Fálkinn - 13.07.1935, Qupperneq 7
FÁLKINN
7
Jeg var í svo ömurlegu skapi,
að jeg liefði farið að gráta hefði
jeg setið þegjandi áfram. Og
það liefði verið hneysa; að
gráta fyrir augunum á kven-
manni, sem ekki grjet sjálf.
Jeg ákvað að ávarpa hana.
„Hver liefir barið þig?“
spurði jeg. Jeg gat ekki í svip-
inn fundið neina hyggilegri eða
samúðarfyllri spurningu.
„Pasjka!“ svaraði hún hátt.
„Hver er það?“
„Unnustinn minn .... hak-
ari . .. . “
„Ber hann þig oft?“
Og alt í einu sneri hún sjer
að mjer og fór að segja frá; frá
Pasjka og sambúðinni þeirra.
Hún var portkona, Pasjka var
bakari, hann var með rauð-
brúnt yfirskegg og spilaði ágæt-
lega á harmoniku. Hann kom
til liennar í „húsið“ og henni
leist vel á hann vegna þess að
hann var svo snyrtilega til fara
og lireinlegur. Hann var í nær-
fötum, sem lilutu að hafa kost-
að fimtán rúblur og. á skóm
með liælum. Hún varð ástfang-
in af honum og liann fór að
hafa „viðskifti“ við hana; þau
voru i því fólgin, að hann tók
alla peningana hennar sem hún
l'jekk hjá öðrum gestum fyrir
sælgæti, og drakk sig fuilaii
fyrir þá. Hann harði liana lika,
en það gerði ekkert til; en upp
á síðkastið var hann farinn að
dingla við aðrar stúlkur og það
meira að segja fyrir augunum
á lienni ....
„Eins og það særi mig ekki?
Jeg er ekki verri en hinar. En
hann tekur þær fram yfir mig,
sláninn. í þrjú ár hefi jeg ein-
göngu lifað og starfað fyrir
hann og þegar jeg kom lieim
til hans fyrir skömnni þá sat
hann þar drukkinn með Dunju.
Jeg sagði við liann: Þorparinn
þinn, skílmennið! Þá harði
hann mig, hárreytti mig ....
en það gerði ekkerl til! En nú
er alt úti, hann hefir rifið
garmana mína i tætlur og eins
höfuðsjalið, það var alveg nýtt,
jeg hafði borgað finnn rúhlur
fyrir það .... Herra minn trúr!
Hvað á jeg nú að gera?“ spurði
liún alt i einu, með angurværri
og örvæntandi röddu.
Vindurinn ýlfraði, h.ann fór
sívaxandi. Tennurnar glömruðu
í munninum á mjer, hún skalf
af kulda og færði sig svo nærri
mjer að jeg gat sjeð i starandi
augun á henni.
„Þið karlmennirnir eruð mikl-
ir þorparar. Jeg skyldi með
glöðu geði merja ykkur alla í
kássu, án nokkurrar miskunn-
ar! Fyrst i stað eruð þið fínir
og auðmjúkir eins og lnindar,
maður trúir ykkur, en innan
skamms er úti um það, og þið
troðið okkur í skarnið ....
þorpararnir!“
Hún notaði hin margvisleg-
ustu skalnmaryrði en í reiði-
lestri hennar var hvorki hatur
eða gremja til þorparanna. Hún
talaði rólega og ofsalaust og
röddin var angurvær.
Og samt sem áður liafði þetta
dýpri áhrif á mig en allar liin-
ar íallegu og sannfærandi ræð-
ur og bækur, sem jeg hafði
heyrt og lesið áður, og þetta
kom af því, að ástríður liins
deyjandi eru miklu eðlilegri og
sterkari en hin nákvæmasta og
listfengasta lýsing á dauðanum.
Jeg var í mesta angurskapi,
en sannast að segja meira vegna
kuldans en af frásögn vinkonu
minnar og jeg rak upp lága
stunu milli glamrandi tann-
anna.
í sama bili snertu tvær kald-
ar hendur mig — önnur kom
við hálsinn og hin fálmaði eftir
andlitinu á mjer, og samtímis
spurði hún skjálfandi og með
viðkvæmni:
„Hvað gengur að þjer?“
Það var eins og einliver ann-
ar væri að spyrja mig, en ekki
Natasja, sem óskaði öllum karl-
mönnum í ystu myrkur; en að
vörmu spori spurði lnin aftur,
fljótmælt og áköf:
„Hvað gengur að þjer? Er
þjer kalt? Veslingurinn, situr
þú þarna og steinþegir eins og
ugla. Þú hefðir .getað sagt mjer
fyrir löngu að þjer væiá kált
.... Legstu niður í hátinn og
svo legst jeg við hliðina á þjer
.... Svona .... Nú tekurðu
báðum höndum utan um mig
.... fast .... svona, nú fer þjer
að hlýna . . . . og á eftir þrýst-
um við bökunum saman ....
og svo líður nóttin .... Hef-
irðu verið rekinn úr vistinni
fyrir óreglu .... Það er sama!“
Hún var að hugga mig! ....
Hún var að tala í mig kjark!
Þrisvar sinnum bölvaður sje
jeg! .... Hvílík kaldhæðni!
Hugsið yður! I þá daga gerði
jeg mjer i alvöru áhyggjur út
af örlögum manna, dreymdi um
endurbætur á þjóðfjelagsskip-
uninni, um stjórnarfarslegar
byltingar, las ýmiskonar djöf-
ullega flóknar bækur, sem vissu
lega voru öllum óskiljanlegar
og höfundinum líka, og. reyndi
að gera úr mjer „afar þarfan
mann í þjóðfjelaginu“. Jeg hjelt
líka, að mjer hefði þegar tek-
ist að nokkru leyti að ná þessu
marki, að minsta kosti var jeg
kominn það langl áleiðis að
jeg taldi tilveru mína á jörðinni
óhjákvæmilegt atriði i niann-
kynssögunni, og nú hlýjaði
þessi skækja mjer með likama
sínum, ógæfusöm vera, sem áUi
livergi atlivarf í lífinu, sem jeg
ekki hafði getað hjálpað fyr
en hún hjálpaði mjer, og sem
jeg í rauninni gat alls ekki
hjálpað.
Æ, hve nærri lá mjer við að
halda, að þetta væri alt draum-
ur, flónslegur, raunalegur
draumur ....
En æ, jeg gat ekki haldið
þetta meðan kaldir regndrop-
FRÆGASTA DERBY-HLAUP
HEIMSINS
kölluðu Englendingar hlaupiíS,
sem fram fór nútia nýlega á hinni
gamajkunnu veðhlaupabraut í Ep-
som. Var þar komið saman úrval
af hestum úr öllum áttum, og sem
áhorfendur hundruS þúsunda af
fólki, þar á meSal fjöldi úr fjar-
lægum löndum. Hjer aS ofan sjást
tveir hestu hestarnir, sem indverski
furstinn Aga Khan ljet taka þáll í
hlaupinu. Hann er, sem stendur,
mesti hestamaSur heimsins og á 37-
hesta, sem taldir eru svo góSir, aS
þeir geti gert sjer von um sigur á
hvaSa veShlaupabraut í heimi
sem er.
arnir dundu á mjer, meðan
heitt konubrjóst þrýstist upp að
mjer, meðan andardráttur henn
ar ljek um andlitið á mjer, lilýr
og með ofurlitlum vodlcaþef . .
og samt óendanlcga lífsglöð . .
Vindurinn ýlfraði og stundi,
dengdi regninu á bátinn, gutl-
aði í öldunum, og við tvö sem
lijúfruðum okkur saman skulf-
um af kulda .... Alt þetta var
óendanlega virkilegt, ennþá hef-
ir ekki nokkurn mann dreymt
draum, sem var eins illur og
kveljandi og raunveran.
Og Natasja talaði, viðkvæm
og full af hluttekningu, eins og
aðeins konan getur verið. Við
alúðarorð hennar kviknaði lítið
ljós inni í mjer og breiddist út
að lijarta mínu.
Tárin flóðu úr augum mínum
o,g með þeim alt slæmt og sárt
og heimskulegt, sem hafði her-
tekið sálu mína þessa nótt ....
Og Natasja sagði:
„Svona, góði, gráttu nú ekki
lengur! Guð gerir alla hluti vel,
þú færð eflaust vinnu aftur . .
það fer alt vel
Hún kysti mig marga, ótelj-
andi brennlieita kossa ....
Það voru fyrstu kossarnir af
konumunni, sem jeg fjekk á æf-
inni og einnig þeir bestu; þeir
siðari hafa kostað mig óend-
anlega mikið en ekki gefið mjer
neitt.
„Svona, gráttu nú ekki, bján-
inn minn! Á morgun slcal jeg
áreiðanlega greiða eitlivað fyrir
þjer“. Jeg heyrði þetta lága,
sannfærandi hvísl eins og i
draumi.
Við lágum þarna í föstum
FRÚ BEItTHA DORPH,
hinn frægi danski málari, varð
sextug fyrir skömmu. Er hún fædd
í Kaupmannahöfn og eftir að hún
hafði lokið hámi við dahska mál-
araskóla og aðra settist hún að í
Danmörku og hefir alið þar aldur
sinn síðan. Síðan 1907 hefir hún
verið meðíimur í aðalstjórn Lista-
háskólans danska. Ennfremur er
lnin formaður Teikni- og Iðnskóla
kvenna. En sjergrein hennar sem
málara eru andlitsmyndir.
faðmlögum uns fór að birta af
degi ....
Og þegar bjart var orðið fór-
um við inn í bæinn .... Þar
kvöddumst við alúðlega og hitt-
ustum aldrei framar, þó að jeg
leitaði í hálft ár að þessari góðu
Natösju sem jeg hafði dvalið
með liina einkennilegu nótt . .
Sje hún dauð hve gott
væri það ekki fyrir hana: þá
hvíl í friði. Og ef hún lifir enn:
Friður sje með sálu hennar,
Mætti hún aldrei eignast með-
vitund um óvirðing sína; þvi
að það væri einskisverð og á-
hrifalaus þjáning í lífi hennar.