Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1932, Blaðsíða 3

Fálkinn - 09.04.1932, Blaðsíða 3
t % F Á L K 1 N N VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Sravar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgad'j 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. i dag er siðasti dagur hinnar fyrstu islensku viku. Og í dag er einmitt vert, að gera sjálfum sjer grein fyrir, hvort þeir menn, sem upp á von og óvon rjeðust i það, að taka að sjer framkvæmdir þess- arar tilstofnunar, eigi þakkir skilið eða ekki fyrir það sem þeir gerðu. Sumir munu segja: þeir geta ver- ið ánægðir. íslenska vikan var ágæt auglýsing fyrir íslenskum iðnaði og framleiðslu og þeim hefir tekist að ná þeim tilgangi, sem þeir ætluðu að ná. Aðrir segja: það fór eftir vonum. íslensk framleiðsla og iðn- aður er nú ekjci fjölbreyttari en þetta, og það verður að hafa það. Þriðju segja: íslenska vikan sýndi það, sem allir vissu áður, að fram- leiðsla okkar er svo einhæf og lítil- fjörleg, að það er mont að vera að halda „íslenska viku“. Og þeir fjórðu srgja: Þökk sje þeim sem hófust handa um islensku vikuna. Hún er eina ljósið, sem við höfum sjeð í kreppunni. 1 Alt þetta hefir verið sagt og ótal margt fleira. Hvort menn hafa látið sjer nægja að skoða i búðarglugg- ana, eða hvort þeir hafa komist til skilnings á því, að menn styrkja hvorki íslenska framleiðslu nje ís- lensk skip, með því einu að skoða, en ekki að reyna það sem íslenskt er, skal enn ósagt látið. Væntanlega verða skýrslur gerðar um það bráð- lega — hvað þessa einu viku snert- ir, því að slíkt er sjálfsagt — og væntanlega skera hagskýrslurnar úr því síðar meir, fyrir ókomin ár og yfirstandandi. Allir hugsandi menn vona, að þær skýrslur verði allar íslandi í hag. Því að þetta er ekkert hjegóma- mál. Hjer er ekki verið að auglýsa vörutegundir frá innlenduin fram- leiðendum og iðnrekendum heldur er verið að augíýsa það, að hjer i landi sje íramleitt ýmislegt það, sem menn hugsunarlaust og andvaralaust kaupa frá útlöndum, af því að enn rikir sá huggsunarháttur að „bara ef lúsin útlend er, er þjer bitið sómi“. 1 þessum dálki liefir áður verið bent á ýmislegt af því, sem best lýs- ir þessum hugsunarhætti. Það skal ekki endurtekið. En annað skal end- urtekið og ætti að endurtakast í hverju einasta íslensku blaði þangað til fullur sigur er unninn. Og það er þetta: að mujia islensku vikuna. Muna, að hún er ekki útrunnin i kvöld. Muna, að ef íslendingar eiga að vera frjáls þjóð i frjálsu landi, þá verður íslenska vikan að vara um aldur og æfi. Og vaxa með hverri vlku — en ekki rjena. Nýr norskur konsiíll. Sem aðstoðarkonsúll við norsku aðalræðismannsskrifstofuna í Reykja vík er hingað kominn ungur norsk- ur maður, Per Wendelbo að nafni. Hann kemur liingað svo að segja beina leið frá Madrid ó Spáni, þar sem hann hefir verið ritari við norsku sendisveitina. En áður hefir hann verið starfsmaður við sendi- sveitina og aðalræðismannsskrif- stofuna norsku í París, samtals í 3 ár. Ennfremur hefir hann starfað við sendisveitina í Lissabon í Portú- ggal og um alllangt skeið var hann norskur ræðismaður í Chicago. Kyntist hann þar allmörgum lönd- um vorum vestra, var mikið í þeirra hópi og í íjelagsskap þeirra og að- stoðaði þá á ýmsa. lund. Per Wendelbo er gagnkunnugur fornsögunum og veit meira um okk- ar land, en flestir aðrir útlendingar, sem hingað koma. Hefir hann mik- inn hug ó þvi að kynnast nú öllu hjer sem best — og dvelja hjer lengi. Hr. Wendelbo, sem er fæddur 1891, er sonur hins þekta norska blaðainanns, Per Wendelbo’s, i'or- stjóra frjettastofunnar norslui, Norsk Telegrambyrð í Osló. Myndin hjer að ofan er af Jóni Gnðmundssyni stud. med. sem hlaut skákmeistaratignina á ui/ajstöðnu Skákþingi íslands. Er hann nýr af nátinni sem skákmeistari og sigraði hina eldri mjög frækilega. Hann fjekk öV‘2 vinning af sex moguleg- um, en síðasti skákmeistari, /ís- mundur Ásgeirsson fjekk ðVi vinn- ing, Eggert Gilfer 3 % vinning og Einar Þorvaldsson 2V? vinning. Síra Árni Björnsson, prófastur í Hafnarfirði andaðist 26. f. m. eftir þunga legu. Hann var fæddur 1. ágúst 1863 en útskrifaðist i'ir presta- skólanum 1887 og varð þá prestur í Reynistaðaklaustursprestakalli og þjónaði því til 1913, er hann varð presiur i Garðaprestakalli, en því þjónaði hann til dauðadags. Prófast- ur var hann 1908—1913 og svo 1916 og til æfiloka. — Með síra Árna hef- ir kirkjan mist einn af alira mæt- ustu kennimönnum sínum og söfn- nðir hans harma fráfall góðs sálu- sorgara, sem í engu viidi vamm sitt vita. Ungfrú Rigmor Hanson ætlar á morgun að halda danssýn- ingu í Gamla Bió. Siðan dansskóii þeirra systra höfst fyrir fimm árum hefir það að jafnaði verið venja þeirra að halda nemendasýningu í lok skólaársins til þess að aðstand- endur nemenda fengi færi á, að sjá framfarir þeirra i náminu, og hvað kent hefir verið, bæði af samkvæm- isdönsum og ballett. Verður sýning- in á morgun bæði nemendasýning og jafnframt dansar ungfrú Hanson sjálf. Hefir hún stjórnað skólanum ein.siðustu þrjú árin, síðan systir hennar fluttist úr landi, en notið aðsloðar móður sinnar og yngri systur. Sýningin á morgun verður þvi æði fjölbreytt og hefir að bjóða samkvæmisdansa, bajlett og dansa ungfrúarinnar sjálfrar, enda er þetta fimm ára afmæli skólans. Danssýningin og nemendasýning- in verður kl. 4 á morgun og skal hjer drepið á það helsta úr skemti- skránni. Fyrst sýna unglingar úr dansskólanum nútíma samkvæmis- dansa og börn sýna eldri dansa. — Þá sýnir ungfrú Hanson nokkra spánska sólódansa og ennfremur spánskan sigaunardans ásamt nokkr- um stúlkum, úr nemendalwpi henn- 3 Sigurður Einarsson, verslunar- mctður, Stokkseyri, varð sjöt- Ligur 3. þ. m. Jón Ölafsson, fyrverandi Menta- skólavörður, Vitastíg 11, verður sjötugur á morgun. Njáll Guðmundsson, trjesmið- ui, Njálsstöðum, Strandasýslu, verður sextugur 1Á. þ. m. ar; einnig sýnir flokkur og ungfrú Ása Hanson (ein) ungverska dansa. Þá verða sýndir ballettdansar (tá- dans), bæði af flokki, pardans og sólódans, en sjö telpur (þær yngstu aðeins þriggja ára) sýna brúðu- dansa. Einnig sýnir ungfrú Hanson nýtísku revydans, fjörugan og smell- inn, ásamt nokkrum piltum af skól- anum. Hún sýnir ennfremur þrjá skapgerðardansa (listdans), en þá grein danslistarinnar hefir hún eink- um lagt stund á. Er það gagmall dans, „Sorgmædd og Ijettlynd“ und- ir lagi eftir Beethoven, þá austur- lenskur dans, „Salome“ og loks „Dgnse Macabre“ (Dauðadansinn). Hjer er ekki alt upp talið, en þetta ætli að nægja til þess að gefa hug- mynd um, hve fjölbreytt þessi sýn- ing verður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.