Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 12.09.1931, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Osto: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. íslenskir bændur höfðu rekið rán- yrkju í þúsund ár, er þeim fór að verða ijóst, að þeir kunnu ekki að búa og að það yrði ekki til fram- búðar, að taka jafnan móti afrakstri jarðarinnar án þess að gefa henni neitt í staðinn. Þeir höfðu rofið hringrás náttúrulögmálsins og land- inu hrörnaði. Skógarnir hurfu, völlur bljes upp og varð að sandi en engið megraðist. Og þúfurnar stóðu i tún- unum; á sama stað og á lýðveldis- öld. Orfhólkar og skotskir ljáir voru lielstu búnaðarframfarirnar, haug- kvörn var á stöku stað, en plógur og herfi viltist inn í suma hreppa og þó mestu „rarítet". í þessu efni hefir orðið bylting, og eiginlega ekki nema fáein ár síðan hún hófst. Fyrir tilraunir þarfra manna og stofnana liefir fengist reynsla um, að það getur verið arð- vænlegt að rækta hjer land með sán- ingu, þannig að nýræktin fari að horga sig þegar i stað, og þegar þessi linútur var leystur brá svo við, að eftir alda kyrstöðu fóru bændur áð gerasi framfaramenn og trúa á land- ið. Löggjafarvaldið hljóp undir bagg- ann og með jarðræktarlögum og fleiri skyldum lögum, var ljett undir og ieiðir opnaðar lil ]iess að ráðast í fyrirtæki, sem ella hefði orðið ó- kleyf. Og nú teljast þeir bændur „aflurúr“, sem ekkert vinna að jarðabótum, ekki færa út túnin og ekki bæta lnisin, ekki þurka mýr- arnar. Búskapur íslendinga stefnir ótví- rætt í þá ált, að heyfengur fáist allur eða mestallur á ræktuðu landi. Fólksfæðin lil sveita hefir valdið ( því, að menn ýmist komast ekki yfir, að slá ljelegt útengi eða þykir það ekki borga sig. Þeir bændur eru þegar til, sem alls ekki hera ljá í út- engi, þeir bændur eru líka til, sem varla hera annan Ijá í gras, en hinn tenta ljá sláttuvjelarinnar. Það þóttu framfarir er útgerðar- menn tóku aflvjelina og nýtísku veiðiáhöld í þjónustu sína, og þær framfarir hafa hrint þjóðarhagnum vel á leið, bæði til sjós og lands, því að ekki verður því neitað, að frá sjávarúveginum er komið mikið af afli i þeirra hluta, sem gerðir eru nú í sveitunum. Þ.ánnig styður hvað annað og samhjálpin gerir krafta- verk. Ein stjettin getur ekki án ann- arar verið, þvi að stofninn er sá sami og verður sá sami, hvernig sem velt- ist, og hversu lengi sem greinarnar æpa hver að annari: skríll, mosa- skeggjar, eyðslustjett, bændalyddur! En stofninn gildnar ekki á meðan. Erlch Maria Remargue off söflur hans. Þess gerast dæmi að nýir rithöf- undar sigra með fyrstu bókinni er þeir gefa út. Sumir þjóð sína en fá- ir allan lesandi heim. Leið rithöf- unda til frægðar og viðurkenningar, er torfarin, eins og allra annara listamanna. Sá sem lnestan sigurinn hefir unnið á ritvellinum á þessari öld er tvímælalaust skáldið E. M. Remarqe, höfundur bókanna „Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum“ og „Vjer hjeld- um heim“, sem báðar hafa verið gefnar út á íslensku, sú siðari nú í sumar. Remarque ólst upp hjá foreldrum sinum i Westfalen; hann var draum- lyridur og lineigður fyrir listir, ósk- aði helst að verða tónskáld eða mál- ari. Seytján ára gamal vaknaði hann af æskudraumum sín'um við járn- harðan veruleikann; hann var send- ur á vigvöllinn, tit i ægilegustu skelfingar ógna og dauða. Hann kom þaðan aftur ósærður á líkama, en hugsjónaborgir hans voru fallnar í rústir, og ætljörðin var ekki þess um komin, að launa honum og fje- lögum hans dygga þjónustu. Hann flæktist á milli bæja og hafði ofan af fyrir sjer með því að selja bænda- konum álnavöru, seinna seldi hann legsteina, varð undirtylla á skrif- stofu, um eitt skeið organisti — á fábjánahæli! Og loks barnakennari. Hann giftist og fjekk skömmu síðar slöðu á bílasmiðju, við að semja aug- lýsingar og skrifa pjesa um bifreiða- hringi og þvílíkt. Þá varð hann blaðamaður við iþróttablað og vann haki brotnu; um það leyti samdi hann líka ljelega lögreglusögu, sem aldrei kom á prent. Þá fór hann að skrifa niður endurminningar og dag- hókarbrot frá striðsárunum og úr þeim varð bókin „Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum“ — sem liann skrifaði á sex vikum. Kona hans og kunningjar gerðu sjer miklar vonir um bókina, en sjálfur hafði liann litla trú á henni. Þau fengu hann eftir mikið stapp til þess að bjóða liana Scherl-forlag- inu mikla i Berlin, en hann fjekk handritið þaðan aftur, með þeim um- mælum, að svona hækur vildi fólk ekki lesa. Remarque tók sjer þetta ckki nærri, hann hafði búist við því. Hann stakk handritinu niður í slcúffu, en vinir hans lintu ekki lát- um fyr en hann fór á kreik með það á nýjan leik. Hann fór til annars forlags, en fjekk sama svar. Loks fór hann lil hins fræga Ullsteins- forlags. Eftir nokkra daga fjekk hann svar um, að bókin yrði gefin út. .Hann hafði húist við að fá 1000 mörk í höfundarlaun, en voru hoðin 7000. Hann trúði ekki sinum eigin eyrum og hjelt að boðið væri 700 og drap þá á, að hann væri i samning- um við annað forlag. „Úr því að svo er skulum við hjóða yður 20.000 hið „hreina «o klára“ LUX lðður vernda yndisleik nýju nærfatanna jrðar. Skaðlaust sem tært vatn. '•í-LX 292-10 Er það ekki notalegt að fara í ný silkinærföt, eða þá nærldæði, sem Gjörð eru úr beslu og mýkstu ull? Og tr það ekki ergilegt, þegar slikar flíluir spillast strax í fyrsta þvotti — hinir viðkvæmu þræðir lilaupa í snurður, ullarþræðirnir Iilaupa saman í þófaberði við núninginn. — Fíngerð klæði þurfa varkáran þvott, og það er einmitt fyrir slík klæði sem LUX er aðal- lega búin til. — LUX er svo iireint og ómengað að .öðrið sem af því verður er jafn milt og mýksta vatn. — Þessu hreirisandi skúmi þarf ekki að hjálpa með því ið nugga þvottinn. LUX lireinsar livern þráð í flík- nni án þess að á henni sjáist nokkur merki um slit. — Afiur og aftur fáið ]ijer nærfötin yðar úr þvotti og dtaf eru þau jafn yndisleg og þegar þau voru ný. Galdurinn er ekki annar en sá að nota LUX. Hafið þjer reynt það. LUX LEVER BROTHERS LIMITED. PORT SUNLIGHT,ENGLAND. Litlir pakkar 0.30. Stórir pakkar 0.60. mörk,“ sagði forstjórinn, — „með því skilyrði að við fáum öll rjett- indi að bókinni. Remarque þótti þetta líkast æfin- týri og undirskrifaði samstundis samning. Síðar kom það fram, að þó hann yrði ánægður með samn- inginn mátti forlagið þó vera enn ánægðara. Eftir mánuð frá útkomu bókarinnar var nafn hans á allra vörum um alt Þýskaland og allir lof- uðu bókina nema þeir fáu aftur- haldsmenn, sem fanst að þar kendi eigi hins eina sanna „hermensku- anda“. Forlagið jós saman peningum og Remarque fór að iðrast eftir samninginn. En því fórst vel við höfundinn og gerði við hann nýjan sámning, þannig að hann fjekk hálft mark af hverju eintaki bókarinnar. Á tveimur árum var „Tíðinda- laust“ selt í 314 miljón eintaka í heiminum, þaraf yfir miljón af þýsku útgáfunni, og bókin var þýdd á 25 tungumál. Remarque var mest lesni höfundur í heimi. Blaðadómendum har nokkurn- veginn saman um, að enginn höf- undur gæti skrifað framhald við þessa bók, svo efnisrík var hún og svo vel þótli honum hafa tekist að lýsa hugsunarhælti ungu mannanna, sem att var út í stríðið, og svo meistaralegar voru lýsingar hans á lífinu í skotgröfunum. Síðari sigur Remarque, með hókinni „Vjer hjeld- um heim“ varð þó ekki minni en sá fyrri. Þessi bók er í engu síðri fyrri bókinni, en i mörgu tilliti fremri, frásagnarlistin er meiri, lormið fastara og efnið: hvað við tók h.já þýsku hermönnunum, þegar þeir leggja af stað heim úr „hörm- unginni miklu“ er engari veginn ó- fróðlegra en lýsingin á skotgrafa- lifinu í fyrri sögunni. Hún er sann- kallað meistaraverk, sem enginn læs maður ælti að láta ólesið. Það, að sögur þessar hafa konrið út nær samtimis á íslensku og heimsmálunum er útaf fyrir sig tákn þess, að hjer sje um óvenjulegar bækur að ræða, því að íslendingar hafa yfirleitt gert litið að þvi, að þýða erlendar bækur. En svo sterk voru áhrif fyrri bókarinnar alla leið hingað, að hún var þýdd og gefin út. Og síðari bókin hlaut að koma á eftir. Eins og „Tíðindalaust" var í flestu lilliti merkilegasta bólcin, sem út kom í fyrra, svo er „Vjer hjeldum heim“ það í ár. Þessar bækur ættu að komast inn á hvert einasta heim- ili, ekki aðeins vegna listgildis ]ieirra, heldur jafnframt vegna þess, að naumast er til það skrif i ver- öldinni, sem getur betur vakið and- stygð allra hugsandi manna á ó- friðnum og ógnum hans. F.A.Thiele Bankastr. 4. Þar fást Sjónaukar mjög ódýrir. — Lestr- argleraugu, með ókeypis mátun. Sólskygni, Sólgleraugu o. fl. V I K U R I T I Ð kemur út einu sinni í viku 32 bls. i senn. Verð 35 aurar Flytur spennandi framhalds- sögur eftir þekta höfunda. Tekið á móti áskrifendum á afgr. Morgunbl. — Simi 500. 19 h e f t i útkomin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.