Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1931, Blaðsíða 6

Fálkinn - 30.05.1931, Blaðsíða 6
6 F A L K I N N Hafnarbœrinn Jubicti, sem fjell í hendur Frakka 1103, en Saladin lagði undir sig aftur dttatíu árum seinna. í baksýn eru rústirnar af einu borgarvirkinu. landinu helga. Fyrstu krossferðinni stýrðu ítalskir og franskir furstar og eiu þeirra kunnastir Gotfred af Bouillon, Raimund af Toulouse og Norðmannahöfðingjarnir Boe- mund og Tancred; lögðu þeir undir sig ýmsar borgir í landinu og stofnuðu þar riki, en eftir nær hálfa öld fóru seldsjukar að ger- ast þeim ofjarlar og var þá efnt til annarar krossferðar, 1147— 49, undir forustu Konráðs þriðja og Lúðvíks VII. Frakkakonungs, en hún bar engan árangur. Þriðja krossferðin er fræg (1189 —92); þar voru þeir Friðrik Barbarossa, Filippus Ágústus og Ríkharður Ljónshjarta. Drukn- aði Friðrik í ferðinni en liinir konungarnir tveir tóku borgina Akka og land meðfram strönd- inni, en náðu ekki Jerúsalem af Saladin, sem hafði lagt undir sig horgina 1187. Næstu ferðirnar voru gerðar fyrir frumkvæði Hinriks fjórða, konungs i Þýska- landi og Innócens páfa III. En árið 1229 tókst Friðrik II. að leggja undir sig Jerúsalem og var hún í höndum kristinna manna til 1244. Þær krossferðir, sem farnar voru eftir þetta báru engan landvinningaárangur. Frá Norðurlöndum voru ýms- ar krossferðir gerðar út, þó að eigi bæri mikið á þeim í saman- burði við hinar fjölmennu ferð- ir, sem áður eru nefndar, enda runnu hinar norrænu víkinga- sveitir oftast saman við hina stærri heri. Kunnastar eru ferð- ii' Skafta Ögmundssonar (1102 —03), Sigurðar Jórfarasala (1107 —11) og Rögnvalds jarls (1153 —56). Það eru tvö nöfn, sem einkum ber á í sögu krossferðanna. Ann- að er Gottfred af Bouillon, ó- eigingjarn og göfuglyndur fursti, sem eflaust hefir ráðist i kross- ferð sína af áhuga fyrir málefn- um kristninnar og í fullri ein- lægni. Það var undir forustu lians, sem krossherinn komst inn fyrir múra Jerúsalem, í júlí 1099. Vildi herinn gera hann að konungi kristinna manna í land- inu helga, en samkvæmt sögn- inni á liann að hafa færst undan með þeim ummælum, að sjer væri ekki sæmandi að bera gull- kórónu á sama stað, sem Krist- ur bar þyrnikórónu. En her- stjórnina annaðist liann til dauðadags. Af honum tók við Baldvin hróðir hans, sem var liinn fyrsti kristni konungur í Jerúsalem. Hinn maðurinn telst til andstæðingaflokksins, — það var Saladin soldán. Hann var herskár maður en göfuglyndur og átti meiri þátt í því en nokk- ur annar, að veikja vald kross- víkinganna í lok 12. aldar. Eft- ir þann tíma fór smám saman að draga úr hinum mikla, áhuga vesturþjóðanna fyrir krossferð- um. Síðustu ferðirnar sem farn- ar voru, voru fremur gerðar af vilja en mætti og stundum mjög illa undirbúnar, enda varð eng- inn árangur að þeim, svo teljandi sje. Á 14. öld var enn reynt að efna til krossferðar, en þær til- raunir urðu gjörsamlega árang- urslausar. Áhuginn var þrotinn. Svo líður tíminn fram á vora daga. Það var ekki fyr en í heimsstyrjöldinni miklu, að vest- urlandaþjóðirnar leggja Jerúsa- lein undir sig á ný, þegar Allen- i)> hershöfðingi lagði undir sig borgina, með enskum her. Síðan hefir landið helga verið undir yfirráðum kristinna manna og stendur nú undir vernd Breta. En stjórnin liefir átt í brösum. Mikill hluti lands- manna eru Arahar og Gyðingar og það hefir gengið illa að lialda sáttum milli þeirra innbyrðis og við kristna menn. Krossferðirnar liafa markað djúpt spor í sögunni. Þær kost- uðu svo mörg mannslíf, að Ev- rópuþjóðiniar, sem tóku þátt í þeim, mistu mikils, eins og að grannastríð hefði dunið yfir þær. En hinsvegar leiddi af þeim nán- ara samband og meiri yiðskifti við austurlönd en áður höfðu verið og það samband liefir verið álirifaríkt, bæði að því er snerti verslun og menning. í bæ einum i Bayern var nýlega verið að vígja nýja og góða sundhöll, sem sundfjelag eitt i bænum hafði bygt. Vígslan fór fram með því móti, að formaður fjelagsins gekk fram á liæsta stökkbrettið við laugina, klæddur sem til veislu og hjelt þar ræðu og að henni lokinni stakk hann sjer með fallegri sveiflu út í laugina í öllum fötunum. Og þegar honum skaut upp aftur kallaði hann: „Hjer- með lýsi jeg sundhöllina opna til af- nota“. — Skyldi formaður í. S. í. liafa það svona þegar sundhöllin hjerna verður vígð? -----x---- Höfudur „funktionalismans", liinn frægi húsbyggingafræðingur Le Cour- busier í Genf ætlar að fara að byggja einkennilegt hús, 52 metra langt og 20 metra hátt. Grindin verður öll úr stáli, en langveggirnir úr eintómu gleri, en á göflum verða feiknastórir gluggar í umgerð úr steini. Stigarnir verða lika úr gleri. Þetta á að verða íbúðarhús og verða íbúðirnar alls 46 í húsinu og eru allar leigðar fyrir- fram. Þakið er vitanlega flatt og á því verður garður með leikfimisskála og sólbaði. -----x---- Nýlega brann bær á Hestey við Fitjar í Noregi og var enginn lieima, þegar kviknaði i. Bæinn átti sjötugur sjómaður og hugðii flestir hann fá- tækan. Nú segir sjómaðurinn, að liann hafi átt 16.000 krónur geyimlar í kistu sinni, þegar brann. Við leit i öskunni liafa fundist leifar af 1500 krónum í seðlum, sein voru svo lítið brunnar, að vel mátti sjá hve stórir seðlarnir voru, og auk ]tess i járn- kassa öskuhrúga, sent var eftir seðla, en ekki er liægt að meta upphæðina. Er talið líklegt að Noregsbanki bæti manninum 1500 krónur fyrir seðlana, sem minna voru brunnir, en fyrir hitt fær hann engar bætur. -----x---- Loftskeytaslöðin í Nauen, sem liggur nokkrunt mílum norðvestur af Berlín er 25 ára á þessu ári. Má segja að saga hennar sje spegilmynd af efl- ingu loftskeyta og útvarps á þessum liðna aldarfjórðungi. Hún var stofnuð sem tilraunastöð fyrir loftskeyti árið 1906 og var þá með fullkomnustu loftskeytastöðvum í heimi og gat náð til staða í 3500 kílómetra fjarlægð, en á næstu fjórum árum var lang- drægi hennar enn aukið og vakti það athygli mikla, að skip eitt, sem var í 5000 km. fjarlægð gat heyrt til henn- ar. Árið 1911 var bygð ný stöð í Nauen, með hæsta mastri er menn þektu þá, 260 metra liáu og lieyrðist nú vel til stoðvarinar í Mið-Afríku. Á næstu tíu árum urðu framfarirnar stórkostlegar, og nú var farið að nota stutfbylgjusendira og það breytti miklu. Arið 1929 gerði slöðin tilraun- ir með samtal við Bangkok í Síam og Sydney í Ástralíu og tókst vel og má segja, að síðan nái stöðin til allrar veraldarinnar. 1 fyrra fór Nauen að senda myndir loftleiðis og hefir nú re'glubundnar myndasendingar til staða eins og t. d. Buenos Ayres og Nanking. f nóvember í liaust var komið upp tækjum til að senda lif- andi myndir og getur stöðin sent þær alt að 50 km. frá stöðinni. Þetta er mynd af Dakkusarhofinu i Baacbek eins og það lýtur út nú. Eru rústirnar lítið skemdar. Hof þetta fje’,1 a'.drei í hendur krossfarahersins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.