Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 07.02.1931, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Skraddaraþankar. „Góður er hver genginn!“ Þetta einfalda máltæki er eins og saklaust skopyrði um dóma mannanna um sömu persónuna, dána og lifandi. Eins og lítilsháttar yfirbót á þvi, sem manninum hefir verið gert ilt lil meðan hann lifði. Því enn þykir það ill tíska að leggjast á náinn — fyr en hann er rotnaður. Þegar mannsaldur er liðinn er farið að líta með svo kallaðri gagnrýni yfir feril þess sem dáinn er. Stundum að vísu ekki fyr en eftir aldir, — ef maður- inn hefir verið nógu stór til þess að slá ofbirtu i augun á allri gagnrýni fyrstu mannsaldrana. En það má i öllu falli segja um dóma manna á náunganum, að þeir eru furðu ólíkir rjett fyrir og eftir dauðann. Það skeður stundum i blöð- um, að maður, sem hlaðið hefir of- sótt og þótt alls varnað, verður alt i einu eftir dauð'a sinn ekki eins há- bölvaður og hann hafði verið með- an hann lifði, og eins er það í munn- um manna. Þegar maðurinn er dauð- ur er alt i einu farið að tala um, í munni þeirra sem áður níddu hann, að þetta hafi nú að mörgu leyti verið merkur maður og margt vel um hann. En andstæðingurinn gleymdi alveg þessu meðan maðurinn lifði. Það var gallinn. Ekki að leggjast á náinn! Vonda samviskan kemur þegar sá er liðinn sem níddur var. Eða er það svo, að það verði að Ljúga lofi á dauðann mann til þess að heita ekki níðingur? Að logið lof sje í eftirmælum mun vera afar sjalcigæft, en hitt er víst algengt, að gert sje sem mest úr öllu því, sem gott máttí um manninn segja. Það er vitanlega mjög falleg regla, að Ieggjast ekki á liðinn mann. En hitt væri líka fallegt, að sameina annað þessari reglu: nefnilega að unna lifandi manni sannmælis um það sem hann hefir vel gert. Og kæmi þetta ekki að betri notum en falleg eftirmæli? Væri ekki það gagnlegra einstakling og þjóð, að viðurkenning væri sýnd manni, sem á enn eftir að starfa, en að sýna hana hinum, sem er hættur að slarfa? Gæti fyrnefnda viðurkenn- ingin ekki í mörgu falli orðið lil þess, að sá maðurinn starfaði meir og betur, eftir viðurkenninguna, i stað þess að leggja árar í bát og fyllast þrjósku og harðlyndi yfir misskilningi og ranglæti heimsins, sem hann lifir í. Þetta er útlátalaust og þarf elcki að draga úr eftirmæl- imum fyrir þvi. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Um víða veröld. ---x--- Nef-koss. Á Nýja-Sjálandi er siður að fólk kyssist með því að núa saman nefj- unu.m. Hjer sjer maður hefðarkonu eina heilsa lieimskautafaranum Byrd, er hann kom fil Nýja-Sjálands eftir að hafa flogið yfir Suðurpólinn. konurnar þeim með því að veifa til pálmablöðum, og þegar veður er altof lieitt bera þær mennina með hinni mestu varúð niður í flæðarmál og ausa yfir þá sjó. Hin svokallaða „Amma“ stjórnarbyltingarinnar. Fegnrst allra. Mynd þessi er af „ömmu“ rúss- neskustjórnarbyltingarinnar, Kata- rina Breskovkaja, sem nú er 87 ára gömul og öðrum þektum byltingar- manni nefnilega Kerenski. Þau hjeldu jól saman í Prag. ----x---- Frú Chaplin verður fyrir ræn- inojaárás. Mynd þessi er af Lita Grey, fyr- verandi eiginkonu Charles Chaplins; varð liún ásamt linefaleikaranum Carpentier fyrir árás ræningja nokk- urra i New York. Carpentier gal ekkerl gerl lil þess að verja sig. Bóf- arnir tóku upp skammbyssurnar og miðuðu á bilstjórann og fólkið sem í bílnum sat og þvinguðu þau til að aka út fyrir borgina, þar tóku þeir alt af þeim, sem verðmætt var. .lón Högnason skipstjóri verðnr Síra Jakob Einarsson á llofi í fertugur 13. febrúar. Vopnaf. verður fertugur H. febr. Borgin Núrnberg í Þýskalandi klykkir ætíð út árið með því að velja „fegurðardrotningu“ fyrir liið komandi ár. Er mikiíl „spenningur“ í fólkinu um það leyti sem atkvæða- greiðslan fer fram, ekki sist meðal unga kvenfólksins. Hjer birtist mynd af „drotnjngunni", sem ríkja á til ársloka 1931. ■ . m —■ i 4 karlar og 198 konur. í sumar fann ferðalangurinn Robert Casey, sem verið hafði á landleita- ferð um Kyrrahafið í 11 mánuði, eyju eina, þar sem bjuggu 198 konur og 4 karlmenn. ’Þessir fjórir karlmenn voru til- beðnir eins og þeir væru guðir, segir Cacey. Þeir lifðu eins og kalífar og þurftu ekki einusinni að lyfta litla fingrinum til þess að hafa ofan af fyrir sjer. Þegar þeir sofa, svala Pilagrímur á heimleið. Ennþá ganga pílagrimar til liinn- ar heilögu Mekkaborgar. Mynd þessi er af indverskri konu, sem kemur úr einni slíkri pílagrímsferð, er lnin klædd eins og fyrirskipað er í lög- um spámannsins. Portugalskur inaður, H. Gleriister veðjaði um, að hann skyldi skríða frá Oporto til París. Vegalengdin er yfir 2000 kílómetrar. Hann vann veð- málið, en ekki er þess getið hve lengi hann var á leiðinni. ----x---- Alt iólk úti nm land ætti að senda pantanir sínar á gleraugum, sjónauka og baró- meter til Gleraugnabúðarinnar, Laugaveg 2, Reykjavik, Póstliólf 222, sími 2222. Einriig eru fram- kvæmdar allar gleraugnaviðgerð- ir fljótt og vel. Okeypis gler- augnamótun af sjerfræðingunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.