Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 28.09.2009, Qupperneq 6
6 28. september 2009 MÁNUDAGUR Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Nánari upplýsingar og tillögur um breytingar á samþykktum eru á heimasíðu sjóðsins, www.almenni.is. Sjóðfélagafundur Almenni lífeyrissjóðurinn boðar til sjóðfélagafundar fimmtudaginn 29. október á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 17:15. ATH! Breytt dagssetning og staðsetning. DAGSKRÁ 1. Fundarsetning. 2. Skýrsla stjórnar um rekstur og afkomu Almenna lífeyrissjóðsins. 3. Tillaga og ákvörðun um sameiningu Almenna lífeyris- sjóðsins og Eftirlaunasjóðs starfsmanna Glitnis banka hf. 4. Tillögur um breytingar á samþykktum. Lagt er til að sameina deildir samtryggingarsjóðs. 5. Önnur mál. A N T O N & B E R G U R Hann er 73 ára, ekki gráhærður (aldrei litað á sér hárið). Ekki með hrukkur (aldrei farið í andlitslyftingu). Aldrei bakveikur og við hestaheilsu … allt dansinum að þakka því dansinn er allra meina bót. Kennarinn heitir Heiðar Ástvaldsson og hann hefur fundið tíma á þriðjudögum klukkan 19 til að hjálpa landsmönnum að rifja upp gömlu góðu sporin. Eitt okkar besta danspar er í 12 daga golfferð á Spáni fyrir rúmar 400 þúsund, þú getur dansað árum saman hjá okkur fyrir slíkan pening! Innritun í síma 551-3129 eða í heidarast@gmail.com á milli klukkan 16-19 daglega til laugardagsins 03. október. 50 ára og eldri Upprifj unarnámskeið! Reyndasti danskennari Íslandssögunnar kennir AKRANES Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum á þriðju- dag, með atkvæðum meirihlutans, að fara ekki í útboð á tölvuþjón- ustu bæjarins. Þess í stað var samningur við fyrirtækið T. Þ. SecureStore framlengdur, en það er í eigu Bjarna Ármannssonar og Arnar Gunnarssonar. Örn er sonur Gunnar Sigurðssonar, for- seta bæjarstjórnar. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir bæinn hafa sparað tvær til 2,5 milljónir króna með því að fara þessa leið, en það sé kostnaðurinn við útboð. Könnun hafi sýnt að aðrir væru ekki tilbúnir að greiða lægra verð en SecureStore. Bæjarráð samdi við fyrirtækið í fyrra, en þá hafði það hætt við útboð. Á fundi sínum 30. júní síð- astliðinn fól ráðið bæjarstjóra að undirbúa útboð á tölvuþjónustu. Á næsta fundi þar á eftir var honum einnig falið að leita eftir afslætti á öllum fyrirliggjandi samningum. Samningaviðræður við fyrir- tækið leiddu til 25 prósenta lækk- unar á samningnum og Gísli segist sannfærður um að það sé hagstæð- ast fyrir bæjarfélagið. Eyjólfur R. Stefánsson, tölvunar- fræðingur á Akranesi, kærði ákvörðunina í fyrra til samgöngu- ráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurð- aði að ákvörðunin um að falla frá útboði þá hefði ekki verið ólög- mæt. Hins vegar hafi stjórnsýsla Akranes kaupstaðar ekki verið án annmarka. Ráðuneytið brýndi fyrir sveitarfélaginu „enn og aftur að gæta að bæði skráðum sem óskráð- um reglum stjórnsýsluréttarins við stjórnsýslu sína“. Eyjólfur segist mjög ósáttur við niðurstöðu bæjarstjórnar nú. Hann segir meirihlutann beita blekk- ingum; látið sé sem kostnaður við samninginn sé um sex milljónir króna. Raunin sé sú að þar sé bara tekið til hýsingar og afritunar, sem sé brot af heildarkostnaðinum sem nemi um þrjátíu milljónum króna. „Mér er því algerlega misboðið hvernig meirihluti bæjarstjórnar beitir enn á ný blekkingum og útúr- snúningum til að ganga frá eins umdeildum samningi og þessum. Ljóst er að í sambærilegum útboðum hefur kostnaðarlegur ávinningur náðst og ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem er í þjóðfélaginu þá ætti ekki síður að vera hægt að gera hagstæða samninga. Skýtur það því svolítið skökku við þegar mikill niðurskurður er á öllum sviðum bæjarfélagsins að þá skuli farið eins kæruleysislega með fjármuni bæjar- sjóðs eins og gert er í þessu máli.“ kolbeinn@frettabladid.is Háværum kröfum um útboð ekki sinnt Akraneskaupstaður framlengdi samning um tölvuþjónustu við fyrirtæki í eigu Bjarna Ármannssonar og sonar forseta bæjarstjórnar. Tölvunarfræðingur segir meirihlutann blekkja með tölum og hefur kært málið til samgönguráðuneytis. EYJÓLFUR R. STEFÁNSSON GÍSLI S. EINARSSON AKRANES Enn var hætt við útboð á tölvuþjónustu á vegum bæjarins. Tölvunarfræð- ingur gagnrýnir ákvörðunina harðlega og sakar meirihlutann um að fela kostnað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hefurðu heimsótt Höfða? Já 21% Nei 79% SPURNING DAGSINS Í DAG Eiga stjórnvöld að breyta lögum um Seðlabankann til að knýja niður stýrivexti? Segðu þína skoðun á visir.is BERLÍN, AP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, náði endurkjöri í þingkosningum í landinu í gær eftir að flokkur hennar, Kristilegi demókrataflokkurinn, hlaut 33,5 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám. Búist er við því að Merkel myndi nú ríkisstjórn með Frjálsa demókrataflokknum sem náði mjög góðri kosningu og fékk um fimmtán prósent atkvæða. „Við höfum afrekað mikið,“ sagði Merkel þegar hún fagnaði sigrinum. „Okkur hefur tekist að ná tak- marki okkar um öruggan meirihluta í Þýskalandi fyrir nýju ríkisstjórnina.“ Hún bætti því við að við- ræður hennar við leiðtoga Frjálsra demókrata, Guido Westerwelle, myndu ganga hratt fyrir sig. Talið er að Westerwelle verði næsti utanríkisráðherra Þýska- lands. Stjórn Kristilega demókrataflokksins og Sósíal- demókrata hættir nú störfum, enda hafði Merkel lýsti því yfir fyrir kosningarnar að hún vildi mynda ríkisstjórn með Frjálsa demókrataflokknum. Merkel telur að styrkan meirihluta þurfi að mynda í Þýska- landi til að takast á við aukinn vöxt efnahagsins eftir djúpa kreppu. Með því að fá Frjálsa demókrata til liðs við sig vonast hún til að lækka skatta og loka öllum kjarnorkuverum landsins fyrir árið 2021. „Í dag getum við fagnað en við eigum mikið verk fyrir höndum,“ sagði kanslarinn. „Það þurfa ekki allir að vera allsgáðir í fagnaðarlátunum en við megum ekki gleyma því að við þurfum að leysa mörg vandamál.“ - fb Kanslarinn Angela Merkel náði endurkjöri í þingkosningunum í Þýskalandi: Myndar nýjan meirihluta ANGELA MERKEL Kanslari Þýskalands fagnar sigri í þing- kosningunum. Hún ætlar að mynda stjórn með Frjálsa demókrataflokknum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið svaraði aldrei bréfi sem því var sent árið 2002 um meinta glæpi Björgólfs- feðga. Bréfið var sent þegar feðg- arnir voru að fara að kaupa Lands- bankann á ellefu milljarða króna. Fjallað hefur verið um málið af og til og nú síðast í helgarblaði DV. Ingimar H. Ingimarsson, fyrr- um eigandi Baltic Bottling Plant (BBP) segir þetta, en hann skrif- aði bréfið. Þar hélt hann því fram að feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfs son og Björgólfur Guð- mundsson hefðu falsað skjöl til að komast yfir ráðandi hlut í BBP. Fyrirtækið varð síðan grunnur að veldi Björgólfsfeðga. Fölsunin á að hafa farið fram í Pétursborg árið 1995, meðan Ingi- mar lá bakveikur á Landspítalan- um. Samkvæmt skjölunum áttu Ingimar og félagi hans að hafa selt 65 prósenta hlut í BBP fyrir 500 þúsund Bandaríkjadali. Fyrirtækið mun þá hafa verið metið á fimmtán til tuttugu milljónir dala. Í greininni í DV segir jafnframt að í Rússlandi hafi ellefu dómar fallið Ingimar í vil og að í Héraðs- dómi Reykjavíkur hafi meint undir- skrift Ingimars verið úrskurðuð ógild. Síðan hafi stefnurnar verið dregnar til baka af fyrrverandi fjármálastjóra BBP, Þór Kristjáns- syni, sem fór seinna að vinna fyrir Björgólfsfeðga. Ingimar vill ekki ræða þessi mál opinberlega, en segir að allt sé rétt í frétt DV, að svo miklu leyti sem hann þekki til. Málið sé fjórtán ára gamalt fyrir sér, en einnig fyrir FME og einkavæðingarnefnd, sem fékk afrit af bréfinu. FME svaraði ekki bréfinu, sem fyrr segir, en fjallaði um það í úrskurði um hæfi Björgólfsfeðga til að eiga banka. Í úrskurðinum var ekki minnst á meinta glæpi, heldur sagt að deilumálið hefði ekki áhrif á fjárhagsstöðu feðg- anna. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, vildi ekki bregðast við fréttinni með beinum hætti í gærkvöldi en benti á að „maðurinn [Ingimar] er búinn að halda þessu fram fyrir dómstólum, án þess að hafa orðið neitt ágengt“. - kóþ Björgólfsfeðgar sagðir hafa rænt bjórverksmiðju í Pétursborg frá rúmliggjandi manni: Fjármálaeftirlitið svaraði aldrei bréfinu BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.