Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 30.05.1931, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. BlaðiS kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter HERBERTSPRENT, Rvík. Skr addaraþ ankar. Það er altitl enn i dag, að menn fari pilagrimsferðir til fjarlægra staða til þess að afplána syndir sín- ar. Þessir menn vilja sýna öllum heimi, að þeir vilji gera iðrun og yfirbót, og um leið sýna þeir, að synd þeirra sje svo mikil, að þeir hafi ekki fundið frið i lijarta sínu fyr en þeir fengu fyrirgefning þar, sem trú þeirra hafði ákvaðið. Manninum sem þetta gerir sjest yf- ir eitt. Hann gleymir því, að hann á- vinnur ekkert með þvi, að sýna kunningjum sínuin þetta. Ef hann trúir á kraft fyrirgefningarinnar í Róm eða Mekka, þá er honum best, að fara í ferðina svo enginn viti. Því þessi opinberun fyrir nágrannanum skapar vantraust. Það er útlerit mál- tæki, að lánstraustið reki viðskifta- vinina á dyr. Og það getur til sanns vegar færst, þvi að þeir fara ef til vill að halda, að varan sem kaupmaður- inn býður, sje lakari en hún ætti að vera, fyrst það þurfi að lána hana iil þess að koma henni út, og þá hypja góðu viðskiftavinirnir sig til næsta kaupmanns. Eins er það með alúð- iná. Sýnir þú manni of rnikla alúð, dettur honum oft i hug, að hún sje til komin af því, að þú sjert að dylja eitthvað. Sóaðu ekki tilfinningum þínum i óviðkomandi menn. Dreifðu ekki til- finningunum. Sameinaðu þær heldur, svo að þær fari ekki í súginn. Alt er undir þvi komið, að maður- urinn gefi og finni á rjeltum stað og rjettum tíma. Farðu ekki i pílagríms- ferð en lokaðu stofunni þinni, svo að jtað sem best er í þjer rjúki ekki út og vindurinn feyki því á burt. Láttu það besta sem, i þjer býr, koma að notum þeim, sem næstir þjer standa og þeim, sem þú hefir gert á móti. En farðu aldrei að eins og maður- inn, sem færði konunni sinni blóm þegar hann hafði dregið hana á tálar. Þú mátt ekki gera þetta sjálfs þin vegna, því að einnig þessi blóm vekja vantraust á þjer. Og cnnþá siður liennar vegna, þvi að hafir þú gert það einu sinni, tekur hún aldrei fram- ar við blómum lijá þjer með glöðum hug. Ekkert vex jafn hratt og svepp- ur grunsemdanna og tortryggninnar. Láttu alt sem þú gjörir vera ávöxt eindreginnar liugsunar þvi að þá munu menn hlusta á mál j)itt. Láttu alúð þýða alúð en eklci liræðslu við það, að þú munir fá hnútur, ef al- úðin væri minni. Venjir þú þig á, að Skoða livern hlut eins og liann er, rnuntu brátt koinast að jieirri niður- stöðu, að þú þarft ekki að leita langt til þess, að fórna alúð þinni þeim, sem standa jijer nærri. STÓR Þessi naðra, sem sjest lijer HÖGG- á myndinni og er 8 metr- ORMUR ar á lengd þykir bera af ------ flestum ættbræðrum sínum að vexti og fegurð, og vinnur þarft verk í þjónustu vísindanna. Hún er sem sje á hinni frægu serumstofnun í San Paulo í Braslíu, en með mót- eitri er hægt að afstýra liættunni á þann liátt, að sprauta móteitri í fólk og gera það ómóttækilegt fyrir eitr- un af völdum höggorma. Sjónaukar mjög ódýrir. — Lestr- argleraugu, með ókeypis mátun. Sólskygni, Sólgleraugu o. fl. Riymor Hanson. SKÝJAKLJÚFUR Þessi einkenni- HAFSINS. — — lega mynd er af •------------- skipinu „Maure- tania“, sem lengi var hraðskreiðasta skip i heimi, og hafði hráðamet i siglingum yfir Atlantshafið, þangað til hin nýju skip Þjóðverja „Bremen“ og „Evropa“ komu til sögunnar. Ný- lega var „Mauretania“ sett í þurkví i Sauthampton, til venjuLegs árseft- irlits. Sýnir myndin skipið á liurru iandi, og munu margir undrast hæð þess, þvi að það er öðruvísi bygt en önnur skip; ristir miklu dýpra, þó að þetta sjáist ekki þegar skipið er úti á sjó. F.A.Thiele Baukastr. 4. Þar fást Hin vinsæla dsnamær og dans- kennari Rigmor Hanson hefir und- anfarin ár starfað hjer í bænum, eft- ir að hafa lokið námi í dansi er- lendis. Tók hún við starfi systur sinnar, er hún flutiist búferliim til útlanda. Það munu margir reka upp stór augu, er þeir sjá, að ungfrú Rigmor er enn ekki nema 18 ára, og það verður hún á morgun, 31. mai. Mnnu hinir mörgu nemendur henn- ar senda henni kveðjur sínar við það tækifæri. Sýning sú, sem ungfrúin hjelt í marsmánuði síðastl. bar vott um að sjálf er hún miklum hæfileikum bú- in og þá ekki síður þeirri gáfu gædd að kunna að kenna öðrum, hvort heldur er tískudansar, listdansar eða látbragðslist. Allan fjölda þeirra dansa, sem hún sýndi við það tæki- fœri liafði hún samið sjálf og lýsir það, hugkvæmni hennar og smekk. Auk þess hefir liún samið ýmsa stutta dansleiki (ballett), sem hún hefir hug á að sýna hjer i borginni er stundir liða fram og verður henni vœntanlega að þeirri ósk sitini áður en langt um líður. í Leeds hafa menn i nokkur úr ver- ið að leitast við að gera einskonar leðurlíkingu — úr ull! Hefir rann- sóknarstofa ensku ullarsmiðjanng haft þessar tilraunir með höndum og nú er tilkynt, að þetta hafi tekist. Hafa efnafræðingarnir gert leðulr úr ullinni og reyndist það ágætlega í skó, til bókbands, í skinnkápur, hús- gagnafóður og þessliáttar. Er talið liklegt, að jiessi nýi iðnaður muni auka svo eftirspurn eftir ullinni, að lnin muni hækka i verði. Þessi leður- líking verður miklu ódýrari en ekta leður og alveg vatnsheld. ----x----- inn á hvert heimili. SAGA AF VILHJÁLMI Tónskáld- ÞÝSKALANDSKEISARA. M as cagni, ---------------------- sem m. a. hefir samið hinn fræga söngleik „Cavalleria rusticana" segir svo frá þeim einu persónlegu kynnum, sem hann hafði af Vilhjálmi Þýskalands- keisara, og lýsir sagan vel geðmun- um keisarans: Jeg hafði verið boðaður til Berlín, til þess að vera staddur við æfingar á nýjum söngleik eftir mig, sem hjet „Ratcliff“. Meðan á lokaæfingúniíi. stóð, kom keisarinn inn, og settist við liliðina á mjer á áhorfendasvæðinu. Við stól lians lá textinn að söngleikn- um, innbundinn i rautt flauel og með mynd af prússneska erninum framan á. Jeg liorði varla að draga andann af því að þessi mikli maður sat svona nærri mjer. Fylgdist hann vel með í textabókinni. Alt í einu sprettur hann upp og hrópar i bræði: „Þetta er nóg! Hætt- ið þið!“ Og svo hljóp hann út. Jeg varð að viðundri og æfingunni var hætt. Söngleikurinn var aldrei sýndur. Ástæðan var sú, að í textan- um stóð tilrvitnun í ljóð eftir Heine, en það skáld hataði keisarinn eins og sjálfan kölska.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.