Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1931, Blaðsíða 8

Fálkinn - 12.09.1931, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N fræðimönnum Norðmanna í al- þjóðarjetti og hefir mikla reynslu frá fyrri tíð. Þannig var liann ritari gerðardóms er skar úr deilu um nám- ur í Marokkó og einnig tólc hann þátt í samningagerðunum um Austur-Grænland, er Norð- menn og Danir gerðu 192ð. Síamsbúar eru mikil framfaraþjóð og hafa á síðustu áratugum fært sjer fjöl- margt i nyt af reynslu vestrænu þjóð- anna í verklegri menningu. Þeir hafa lagt járnbrautir og síma, reka full- komnar útvarpsstöðvar og hafa tekið flugvjelar til póstflutninga. Á hverju einasta ári senda þeir hópa af ungum mönnum til náms við vestræna skóla, einkum enska og þýska og margir þessara manna eru af konungsættinni, því að Síamskonungar lifa í fjölkvæni og hafa sumir þeirra átt á þriðja hundrað börn. Er því prinstitillinn ærið algengur í Síam. En þrátt fyrir allar verklegar framkvæmdir halda þeir trútt við gamlan átrúnað og þjóð- siði og eru sumir þeirra skrítnir. Til dæmis sá, sem myndin hjer til vinstri sínir. Þegar rigningartíminn hefst er lialdin stóreflis hátið iil þess að fagna regninu og óska góðs árferðis og upp- skeru. Landbúnaðarráðherrann sjálfur plægir í nafni konungsins svolitla landspildu og við hefir allskonar sær- ingar til þess að greiða fyrir góðærinu. Sjest þessi athöfn á myndinni. Friðsamleg orusta var nýlega háð við einn baðstaðinn við Eystrasalt. Hafði landvarnarliðið heræfingar þar og „Ijek“ orustu við sjálft sig, skipaði á land fallbyssum og Ijek allskonar manndrápslistir og höfðu baðgestirnir mestu skemtun af. dæmd og úrskurðaði rjetturinn, að hún skyldi fá 100.000 lcr. fyr- ir snúð sinn. Nú hefir lögunum verið breytt enda var mál til komið. En það er talið vafamál hvort ungfrú Orphen tekur við þóknuninni. Hún segist ekki hafa stefnt lwikmyndahúsunum til þess að græða peninga, held- ur af trúarbragðaástæðum. Hún er rammur puritani og vill halda hvíldardaginn heilagan. Þessi mynd er af Steenberg Bull sendiráði, sem Norðmenn hafa sent til Haag til þess að annast málatilbúning undir málsókn Dana á hendur Norð- mönnum út af Grænlandi. Er hann talinn einn af færustu Stúlkan hjerna til hægri fjekk nýlega í lófann. Hún lieitir Mil- ly Orpen og vinnur á skrifstofu. Það var hún, sem gat ráðið það af enslcu helgidagalöggjöfinni frá 1781 að óleyfilegt væri að liafa kvikmyndasýningar á sunnudögum og stefndi nokkr- um kvikmyndahúsum í Lond- on og fjekk þau dæmd í sektir og bætur. Samkvæmt lögunum átti hún rjett á þóknun fyrir að hafa fengið kvikmyndahúsin Þetta er skopmynd úr þýsku blaði og sýnir tvo starfsmenn þjóðbankans innan um hauga af gullpokum og seðlum. En textinn hljóðar svona' „Heyrðu Meyer, geturðu ekki lánað mjer 5 mörk“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.