Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1931, Blaðsíða 8

Fálkinn - 07.02.1931, Blaðsíða 8
8 P Á L K I N N / þorpinu Veltendorff viðBrúns- vík hefir verið gerð kirkja úr gamalli vindmyllu. Myllustein- arnir eru altari í kirkjunni og krossinn hefir verið settur á myllutoppinn. 1 vetrarstormum er mjög brima- samt víða við vesturströnd Eng- lands; er þar víða útgrynni mikið og fyrir opnu hafi. Myndin hjer að ofan til vinstri er frá hinum fræga baðstað Blackpool, sem liggur skamt frá Fleetwood. I Þýskalandi eru mestu viðsjártím- ar. Atvinnuleysið er svo mikið að þjóðinni liggur við að sligast undir því og stjórnmálagikkir og flauta- þyrlar nota jafnan neyðartímana tit þess að ryðja öfgakenningum sínum braut. Nýjasta dæmið er frá þýsku kosningunum síðustu, þegar naz- istarnir svonefndu unnu stórkost- tegan sigur. Láta þeir nú ófriðlega og þykjast ætla að taka völdin í sín- ar hendur og koma á einræðis- stjórn, ógilda friðarsamningana við bandamenn og hætta að greiða þeim skaðabætur. Stofna þeir fjelög um land alt, æfa herlið og fara kröfugöngur til þess að sýna al- menningi, að þeir eigi eitthvað und- ir sjer. lljer á myndinni sjest einn bessara flokka í kröfugöngu í Lust- garten í Berlín. Billiard-golf heitir nýjasta inniíþróttin, sem farið er að iðka er- lendis og er einskonar sambland af billiard og golf og reglurnar löluverl flóknar. Með því að þessi leikur gerir ekki kröfur til mikils húsnæðis er ekki ósennilegt, að hann geti náð mikilli útbreiðslu. Franco, spánski majórinn sem frægur hefir orðið fyrir flugaf- rek sín, var bendlaður við síðustu uppreisnartilraunina á Spáni og sá þann kost vænstan að flýja til Portúgat — í flugvjel. Hjer sjest hann í útlegðinni (með derhúfu), umkringdur af blaða- mönnum, sem eru að spyrja hann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.