Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1931, Blaðsíða 9

Fálkinn - 30.05.1931, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 «• ',///'fi' ', ‘ M '/ ‘ •' , Æ m 4. Wt ■ ■ ■;; ■ . ■ ■■'■•■. ./ 'i'' ' • Nýlega er afstaðið í Þýskalandi eitt hið tjótasla glæpamál, sem sagan segir frá, mál morðingjans Kiirten í Diisseldorff. 1 rjett- arhöldunum játaði hann á sig níu morð og fjölda af íkveikjum og hefir hann framið öll þessi morð með lmldu blóði og að yfir- lögðu ráði. Strax í barnæsku hafði hann fyrirfarið barni með því að hrinda því út í á. I öllum yfirheyrslunum svaraði hann spurningunum rólega, eins og ekkert væri um að vera og eklci varð neinnar iðrunar vart hjá honum yfir þessum hemdarverk- um. Kurten var dæmdur 9 sinnum til lífláts og auk þess í magra ára fangelsi fyrir aðra glæpi en morð. Er þess nú beðið með ó- þreyju, hvort Hindenburg forseti láti fullnægja líflátsdómnum, *því að síðustu árin hefir honum aldrei verið beitt í Þýskalandi. Á myndinni hjer að ofan, sem er úr rjettarsalnum i Dússel- dorff sjást Kúrten og verjandi hans lengst til vinstri. Aldrei hefir verið reist eins mikið af meiri háttar minnismerkj- um eins og árin síðan styrjöldinni lauk. Þeir, sem stríðið stóð nærri hafa margs að minnast og óneitanlega eru reist minnis- merld yfir fleiri en maður skyldi halda. Eins og t. d. yfir dúf- urnar. 1 gamla daga voru brjefdúfur eini boðberinn þeirra sem voru í umsetinni borg, en nú hafa menn talsíma og loftskeyti. En ef þetta bilar, þá er enn leitað til dúfnanna. Þetta kom oft fyrir í heimsstyrjöldinni. Kunn er t. d. sagan um síðustu boðin, sem virkisstjórinn í Fort Vaux við Verdun sendi, með síðuscu dúfunni sem hann átti, og sem bjargaði honum. — Hjer að ofan eru minnismerki tvö, sem dúfunum hafa verið reist nýlega. Annað er í Bryssel, nýlega afhjúpað af belgiska krónprinsinum og segir á fótstallinum að 30,00 menn í dúfnafjelagi Belga hafi fallið í stríðinu. Hitt (t. h.) siendur í Þýskalandi. Menningarlönd Evrópu leggja milda cdúð við að breyta fang- elsum sínum í sem mannúðlegast horf. Því þó að rjett þyki að refsa mönnum fyrir afbrot þá er ölluni farið að skiljast, að refsingin eigi ekki að vera þannig að hún spilli manninum lield- ur hitt, að hún bæti hann, og að hann geti átt sjer uppreisnar von þegar hann fær frjálsræði sitt aftur. Nýtísku fangelsin leggja kapp á, að maðurinn bíði ekki tión á sál eða líkama í fangelsinu heldur komi þaðan aftur betri maður og hraustari, en fór þangað. 1 fangelsinu í Tegel við Berlín er föngun- um sieð fyrir listrænum skemtunum. Myndin er úr samlcomu- sal fangelsisins, og er verið er að halcla hljómleika fyrir fangana. Eru úrvals listamenn fengnir til að skemta við slík tækifæri. Myndin hjer að ofan er frá Lissabon, en þar er nú stjórnarbylt- ing rjett einu sinni, í 21. skiftið síðan landið varð lýðveldi• Strætið á myndini heitir „Frelsisgatan“ og þar sjást eingöngu að kalla má, vopnaðir menn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.