meðan þau stóðu uppi, seldu þau síðan læknum og vísindamönnum, en ljetu grjót i kisturnar, sem siðan var grafið með mikilli viðhöfn. Þeir liafa jálað að þeir hafi lifað á þessu i mörg ár. ------------------x---- Prófessor Einstein er sem stend- ur á ferð um Suður-Amerilcu. Er hann um daginn kom til Panama, var þangað kominn mikill fjöldi manna til að bjóða hann velkominn. Verzlunarráð borgarinnar færði hon- um að gjöf fínasta hattinn, sem bú- inn hefir verið lil á árinu 1930. Er sagt að só Panamahattur muni hafa kostað um 4000 krónur. -----x--- Breski fimleikarinn John Loder fjekk nýlega 5000 krónur fyrir að láta klippa af sjer hárið. En ástæðan var sú, að hann var ráðinn til að leika i þýskri kafbátskvikmynd, en hver hefir nokkurntíma sjeð þýskan sjó- liðsforingja, sem ekki er eins og rak- aður á hausnum. ----x---- Á gistihúsi í Berlín urðu hjóna- ’efni nýlega ósátt. Skyndilega heyrð- ust óp mikil úr herberginu, þar sem þau bjuggu saman. Þegar komið- var inn í herbergið, lá maðurinn í ljós- um loga á gólfinu. Stúlkan hafði helt yfir hann hroinum spírtus — og siðan kveikt í fötum hans. ----x----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.