Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1931, Blaðsíða 10

Fálkinn - 12.09.1931, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Kodak & Aflfa Filmur. Alt sem þarf til framköllunar & kopiering, svo sem: Dags & Gas- ljósapappír, Framkallari, Fixer- bað, kopierrammar, Skálar, o. fl. fæst í LAUGAVEGS APOTEKI Laugaveg 16. Sími 755. Pantanir eru sendar gegn póst kröfu. — Skrifið til okkar. „Sirius“ súkkulaði og kakó- duft nota allir sem vit hafa á. GætiS vörumerkisins. B R A S S O fægilögur 3r óviðjafnanlegur á kopar, eir, tin, aluminium o.s.frv. B R A S S O er notaSur meir meS ári hverju, sem er að þakka ágæti hans. Fæst í öllum verslunum. Foreldrar. Byrjið uppeldi á barni . yðar snemma. Kaupi'ð MæSrabók- ina eftir Prófessor Monrad. Kostar 3.75. er víðlesnasta blaðið, rdlKlUU er besta heimilisblaðið Herbertsprent er allrabest Fyrir kvenfólkið. Hvernig á konan hans að vera? í síðasta hlaði var sagt frá skoð- unum ýmsra stúlkna á því hvernig maðurinn þeirra ætti að vera. Nú er best að karlmennirnir hafi orðið. ÞaS er að vísu svo, að ástin á að vera „bakþankalaus“ en samt er það nú svo, að jiað er ekki aítaf gott, að hún fái ein að ráða valinu. Blaðið sem efndi til samkepninnar er um var getið í síðasta blaði, bar fyrst niSur á ungum læknanema og spurði hann hvaða kröfur hann gerði til konuefnisisins. — Ef jeg gifti mig vil jeg fyrst af öllu rannsaka hvort konuefnið mitt hafi nokkra ættarfyigjusjúkdóma. Ekki vegna þess eingöngu, að það ráði úrslitum um ráðahaginn heldur af því, að þá þarf ef til vill að grípa til varúðarráðstafana. Kaupsýslumaðurinn sem blaðið spurði næst, gerði lítið úr varnagla læknanemans en sagði: — Það hefir máske ekki verið hugsað svo mikið uin heimanmundinn og efnahag konuefnisins og áður, en hafi svo verið, þá eru tímarnir breyttir. Nú er krepputími og atvinnuleysi og erf- itt að bjarga sjálfum sjer hvað þá heilli fjölskyldu. Það er því jiýðing- armikið atriði hvort konuefnið er rikt eða hvort það hefir fengið þá mentun, að hún geti hjálpað til að vinna fyrir heimilinu. Það styður líka gengi mannsins í mannfjelaginu, að húsmóðirin komi vel fyrir og kunni að umgangast fólk. Maður verður líka að veita þvi athygli, hvernig tengdamóðurin er, þvi að eplið fellur sjaldnast langt frá eik- inni. — Finst yður nokkuð atliugavert við það, þó að stúlkan hafi verið gefin fyrir að dufla meðan hún var ólofuð? — Æ, nei, segja piltarnir og ypta öxlum. Við heimtum sjálfir svo mik- ið frjálsræði, að það væri ósamræmi í því, að unna ekki stúlkunum hins sama, en þó innán ákveðinna tak- marka og alls ekki eftir að þær hafa trúlofast. Einn roskinn ógiftur maður svar- ar svo: — Það sem mest ríður á af öllu er, að konan hafi sameiginleg áhugamál með manninum sínum. Auk þess á hún að vera glaðlynd og blátt áfram og hafa móðurlegar til- finningar. Hafið jiið tekið eftir, hvað sumar ungar stúlkur geta verið ynd- islegar þegar þær eru að leika sjer við ungbörn eða horfa á þau? Þess- ar stúlkur verða ábyggilega um- hyggjusainar mæður. Kunnið þjer við að kvenfólkið farði sig? er spurningin, sem einn er látinn svara. — Já, ef það er gert í hófi gerir jiað ekkert til, en sumar stúlkur rata ekki meðalhófið í þessum efn- um og gera sig viðbjóðslegar með of sterkum litum. Og það er and- styggilegt þegar duftið rýkur af stúlkunum þegar maður kemur í ná- munda við þær. Það kemur stundum fyrir í dansi, að maður á erfitt með að draga andann vegna duftsins sem rýkur af stúlkunum, sem maður dansar við. — Aðal inntakið úr öllum svörunum er þetta: Stúlkan á að vera látlaus, hreinlynd, tilhaldssöm i hófi og góð- ur fjelagi mannsins síns. Stúfuð Egg. Harðsjóð 4 egg og skift hverju þeirra í fjóra parta og legg þá á fat. Ger jafning úr 25 gr. smjöri, 25 gr. hveiti og 2 desil. rjómablöndu og hell yfir. Blanda i jafninginn mat- skeið af hollenskri sósu, 2 teskeið- um af citronsaft, salti og hakkaðri pjetursselju. Brúnið fjórar sneiðar af hveiti- brauði, skorpulausu skornu í lengj- ur, í smjöri. Stingið lengjunuum niður í eggjastúfinginn og leggið tvo tómata skorna í sneiðar utan með. Yfir alt þetta er svo stráð hakkaðri pjetursselju. Þrettán ára gamall drengur í Am- eríku, sem heitir Robert Wadlow er orðinn um 7 fet á hæð og vegur 280 pund. Hvað skyldi hann verða hár og þungur „þegar hann er orðinn slór?“ ----x---- ítalski miljónamæringurinn Scar- ciglia frá Lecco varð níræður fyrir skömmu og gat ekki fundið annan betur við eigandi hátt að fagna þess- um degi með en að gifta sig. Konan c-r ekkja eftir liðsforingja sem fjell i slriðinu og er 53 ára gömul. IDOZAN er af öllum læknum álitið framúrskarandi blóðaukandi og styrkjandi járnmeðal. Fæst í öllum lyfjabúðum. ■ Pósthúut. 2 .| Reykjavík j Stmar 542 . 254 ! oe | Mltramkv.itl.l 1 ! Alialenskt fyrirtæki. •Allsk. bruna- og sjó-vátryggingar. j | Hversri betri nje áreiöanlegri viöskifti. | Leitiö upplýsinffa hjá nœsta umboösmanni. ■ VAN HOUTENS konfekt og átsúkkulaði er annálað um allan heim fyrir gæði. Stórfeld Wienar-nýumj: Hárliðunargreiðan Heimseinkaleyfi, verndað í öllum menningarlöndum. Með almennri greiðu hárliðunargreiðunnar „VIENA“. Þessi greiða liðar og viðheldur lið- un hárs yðar, ef þjer aðeins notið hana daglega. Þjer fáið indæla hár- liðun þegar við fyrstu notkun. A- byrgjumst góSan árangur og holl á- lirif. Höfum hundruð þakkarbrjefa frá ánægðum notendum, meðal ann- ars frægum kvikmyndaleikkonum. „Viena“-greiðan er ómissandi öllum konum og körlum, sem vilja láta hár- ið fara vel. Verð d. kr. 2.50 að við- bættu burðargjaldi, 2 stk. burðar- gjaldsfrítt. Send gegn póstkröfu.... Notkunarfyrirsögn fylgir. Wiener Kosmetisk Industri Skandinavisk Depot Köbmagergade 46 Köbenhavn K. t

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.