Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1931, Blaðsíða 4

Fálkinn - 12.09.1931, Blaðsíða 4
4 F A L K 1 N N Þéssir tveir ungii menn, sem myndirnar eru af hjer að ofan ætla að skemta Reykvíkingum í næstu viku. Eru það þeir Einar Kristjánsson söngvari og Garðar Þorsteinsson cand. theol. Þeir eru báðir orðnir Reykvíkingum og landsmönnum yfirleitt að góðu kunnir, því að báðir hafa þeir sungið opinberlega og hafa góða rödd og eru smekkmenn á hljómlist. Hefir þótt góð skemt- un að hlusta á þá hvorn í sínu lagi, og þá verður ekki laka að heyra þá báða saman. Þeir syngja báðir einsöngva en auk þess hafa þeir í boði skemtun, sem er fremur sjaldgæf hjer, því að þeir ætla að syngja dú- etta. Bæði úr „Gluntarne“ og eins úr söngleikjum. Þarf ekki að draga i efa að þetta verður ánægjuleg skemtun. Söngmenn- irnir gera ráð fyrir að fara utan um næstu mánaðarmót til frek- ara söngnáms í Þýskalandi. Þorvaldur Magnússon.fyr bóndi á Rauðsstöðum i Arnarfirði, Tjarnargötu 10A varð 75 ára 27. f. m. Niels Chr. Nielsen pakkhúsfor- maður verður sextugur 16. þ. m. Har. O. Andersen verslunar- stjóri verður fertugur á morg- un. Jón Halldórsson trjsmíðameist- ari verður sextugur 15. þ. m. Þjóðhátíð Vestmannaeyinga. V estmanneyingar halda á hverju ári þjóðhátíð sína í Herj- ólfsdal. Tjalda þeir þar tjöldum sínum og dvelja daglangt við allskonar skemtanir. Er staður- fagur og kjörinn til slíks hátíða- halds. í sumar hjelt Iþróttasam- band íslands meistaramót i sambandi við hátíðina og var þar óvenju fjölment, eins og myndirnar sem hjer fylgja, bera með sjer. Myndirnar tók Sigur- jón Jónsson úrsmiður Guðný Kristín Finnsdóttir varð sextug 3. þ. m. í þorpinu Vandanconlt skamt frá París fyrirfór þrettán ára gamall drengur sjer nýlega af hræðslu við refsingu foreldra sinna. Hann hafði borað gat á hring á reiðhjóli sem lcona ein átti og hafði hún haft í hót- unum við hann og skaminað hann svo, að hann þorði alls ekki að fara heim tii sín, en náði einhversstaðar í gamla skammbyssu og skaut sig með henni. ----x---- Áttræður karl í Noregi hjólaði í síðasta mánuði frá Mosjöen í Norð- Guðrún Sigurðardóttir, Fram- nesvegi 2 verður áttræð 1S. þ.m. ur-Noregi til Oslo. Er leiðin 1020 kilómetrar og var karlinn 16 daga á leiðinni. Á Laugav. 2 gjörið þjer bestu kíkiskaup Ennfremur fáiö þjer ná- kvæma og ókeypis gler- augnamátun á Laugav. 2

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.