Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1931, Blaðsíða 4

Fálkinn - 07.02.1931, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Fjrrir þrettán árum „Fálkinn“ birtir hjer þrjár myndir, sem teknar voru við Reykjavíkurhöfn fyrir aðems þrettán árum• í góðum vetrum, þegar svo að segja aldrei verð- ur frost að nokkru marki er gott að minnast þess, að ísland ligg- ur á þeim siað á hnettinum, að búast má við fimbulvetri, hve- nær sem vera skal. 1 dagblöð- unum má lesa (í janúar- og fe- brúarblöðum 1918) fregnir, sem manni koma næstum kynlega fyrir sjónir nú. T. d. frá, að mað- ur einn hafi drepið þrjái lwíta- birni. Gerðist það nyrðra og var maðurinn frá Núpskötlu. En þennan vetur gengu hvítabirnir norðan úr heimskautaísnum víða á land á norðurlandi, og voru fleiri drepnir en þeir, sem vm getur hjer að ofan. — Var þessu veðráttufari líkt við „harða veturinn“ 1880—1881. Ilinn 17. jan. 1918 var mann- heldur ís á allri Reykjavíkur- höfn og hafði slíkt þá ekki skeð síðan frostaveturinn, að uridan- ieknum einum degi, árið 1893■ En að vísu leggur höfnina miklu fyr en ella síðan hafnargarðarn- ir komu. Myndirnar þrjár, sem hjer birtast eru allar teknar af Öskari Gíslasyni Uósmyndara seint í janúar 1918 og gefa þær góða hugmynd um, hvernig um- horfs liefir verið við höfnina þá. Myndin að ofati er tekin fyrir ofan Zimsensbryggju og sjer þar yfir höfnina — alla undir ís- hellu. Á myndunum að neðan sjest til vinstri fjaran með klök- uðum klettum og innifrosið skip i baksijn, en á myndinni til hægri sjest hvernig bryggjurnar lmfa klakast í þessum feikna kulda. Ljósm. Óskar Gíslason. Þa<5 mun vera sjaldgæft, að þrír bræður hafi lifað það að lialda gull- brúðkaup sitt samtímis. Þeir einu sem menn vita um að hafi gert þetta eru Guemers-bræðurnir þrír. Þeir hjeldu gullbrúðkaup 28. oktober 1902. -----------------x----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.