Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1935, Qupperneq 9

Fálkinn - 19.10.1935, Qupperneq 9
F Á L K I N N 9 » Myndin hjer til hægri er af fundi þeim, sem utanríkisráðherrar Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar áttu með sjer í Oslo fyrir nokkru. Frá vinstri sjest kringum borðið: Halvdan Koht utanríkisráð- herra Norðmanna og ritari lians, Sandler utanríkisráðherra Svía og ritari hans, finski utanríkisráðherr- ann Hackzell og ritari hans, ritari danska utanríkisráðherrans og loks P. Munch utanríkisráðherra Dana. y i • 5Í<" Mussolini hefir mikinn áhuga fyrir viðreisn landbúnaðarins í Ítalíu. Hjerna sjest hann vera að hjálpa til að þreskja hveiti og bítur á jaxlinn af eintómum áhuga. I sumar voru óvenju miklir hitar í London og flýði fólkið þá í hópum út í Hyde Park og baðaði sig þar í Serpentim-tjörninni. Myndin ber með sjer, að þar hafi stundum verið mannkvæmt. Myndin sýnir sigurvegarana í reiðhjólasamkepninni um heims- meistaratignina, sem haldin var við Khöfn í haust. Frá vinstri Belginn Sc.herens (fyrverandi heimsmeistari), Frakkinn Gerard- in, sem varð hlutskapastur nú, Daninn Willy Falk-Hansen og Þjóðverjinn Richter. Varð hann ú. maður en Daninn 3. og Belg- inn 2. Eins og getið hefir verið fjell nokkur hluti af götu skamt frá Brandenburger Thor niður, við það að verið var að grafa jarð- göng undir götunni. 1 síðasta blaði var sýnt hvernig gatan var eftir jarðfallið, en hjer sjest hún eins og hún var áður. í baksýn Brandenburger Thor.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.