Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1931, Blaðsíða 14

Fálkinn - 12.09.1931, Blaðsíða 14
14 F A L K 1 N N Frh. af bls. 5 ekki er einskisvirði að menn þekki til þess og sjeu því hlynt- ir, þó ekki geti verið um beina þálttöku að ræða. Nóg eru tækifærin til að fræða aðra um kristniboðið, þ. e. a. s. ef maður er þá fróður um það sjálfur. Auðvitað eiga krist- niboðsvinir að gera þá lcröfu til sjálfs sín, að vera ekki alls ó- kunnugt um sögu þess, starfs- aðferðir og árangur. Parker heitir enskur kristni- boði í Kína. Hann liefir unnið þar að kristniboði í nálega sex tugi ára. Einu sinni átti jeg tal við hann um Guðs ríki, komu þess um víða veröld. Talaði gamli maðurinn látlaust og var mikið niðri fyrir. Skarst kona hans að lokum í leikinn og bað bann að láta mig komast að, en tala minna sjálfur, þó jeg síst óskaði þess. Bað hann mig af- sökunar, en bætti við:„ Jeg get ekki að því gert. I am just full of it!“ Hvað ætti fremur að fylla beila okkar og björtu en Guðs ríki, málefni Krists, kristniboð- ið!— En það finst manni naum- ast erfitt að tala um við aðra, sem hjartað er fult af. „Því af nægtum hjartans mælir munn- urinn.“ Eins og nú standa sakir finst mjer að ekki verði of mikil á- hersla lögð á þetta, að við sjálf kynnumst kristniboðinu og ger- um okkar ítrasta til að fræða aðra um það. Það mælir með sjer sjálft, kynnist menn því að- eins. Það snýr sjer til samvisk- unnar, skýtur máli sínu til trú- arvitundarinnar og innrætisins. — Þeim sem gefist hafa Drotni, þykir ekkert velferðarmál hug- næmara en kristniboðið. Ef kristniboðsvinir lieima beindu þeirri spurningu til mín, með livaða móti áhugi verði vakinn á kristniboðinu bjá öðrum, þá mundi jeg svara eitthvað á þessa leið: 1. Lifðu heilbrigðu trúarlífi. Reyndu svo í bæn og verki að bjálpa öðrum í trúarefnum. Með glæðingu trúarlifsins vakn- ar áhugi á málefnum Krists sjálfkrafa. Þá mun elcki skorta kristniboðsáhuga, liætti menn að lifa sjálfum sjer, „heldur honum, sem fyrir þá er dáinn og upprisinn." 2. Áhugi annara verður ekki vakinn með öðru móti fremur, en að þú sýnir í orði og verki að þú brennir af áhuga sjálfur. Ef þú t. d. ljetir þig aldrei vanta á trúboðsfundi; teldir aðra tii að ganga í fjelögin eða mynda ný fjelög; reyndir að breiða út blöð og rit um kristniboðsmál- ið, svo þú stæðir jafnvel advent- istum á sporði; segðir vinum þínum frá starfsviðleitni krist- niboða ykkar; ljetir samskota- hylki standa á áberandi stað á heimili þínu, o. s. frv., -— þá mundi naumast bjá því fara að einhver yrði árangurinn, og þjer til mikillar gleði. Reynt gætir þú að fara þess á •leit við prestinn þinn, berir þú það traust til hans, að hann geti fægi og hreinsunarduftið. Hafið það ávait við hend- ina. Tin verður eins og siifur og kopar eins og gull. Það rispar ekki við- kvæmustu málma. Notið V I M á öll búsáhöld. Það er selt í dósum og pökkum og fæst alsfaðar. M V 122-10 IEVER BROTHERS LIMITEO.PORT SUNLIGHT. ENGLANB 1 pökkum á 0.25. í dósum á 0.60. krisniboðsins öðruhvorn á stólnum. Henry Ussing, stiftprófastur í Danmörku, segist aldrei hafa minst á kristniboðið í stólræðu fyrstu prestskapar árin. Svo fór liann að halda kristniboðsguðs- þjónustur. Gafst það svo vel, að honum fanst það veraof sjaldan og of dreift, eins og tilviljun rjeði. Fór bann þá að nefna kristniboðið iðulega, og upp- götvaði þá að textarnir gefa til- efni til þess. Og með þessu móti komst það inn í meðvitund manna, að kristniboðið væri einn þáttur safnaðarlífsins. En jafnframt hjelt hann kristni- boðsguðsþjónustur, eins og eðli- legt og sjálfsagt er. Horfna miljónin. Skáldsaga eftir Edgar Wallace. gerst hafði um nóttina. Hún hafði vaknað við skothvell og beyrt Tod segja: „Hún liljóp niður að naustinni“. Eftir það vissi hún ekkert. „Og livað ætlið þjer nú að gera við mig?“ spurði liún. IJann liristi höfuðið. „Hvað get jeg gert við yður, Júlía? Jeg býst við að þjer verðið að þola liegningu yðar til bluttöku í þess- um morðum“. „Jeg veít ekkert um þessi morð“, sagði bún. „Tod bafði okkur aldrei með í ráðum um þessháttar. Han annaðist það alt sjálfur. Er það satt, er Coleman dauður — eruð þjer viss um það? Getið þjer svarið það?“ „Já, jeg sver það“, sagði Jim forviða. „Hversvegna rengið þjer mig?“ „Þá get jeg sagt yður nokkuð. Það var liann, sem drap Parker, en honum fórst það svo klaufalega. Það sagði Tod og þessvegna barði liann CoIeman“. „Hvernig var samband Tods við yður“, spurði Jim álasandi. „Það var ekkert“, sagði hún. „Jeg er óspilt bvað því viðvíkur — eins og þegar jeg var barn. Og Tod reyndi aldrei að fleka mig, bann var ekki hneigður til samvista við konur. IJann er að sumu leyti ekki eins og aðrir menn. Jeg get ekki sagt yður fleira, Jimmy, en þjer verðið að reyna að bramsa bann sem fyrst, því að annars hremmir bann yður. Hann barði mig af því að hann hjelt jeg sæti á svikráðum við sig og dró það af því, að jeg bafði lánað Joan byssuna. Og bcfði mjólkursendillinn ekki komið bjer snemma í morgun mundi jeg engum boðuin bafa getað komið til yðar. Jeg gat ekki leyst af mjer böndin, en flutti mig áfram þuml- ung eftir þumling að skrifborðinu og gat skrifað skeytið“. Nú skildi Jinnny samhengið. „Og undir símskeytið skrifuðuð þjer svo orðsending til mjólkursendilsins um að kalla lögreglu- þjón hingað til þessað brjóta upp hurðina“. Hún kinkaði kolli. „En drengurinn befir ekki lesið skeytið heldur aðeins sent það. Hvernig gátuð þjer komið því til hans?“ „Jeg gat fleygt því út um opna gluggann ásamt peningunutti, sem jeg náði í töskunni minni. Jeg reyndi lika að tala við liann en bann skildi mig ekki — enda var glugginn aðeins lítið opinn“. Síminn hafði verið tekinn úr sambandi og Jimmy fór því út á veginn til þess að ná í einhvern, sem gæti komið boðum til lög- reglunnar í Marlow. Skömmu síðar bar þar að mann á hjóli og með honum sendi Jim boðin. Ilann sat inni og var að tala við stúlk- una þegar hann heyrði heyrði þungt fótatak niðri i búsinu og vissi bann þá að lögreglan mundi vera komin. Hvort ssm það er rjett eða rangt, Dóra, þá minnist jeg ekkert á lilutdeild yðar í þessu samsæri,“ mælti liann. „Þjer getið sagt lögreglunni það sama sem þjer hafið sagt mjer, nema slept að minnast á Tod — liann verður að vera ókunnur, skiljið þjer. Það befir aðeins einhver ræningi brotist inn í liúsið.“ Hún kinkaði kolli. „Þjer eruð svo góður við mig,“ sagði bún lágt. „Jimmy!“ Hann var kominn út að dyrum, en sneri sjer við. „Jeg elska Rex, það er alt og sumt,“ sagði liún og röddin titraði. „Þjer þurfið ekki að trúa mjer — jeg býst varla við, að þjer ger- ið það. Jeg var með í samsærinu til að liafa af lionum fje bans, en jeg elskaði hann samt og elska hann enn.“ Augnabliki síðar liafði Jim gleymt Dóru og öllu því er liana snerti. Nú bugsaði hann aðeins um eitt — og það var Joan. Hann fjekk alla þá menn, sem bann gat náð í, til þess að leita meðfram ánni, yfirheyra slífluverðina og Ieita þarna í kring, en það eina sem hafðist upp úr því var að bátur- inn fanst á árbotninum vestan við Cock- hamstífluna. Jim fór aftur til Scotland Yard undir kvöld sjúkur á sál og líkama, en þar beið lians nýtt verkefni. Hann var varla sestur þegar Levy fulltrúi, sem hafði fengið stöðu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.