Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1935, Side 5

Fálkinn - 21.12.1935, Side 5
51.—52. Reykjavík, iaugardaginn 21. desember 1935 VIII. Af geæ Jólahugleiðing eftir séra Árna Sigurðsson. Af gnægð hans höfum vjcv allir fengið, og það náð á náð ofan. (Jóh. 1, 1G). Þessi heilögu orð segja oss frá hinni óumræðilegu jólagjöf Guðs. Vjer getum ekki furnlið orð, er segi oss betur og greini- legar, hvað mannkynið hefir fengið með Jesú Kristi. Þau eru ekki aðeins vitnisburður og játning postulans, er orðin skrá- setti. Þau eru jafnframt fáorð og gagnorð frásögn um það, sem veraldarsagan hefir stað- fest og sannað í meir en 19 aldir. Það væri ótæmandi efni í marga fræðifyrirlestra eða stórt sögurit, hvernig menn með gjör- ólíku eðli og gagnólíkir í hugs- un hafa allir af gnægð Jesú fengið náð á náð ofan, hver um sig þá náð, þái andans og hjart- ans fullnægju, er hann þráði heitast. Lesum með athygli rit postul- anna. Þá munum vjer sjá, hvernig menn, sem um margt voru ólíkir, eins og mennirnir ávalt eru, bera vitni um þá blessun, sem lwer þeirra hafði af Kristi hlotið. Páll postuli, hinn mikli viljans og starfsins maður, lýsir því, hvernig Krist- ur lifi í sjer, knýi sig til að vinna stórvirki, og hiálpi sjer að sigra allar þrautir. Jóhannes, heimspekingurinn og dulsinn- inn meðal postulanna, leggur áherslu á tjós guðsþekkingar- innar, sem kom með Kristi. Pjetur hefir fengið í honum huggunar-, uppörvunar- og sig- urafl á þrauta og baráttutím- um. Og Jakobi liefir Kristur kent að skygnast inn í hið full- komna lögmál frelsisins. Og vjer getum rakið röðina áfram í sögu kristninnar, röð þeirra, er bera vitni um náðina, sem þeir fengu af gnægð Krists. Ágústínus finnur í Kristi svör við öllu því, er andi hans spurði um, þegar hann krufði til mergj- ar allar helstu heimspekisskoð- anir og trúarstefnur sinnar sam- tíðar. Frans frá Assisi finnur sig knúðan af Kristi til að afneita allri nautn heimsins gæða, og lifa sífórnandi og þjónandi kær- leikslífi sem alger öreigi. Thomas frá Kempis finnur tilgang lifs- ins og frið og sælu hjartans í eftirbreytni Krists. Dulspelcing- urinn þýski, meistari Eckehart, sjer í Kristi sönnun og trygging þess, að mannssálin geti orðið Guði lík, og sú reynsla lyftir sálu hans í hæðir ósegjanlegs fagnaðar og svimandi sælu. Marteini Lúther reyndist Kristur sá, er flytur iðrandi sálu synd- arans kraft guðtegrar fyrirgefn- ingar og frelsandi náðar, og Jóhanni Calvín sá máttugi há- tignarfulli herra, sem alt tíf á að lúta. John Bunyan sjer frels- arann og ástvininn, sem fagnar pílagrímnum þreytta, er hann hefir lokið sinni erviðu píla- grímsför frá þessum heimi til hins ókomna. Þannig má lxalda áfram gegn um allar aldir sög- nnnar til vorra daga. Og enn í dag játa hinir trúu vottar hið sama. Rödd Krists talar iil Stanley Jones, hins sig- ursæla krislniboða á úrslita- stundum lifsins, og hann heyrir og hlýðir, og veit að Kristur er daglega með honum í för. Og Toyhiko Kagawa, „postuli Jap- ans“, er af krafti Krists knúður til að leggja fram allar sínar óvenjulegu gáfur og kærleiksafl til viðreisnar og hjálpar þeim, sem aumastir eru og bágast eiga með þjóð hans. Þannig mætti áfram telja lifandi og talandi votta, er allir segja þetta hið sama: „Alt höfum vjer fengið af gnægð hans. Sagan er reynsl- an. Og reynslan er sannleikur- inn, í þessu sem öðru. Ó, að þessi jól mættu sann- færa sem flestar hinar veilu og sundruðu sálir á vorri órólegu öld um það, að í gnægð Krists er fólgin öll sú náð, sem þær þarfnast til að verða heilar, glaðar, frjálsar og máttugar. Guð gefi oss öllum í þeim skiln- ingi GLEÐILEG JÓL.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.