Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1931, Blaðsíða 10

Fálkinn - 07.02.1931, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Verndið sjónina og látið ekki ljósið eyðileggja augu yðar, þegar tiægt er að forðast það með því að nota Zeiss Urogler, hin fullkomn- ustu gler, sem útiloka liina skaðlegu ultra-violettu og ultra-rauðu geisla. Komið til okkar og fáið liin rjettu gleraugu, sem mæld eru eftir liinni ná- kvæmu aðferð, sem altaf er notuð af gleraugnasjerfræð- ingnum í Laugavegs Apóteki. Ath! Ókeypis ffleraugnamátun. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ VAN HOUTENSIii konfekt og átsúkkulaði er annálað um allan heim fyrir gæði. Vandlátar húsfreyjur kaupa Tigulás- jurtafeiti. Hrukkur. RáSunum gegn hrukkunum fjölgar meS hverjum degi. Því er ekki að leyna að margar konur eru sárgram- ar yfir því að verða hrukkóttar og gera alt sem þær geta til þess að losna við hrukkurnar, enda er slíkt óspart notað af tískusölunum til þess að græða á. En hvað eru hrukkurnar? Hrukkurnar eru spegilmynd af reynslu okkar — sorg og gleði. Er hægt að afmá spor lifsins á andlitum okkar? Er svo nauðsynlegt að afmá þau? Vinnum við nokkuð við það? Jeg mætti miðaldra konu. Hún var svo falleg. Eg varð að horfa á hana. Hún var svo sjerstaklega falleg. Það var einsog það ljómaði af henni. Eg fór að virða fyrir mjer þetta andlit. Það var ekki púðurborið, ekki málað, og líklega varla nokkurntíma verið borinn á það áburður. Jeg uppgötvaði leyndardóminn. Það voru hrukkurnar — litlu sólargeisla- hrukkurnar, sem sköpuðu hinn lif- andi og fallega svip, sem hvildi yfir andlitinu. Það mátti sjá að hún hafði mætt mörgu misjöfnu í lífinu. En alt hafði það gjört andlit hennar feg- urra, skapað samræmi í svipinn. Mér duttu i liug hrukkumeðölin. Hvað mundi verða eftir af svipnmn þegar búið væri að slétta úr hrukkun- um? Því lögun andlitsins var ekki sjerlega falleg — kinnarnar full há- ar, ennið nokkuð lágt. En það voru hrukkurnar m. ö. o. hinn sanni svip- ur lífsins, sem gerði þessa konu svona fagra. Jeg hitti einnig aðra konu, sem „neyddi“ mig til að horfa á sig. Hún kann að hafa verið á aldur við kon- una fögru. En hvað andlit hennar var sviplaust. Það var fallegt í lag- inu og hefði getað verið fallegt. En það var slétt og ómerkilegt. Og þó vantaði hvorki púður eða málningu. Auðsjeð var að kona þessi þráði feg- urð. Og vel hefði mátt kalla hana fagra ef liægt er að láta sér finnast fagrar vaxmyndir. Þegár jeg hugsa um þessar tvær konur minnir liin síðari mig á fölan mána, sem að vísu getur verið fagur, dimt vetrarkveld — en altaf er þó ófrjór og kaldur. Hin fyrri vekur hjá mér tilfinningu um sólskin, sem bæði lýsir og vermir. Við þráum allar fegurð. Þáð er að segja að fólk nú á tímum er altaf á hlaupum eftir henni og gleymir að gefa sjer tima til að athuga hvað sönn fegurð er. Að það er hlutur, sem kemur innanað, eitthvað lifandi, sem kemur i ljós í góðlegum hrukk- um og fallegum svip — en sem ó- mögulegt er að afla sjer með púðri, litum eða andlitsfegrun“. Ilildur. Gott ráð. Þegar búið er að þvo livíta hluti er ágætt að nudda þá upp úr hvitum skóáburði, best að nota vel mjúka ullartusku, við þetta fá lilutirnir fall- egan gljáa. Þegar festa á teygju í nærföt, er er ágætt að sauma Ijereftstölu í ann- an endann og lykkju á hinn, svo hægt er draga úr teygjunum þegar fatið er þvegið. Sokkar, 1900 krónur parið. Þessi unga stúlka er í sokkum,, sem 50 manns hafa unnið að í marga mánuði. Hún keypti þá í búð i New York, en varð að borga 1900 krón- ur fyrir parið. En svo eru sokkarnir NÝJAR AUGNABRÚNIR. Augnabrúnir kvenfólksins breyt- ast með tískunni hvað lit og lag snertir. Hjer sjer maður nýjustu tísku á þessu sviði. Stúlkan er auð- vitað frá Hollywood, en þaðan kvað þessi siður vera að ryðja sjer rúms viðsvegar í Amerilui. Vonandi verður langt þangað til kvenfólkið hjer fer að mála á sig slíkar augna- brúnir. ----x---- IDOSAN er af öllum læknum álitið framúrskarandi blóðaukandi oö styrkjandi járrimeSal. Fæst í öllum lyfjabúðum. Pósthússt. 2 Reykjavík Siniar 542, 254 og 30ö(fmmkv.stj.) Alíslenskt fyrirtæki. Allsk. bruna- og sjó-vátryggingar. Hvergi betri nje áreiðanlegri viðskifti. Leitið uyplýsinga hjá nœsta umboðsmanni. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ líka prjónaðir úr því fínasta silki, sem hægt var að útvega austur í Iíína, en þaðan kemur, svo sem kunnugt er, nær alt fínasta silkið. Framhald af bls. 7. — Og sjáiS þjer þetta skrítna far hjerna í röndinni á marblett- inum? Norman-Dyke starSi á svolít- iS skjaldmyndaS far í blettinum. 1 IvaS getur þetta veriS ? spurSi bann. — Jeg hefi tekiS ljósmynd af þessu, svaraSi Wardle meS bægS. FariS er orSiS ógreinlegt og bverfur bráðum, en á ljósmynd- inni geymist það svo lengi sem vera skal. Þrjátíu fet eru ekki nema leikur fyrir ungan íþrótta- mann, sem hefir kaðal í rúmfæt- inum og lætur bann lafa út um gluggann. Norman-Dyke hrökk við. — Og, hjelt lögreglumaðurinn áfram, — sannanirnar, sem með djöfullegum klókindum var kom ið fyrir i berbergi saklauss manns, eru ekkert á inóti þessu .... lítið þjer á. Hann brá stækkunargleri á farið í marbleltinum á liálsi dauða mannsins. Norman-Dyke leit á. Farið varð stærra, það lyftist móti honum .... skjöldur með þremur stöfum og bring utan um. — E. N. — D., hvíslaði hann. -— Já, uppbafstafirnir yðar svaraði Wardle. Signetshringur- inn, sem þjer eruð með á fingr- inum. Jeg gerði boð eftir yður til ]iess að fá að sjá bann. Lítið nú á, bve glögt stafirnir koma fram í liringnum: Everand Nor- man-D^'ke. Þjer Iiafið innsiglað framtíð yðar með hringnum yð- ar. Varið þjer yður, Everand. Norman-Dyke rak upp öskur og rauk til dyra. En þar stóð þá þreklegur lögregluþjónn og varn- aði honum útgöngu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.