Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1931, Blaðsíða 6

Fálkinn - 12.09.1931, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Lappastúlka með uppá hctlds hreininn sinn þeir komust í kynni við það; ærast þeir pg brjálast er þeir drekka áfengi og taka þá oft til kuta síns, svo að blóðsúthell- ingar og manndráp leiðir af. Hafa því bæði Svíar og Norð- menn gert strangar ráðstafanir til þess að banna áfengissölu í Lapplandi. Lappar þóttu lítt gáfaðir menn fyrrum, en síðan farið var að birða um uppeldi þeirra og kenna þeim að lesa og skrifa þá hefir þetta álit breyst til muna, og mun óbætt að full- yrða, að þeir standi t. d. Eski- móum miklu framar hvað gáfna far snertir. Þeir eru kristnir að nafninu til en vegna hinna ein- stöku lífskjara sinna og erfiðrar baráttu við ofurefli náttúrunn- ar, hefir eigi tekist að uppræta allskonar hjátrú hjá þeim. Lappar viðhafa særingar, alveg eins og Eskimóar og trúa í blindni á allskonar hindurvitni; þeir spá í kaffikorg og verndar- gripi eiga allir þeir, sem þykj- ast menn með mönnum, eru það oftast einkennilegir trjákubbar eða hreindýravölur, með alls- konar útskurði. Svíar hafa gert tilraunir til þess að láta sænsku Lappana taka sér fasta bústaði og yrkja jörð- ina, en þetta hefir reynst óger- legt. Flökkuþráin er þeim svo rík, að við hana fær ekkert ráð- ið, og þeir vilja heldur hafast við í hinum ófullkomnu tjöld- um og hreysum sinum sumar og vetur, en að flytja inn í vistlegt liús og búa þar. Af þessari á- stæðu hefir verið nær ógerlegt að hindra útbreiðslu berkla- veikinnar ineðal þeirra. Hafi einn maður í hópnum sýkst, þá liefir liann smitað alla aðra í hinum loftþungu og daunillu tjöldum. Flestir lifa Lapparnir á hrein- dýrarækt og eiga sumir lijarðir, Fjallfinni í vetrarfötunum sínum. Lappar með hreinclýr sín að vetrarlagi. Löppnm er ekki kalt þó að frj ósi, allra síst þegar þeir dansa. svo stórar að dýrin skifta þús- undum. en aðrir, sæfinnarnir, halda að mestu leyti kyrru fyr- ir og lifa á fiskveiðum. Er æfi sæfinnanna miklu verri en hinna. Fjallfinnarnir eru á sí- feldu vakki með hjarðir sínar og alt sem þeir þurfa til lífsins viðurhalds fá þeir af dýrunum, klæðast í skinnin en lifa af kjötinu og mjólkinni. Nokkur dýr selja þeir á ári og kaupa einkum munaðarvörur fyrir, lcaffi og sykur. Er talið að 100 dýr framfleyti meðal fjöl- skyldu, en Lappi sem eignast fjölskyldu án þess að honum takist að koma sjer upp nægi- legum dýrafjölda til að fram- fleyta henni, verður að leita á náðir annars sem ríkari er og gerast ánauðugur hjá honum. Líki honum ekki vistin, er hæg- urinn hjá að strjúka. Til þess að þykja sæmilega fjáður verður maður að eiga 300—400 hrein- dýr. Með vaxandi afnotum hvítra manna af Finnmörku þrengist í búi lijá Löppunum, og vegna þess að þeir hafa reynst óhæfir til fastrar búsetu þykir senni- legt, að þeir liverfi úr sögunni þegar timar liða fram. Aldrei mun nokkur maður hafa í'erðast með jafn lítinn farangur jafn langa leið, eins og Gandhi nýlega þegar hann fór frá Indlandi til London. Hann hafði til klæða þunn- ar mittisskýlur úr ljerefti og í hend- inni hjelt hann á litlum höggii i ljereftsumbúðum. Það voru fötin sem hann ætlaði að hafa til skift- anna. ----x---- Suðvestan við Kaspíahaf hefir aineríkanski fornfræðingurinn dr. Wulsin fundið leifar af persneskri borg frá því 1000 til 3000 árum fyr- ir Krist. í borginni hafa m. a. fund- ist ógrynnin öll af allskonar hlutum úr bronsi, sumum gerðum af miklu listfengi. ----x---- Kaþólskir menn í Ameriku liafa gert út nefnd á fund páfans til þess að fá hann til að taka „Móður Seton“ í helgra manna tölu. Móðir Seton fæddist 1774 og tólc kaþólska trú 1805 og eftir lát mannsins sins helg- aði hún alt tif sitt mannkærleika- slörfum og dó, árið 1821. Er fullyrt að ýms undur liafi gersl við gröf hennar. Síðastliðin 30 ár hefir verið unnið að því að gera hana að dýr- lingi og nú á að láta til skarar skríða. Um 150.000 manns í Bandaríkjunum hafa undirskrifað áskorun um þetta. •---x---- Goodyearverksmiðjurnar í Amer- iku hafa nýlega lokið við að smíða stærsta loftskip heimsins, fyrir Bandaríkjastjórn. Rúmtak loftskips þessa er 230.000 rúmmetrar, en Zeppelin er ekki nema 105.000 rúm- metrar og verður stærðarmunurinn ljós af þessum tölum. Skip þetta, sem heitir Akron eftir borginni sem það er smíðað í, er 250 metrar að lengd í 45 metrar í þvermál, hefir átta hreyfla, hvern 560 hestöfl og flýgur 130 km. á klukkustund. Það notar helium í stað vatnsefnis, en helium er ekki eldfimt óg sprengi- hætta þessara skipa þvi miklu minni. Fjelag þetta hefir áður smíðað sjö minni loftskip. Skipið var afhent stjórninni 7. f. m. ---x----- Franski prófessorinn L. Tesniere í Strasbourg hefir tekið sjer fyrir hendur að rannsaka, hve mörg tungumál sjeu töluð í Evrópu. Seg- ir hann að þau sjeu 120, en áf þeim sjeu 83 töluð i Rússlandi og sum þeirra aðeins töluð af örfáum hræð- um. Af þessum 120 málum eru það ekki nema 19 sem töluð eru af yfir 5 miljónum manna, 37 sem eru töl- uð af yfir einni mijón og aðeins 68, sem töluð eru af yfir 100.00 manns. Tesniere segir að 80.903.777 tali þýsku, 70.254.319 tali rússnesku, 47 miljónir ensku, 40.807,847 ítölsku, 39.841.584 frönsku, 33.939.027 ukra- inisku, 23.177.253 pólsku, 15.939.474 spönsku, 11.569.739 hollensku og flæmsku og 10.194.555 ungversku. •--x----- Um iniðjan ágúst varð svo mikill liaglbylur í Suffolk í Englandi, að menn muna ekki annað eins. Hagl- ið var eins stórt og tennisboltar og íólk sem var úti fjekk sár og skeinur á andlit og hendur. Haglið drap dýr unnvörpum og i sumum þorpum var hvergi heil rúða þeim megin i húsum, sem vissi gegn vindstöðunni. Fjórtán ára gömul stúlka meiddist svo á augum, að talið er víst að hún missi sjóniná fyrir fult og allt. —•—x----- Reyfarahöfundurinn Edgar Wal- lace gerðist ritstjóri blaðsins „Sun- day News“ fyrir rúmu missiri; hafði blaðið verið á faltandi fæti lengi en eigendurnir gerðu sjer von um, að ef Wallace yrði ritstjóri mundi blað- ið fá hylli aftur. Þetta brást og nú verður blaðið lagt niður og gengur inn í „Sunday Graphic“. Wallace liættir ritstjórn en segist ekki yfir- gefa blaðamenskuna fyrir því, vegna þess að það sje miklu skemtilegra að skrifa blaðagreinar en skáldsög- ur. ——x------ i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.