Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1931, Blaðsíða 5

Fálkinn - 30.05.1931, Blaðsíða 5
P Á L K I N N 5 Sunnudags hugleiðing. Eí'tir Ólaf Ólafsson, kristniboða. Pramh. Skeyttu ekki svo mjög um það, livernig kringumstæður vorar eru. Láttu þjer það vel líka, liann veit hvað oss er fyrir bestu. Ef þú ættir ekki í erfiðleikum mundi ekkert verða úr þjer, og þá mundi heldur aldrei verða sú breyting á þjer, að jOú færir að likjast Jesú. En það ei einmitt tilgangur Guðs, með öliu þvi, sem hann lætur þjer bera að hönd- um, og þú ert honum ekki þakklát- ur fyrir það? Láttu því ekki erfiðeikana yfir- buga þig, en horfðu á Jesú full- komnara trúarinnar. Nú finst mörgum að erfiðleikar þeirra eigi rót sína að rekja til innri aðstæða. „Jeg skal segja yður, að jeg er svo ákaflega viðkvæmur. Þessvegna er mjer skapraun að svo ótal mörgu. Jeg tek mjer svo nærri, ef eitthvað bjátar á. Og þetta er stöðugt að end- urtaka sig, þó jeg ásetji mjer að láta elckert á mig fá. Jeg er svona gerður og verð að koma til dyranna eins og jeg er klæddur“. Húsmóðirin kvartar yfir hve hún sje vanstilt, og hennar kross er ó- þæg börn og aðfinslusamur eigin- maður. Aðrir kvarta yfir tauga- veiklun, sem sje meiri armæða en nokkur geti ímyndað sjer. Algengt er að telja upp slíkar við- bárur. — Það er heldur engin upp- gerð að taugarnar eru sjúkar eða veiklaðar. En ættum vjer þessvegna að gefast upp við að hegða oss eftir Guðs orði, og helga drotni líf vort? Sjálfsagt eru margar manneskjur viðkvæmar og vanstiltar. En það er þeim alls engin afsökun þegar um ófullkomtegleik og vanþroska trúar- lífsins er að ræða. Verður nú slík viðkvæmni og van- stilling reiknuð oss til syndar? Óef- að. En nú er möguleiki til að losa sig við hverskonar synd og rang- lœti. Bæði reynslan og ritningin segir að drottinn megni að „hreinsa oss af öllu ranglæti“. Sbr. 1. Jóh. 1, 9. Ef umburðarleysi og vanstilling þjáir þig, eða hverskonar annað rang læti, hversvegna leitar þú þá ekki hreinsunar, leitast við að losna við það? Hversvegna fer þú ekki með það til krossins á Golgata? Hvers- vegna rennir þú elcki augum þínum til frelsarans. Endurlausnar verkinu, sem Jesús fullkomnaði á Golgata, er í engu ábótavant. Jesús frelsar til fulls. Þjer er óhætt að trúa því, að fórnin, sem hann bar fram, nægi til þess að allar syndir þínar verði afmáðar, og þú hreinsist af öllu ranglæti. Hafðu drottinn fyrir augum þjer og haltu öruggur áfram. Og finnir þú svo til minstu tilhneigingar til I’yrtni, þá littu samslundis til Jesú. Muntu þá sannreyna, að það er allra nieina bót. Horfirðu á hann muntu læknast og varðveitast frá vanstill- ingu og hverskonar veikleika. Hann kom til þess að „boða herteknum frelsi og fjötruðum lausn“. Er því einnig þannig varið um veiklaðar taugar. Drottinn getur lækn að þœr. Enginn þarf að efast um að náð Guðs nægi ekki taugaveikluðu fólki. Taugarnar gera engan aðskila við náð Guðs. Þú verður aðeins að læra að horfa á Jesú, og þú munt vinna sigur þrátt fyrir veiklunina. Hvernig hefir þú nú hingað til hag- *'>ð þjer í þessu efni? Þú hefir um of dvalið við sjálfan þig í huganum, ekki getað gleymt veikleika þínum °8 vanmætti. Snúirðu þjer til Jesú niunl þú einnig sannreyna að „Guð er megnugur —Sbr. II. Kór. 9, 8. Þessvegna: Hafir þú hingað til, kent kríngumstæöunum um ósigra Minningar krossferðanna. / Damaskus er gröf hins göfuga soldáns Saladíns. í glerkistu, sem stendur ofan á minnisvarðanum, er geymdur einn af turbönum sol- dánsins. Krossferðirnar mega fyrir margra hluta sakir teljast með merkustu viðburðum miðald- anna. I nærfelt tvö hundruð ár, eða frá 1098 til 1291 fóru mil- jónir hermanna sjö krossferðir samtals til landsins helga, til þess að endurheimta landið, sem trú þeirra var einkum við bundin, úr greipum villutrúarmanna. Það var trúaráhugi þjóðhöfðingjanna samfara von um frægð, frama og aukin völd, sem var hin mikla driffjöður þessara ferðalaga, og trúmálin reyndust öruggur bak- hjarl til þess að safna liði í þess- ar ferðir. Krossferðirnar voru „heilög stríð“ gegn Múhameðs- trúarmönnum og vald kirkjunn- ar og páfans var svo mikið 1 þá daga, að nútímamenn eiga erfitt með að gera sjer grein fyrir því. Þessar ferðir kostu Evrópumenn ógrynni ljár og mannlífa en þina, og hafi erfiSIeikarnir ógnað þjer, þá ættir þú nú að festa þjer áminningu postulans í hug: LeiSum alt annaS hjá oss, en horf- um á Jesú einan, höfund og full- komnara trúarinnar. landvinningarnir urðu ekki að sama skapi. Kristnum mönnum lókst ekki að reka vantrúar- mennina úr landinu lielga. — En þó varð mikill árangur af þessum ferðum. Vesturlönd og austurlönd mættust og urðu fyr- Þegar krossferðahreyfingin var fyrst vakin af Urban páfa II. liöfðu kristnir menn alls ekki ver- ið útilokaðir frá landinu helga. Þeir fóru þangað pílagrímsferðir þúsundum saman á ári hverju og kalífarnir ömuðust ekki við þessum ferðalögum, því að land- iö græddi á þeim. Gestirnir skildu eftir f je í landinu, eins og skemti- ferðamenn gera nú á dögum. En ferðalög þessi voru farin að verða ótrygg. Ræningjaflokkar gerðu sjer það að atvinnu að sitja fyrir pílagrímunum og ræna þá og drepa og keisararnir í Konstan- tinópel voru vanmegnugir þess að girða fyrir þetta, þó að þeir hefðu fegnir viljað. Þetta var hin vtri ástæða til þess, að krossferð- irnar voru liafnar; árlega bárust fiegnir um svivirðilega meðferð sem pílagrímar höfðu sætt í Litlu Asíu. Þessvegna reyndist það auðsótt mál á kirkjuþinginu i Clermont, árið 1095, að fá sam- þykki til þess að liefja skyldi stríð gegn Múhameðstrúarmönn- um, til þess að reka þá burt úr Myndin sýnir þann hluta múrgarðanna kringum Jerúsalem, sem Got- fred af Bouillon braut niður til þess að komast inn i borgina, í júlí 1099. Hann notaði til árásarinnar hreyfaniegan kastd'a, sem ekið var upp að borgarmúrnum. í sjöundu krossferðinni var Lúðvik níundi Frakkakonungur tekinn höndum, en látinn laus aftur árið 1250 uy hjelt þá til Sýrlands og bygði þar ramgert virki, við Sidon. Það eru rústirnar af þessu virki sem sjást hjer á myndinni. ir gagnkvæmum áhrifum og reynslu — lieimurinn stækkaði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.