Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1931, Blaðsíða 9

Fálkinn - 12.09.1931, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 S= - V'' ■:' •• • :■• ■ Þetta vatnsreiðhjól er síðasta nýjung frá baðstaðnum Miami í Florida. Það fer harðar en maður syndir og getur ekki sokkið eða oltið um. Ef til vill getur maður lagst og hvílt sig á því úti á sjó. Þessi gamli hebreski læknir si tur á torginu i Mosul og selur lyf við öllum sjúkdómum í mönnu m og skepnum. Hann lætur eng- an sleppa hjá án þess að spyrja hann um, hvort hann sje ekki veikur. Myndin til vinstri sannar, að mótorhjól geta borið mikið og farið fulla ferð með. Á hjólinu eru átta manns, eða meira en venjulegum 5 manna bifreiðum er leyft að flytja. En varla getur það verið þægilegt að ferðast langt við áttunda mann á hjóli. Að minsta kosti ekki á vegunum hjerna. Sigurvegarinn í skotfimi á móti því sem árlega er hald- ið í Bisley á Englandi, er jafnan, samkvæmt æfagam- alli venju borinn í burðar- stól fram og aftur um alt á- horfendasvæðið, svo að sem flestir geti sjeð hann. Hjer á myndinni t. h. sjest sigur- vegari þessa árs, A.G.FuIton Skömmu eftir að Post og Gatty hjeldu tveir aðrir Ameríku- höfðu flogið lcringum hnöttinn menn, Herndon og Pangborn af stað og þótust ætla að setja nýtt met. Þeir komust alla leið til Tokíó, á lengri tíma þó en Post og Gatty, en þaðan barst sú fregn, að þeir væru hættir við flugið. Ástæðan var góð og gild: japanska hermálastjórnin hafði látið taka þá fasta og á- kærði þá fyrir njósnir. Er sagt að þeir hafi tekið myndir af ýmsum helstu virkjum Japana. Bandaríkjamenn neita þessu. Myndin t. li. er af flugmönnun- um í vjel þeirra. Frægasti hugvitsmaður heims- ins, Thomas Alva Edison, hefir legið mikið veikur í sumar; hafði hann orðið fyrir hitaslagi. Edison er nú orðin 84 ára gam- all og segist ekki lifa mjög lengi enn, en hinu hafði hann and- mælt kröftuglega, að hann væri lagstur banaleguna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.