Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1931, Blaðsíða 1

Fálkinn - 30.05.1931, Blaðsíða 1
FORSETAKOSNINGIN í FRAKKLANDI Forsetakosningar siðustu í Frgkklandi vöktu mikla eftirtekt um víða veröld, vegna þ.ess að í kiöri var sá stjórnmálamaður Ev rópu, sem hœst hefir borið á i heimsstjórnmálunum hin síðari ár: Aristide Briand. Hann virðist hafa einlægan vilja á því að efla frið meðal þjóðanna og regna að græða sárin eftir heimsstgrjöldina miklu, og liefir eflaust átt mestan þátt í því, á- samt Gustav Stresemann, liinum látna utanríkisráðherra Þjóðverja, að samkomulagið milli Frakka og Þjóðverja ér etíki verra en raun ber vitni. Frökkum sjálfum hefir þótt Briand liafa tilhneiging til að teygja sig lengra í samkomulagsáttina en þeim hefir vel líkað, og varð þeita eflaust aðalástæðan til þess, að Briand náði ekki tilnefningu í forsetaembættið, lieldur Paul Dou- mer, gamall þingmaður og forseti í þinginu, sem mikið hefir verið við stjórnmál riðinn, en aldrei látið bera hátt á sjer. Heim- inum er það enginn skaði að Briand varð ekki forseti, því að eflaust getur hann unnið meira gagn sem utanríkisráðherra Frakklands. Doumer er nú kominn á gamals aldur, og er sennilegt, að hann verði fremur ailiafnalítill forseti. Hinn 13. þ. m. flytur hann úr hinum opinbera bústað, sem forseta öldungadeildarinnar er ætlaður, í Frakklandsforsetabústaðinn í Elysee. Myndin sýnir blaðaljósmyndara og kvikmyndara vera að „afmynda“ nýia forsetann í Luxemborg-garðinum, daginn eftir að hann var kiörinn forseti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.