Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1931, Blaðsíða 8

Fálkinn - 30.05.1931, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Lengsta flugpóstleiðin í heimi er leiðin milli London, um Kairo til Kap. Hún verður að vísu ekki flogin reglubundið fyr en í sumar, en eins og sakir standa er flogið efiir áætlun frá London til Mwansa, sem er sunnanvert við Tjanganikavatn. Er sú leið 511b enskar mílur og er flogin á níu dögum. En með gömlu samgöngunum voru brjef 32 daga að komast þessa leið, svo að viðbrigðin eru mikil. Það eru vitanlega Englendingar, sem starfrækja þessar flugpóstferðir og leggja þeir mikið kapp á, að hafa sem fljótastar samgöngur við nýlendur sínar. Á myndinni sjest er póstflugvjelin er að lenda á Tjanganikavatni rjett fyrir utan Mwansa. / 7 * / <; .....hrnmm '.■'.fWM 'i~ iW*?, "/, V','/ w/ *',.) - '*■. . t >4^ Uj , : -, MBÍfe ' . ■ ■ 11» * 1 • : ■V- . // w,V'K ' ■ --■' ■;. ■"■ / ■■. • ............ Iflgffgf • '/'/ ' / : r~~f 'É& ■ . ■ / :■:''■ ■■ /'. ' ■ mmM ♦ y -y- - '■-'- ■;■. .. .. . mm v/ /m, mi w/. Hjer á myndinni sjest herskipið „Principe Alfonso". Er það frægt orðið um heiminn vegna þess að það var þetta skip, sem flutti Alfons Spánarkonung lil Marseille þegar hann flýði úr landi. Fyrir nokkru urðu hinir ægilegustu landskjálftar á Nýja Sjálandi í hjeraðinu meðfram Hawkeflóa. Mátti heita, að hinn fagri liafnarbær Napier eyddist gjörsamlega. Tugir þúsunda af fólki misti allar eigur sínar og þúsundir manna týndu lífinu og limlestust. Má heita að ekki standi steinn yfir steini i þessari blómlegu bygð. Hjer að ofan eru fyrstu myndirnar sem komu til Evrópu af afleiðingum jarðskjálftans. Til vinstri sjest, livað jarðslcjálftinn skyldi eftir af bústað hjúkrunarkvennanna við sjúkrahúsið í Napier, en undir þessari rúst biðu fimtán hjúlcr- unarkonur og einn læknir bana. Til hægri er mynd af einni göiuni í Napier, eftir jarðslcjálft- ann; er gatan ófær vegna grjóts, sem hrunið hefir niður í hana, er hermenn eru önnum kafn- ir við að ryðja hana, svo að umferð geti hafist aftur. Einu sinni gætti Nikita Svart- fjallakonungs mikið í stjórn- málum Evrópu. Það var um aldamótin, þegar óróinn var sem mestur á Balkan. Nikita varð fursti I Montenegro 1860 og var framfaramaður um margt og vildi gera land sitt sem óháðast, þó lítið væri. Tókst honum þetta furðu vel og hafði oftast betur í skærunum við grannana, enda átti hann Rússa að. Eftir 50 ára furstatign tók hann sjer konungsnafn og hóf árið eftir Balkanófriðinn, sem Serbía, Búlgaría og Grikkland liáðu gegn Tyrkjum. Þá tók liann þátt í heimstyrjöldinni með bandamönnum, en Austur- ríkismenn flæddu yfir Serbíu og Montenegro og Nikita flýði land og settist að í París og sá aldrei ríki sitt framar, því að það var innlimað í Júgoslavíu. Svartfjallasynir hafa gleymt því að Nikita hafi nokurntíma ver- ið til, en hinsvegar hafa ítalir reist honum minnisvarðann, sem sjest lijer á myndinni. Var Nik- ita tengdafaðir Italíukonungs.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.