Fréttablaðið - 28.09.2009, Síða 8
8 28. september 2009 MÁNUDAGUR
Great Power Dominance versus
Transnational Cooperation:
From Obama´s Foreign Policy to the
“Scramble for the Arctic”
MÁLSTOFA
ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUNAR
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Christopher Coker, prófessor í alþjóðasamskiptum við London School of Economics.
Transatlantic Relations and the Obama Administration
Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.
The “Scramble for the Arctic” and “Ideologies of the Return”
Fundarstjóri: Alyson Bailes, gestakennari við Háskóla Íslands.
Þriðjudaginn 29. september
frá kl. 12.00 til 13.00
í Norræna húsinu
Fundurinn fer fram á ensku og allir eru velkomnir.
Forræði stórvelda og þverþjóðleg samvinna: Frá utanríkisstefnu Obama til „kapphlaupsins um norðurpólinn“
HEILBRIGÐISMÁL Ögmundur Jónas son
heilbrigðisráðherra viðurkennir að
úthýsing starfa hjá Landspítalan-
um (LSH) fari mjög í taugarnar á
sér. Hann hefur gagnrýnt færslur
starfa frá spítalanum til einkaaðila
afar hart í tíð forvera sinna. Hann
telur sig þó ekki geta tekið fram
fyrir hendurnar á forsvarsmönn-
um spítalans og
snúið þróuninni
við.
Ríkiskaup
hefur boðið
út ræstingar í
fjölda bygginga
Landspítalans og
nú hillir undir
að einkaaðilar
annist verkið
nær alfarið því
útboð á ræstingum í aðalbygging-
um spítalans við Hringbraut er til
skoðunar. Þá verður lokið ferli sem
hófst fyrir fimm árum.
„Ég hef gagnrýnt þetta afar hart,
það er rétt. Þetta á sér langa sögu
en það þarf enginn að fara í graf-
götur með það að ég tel þetta ekki
heppilegt fyrirkomulag,“ segir
Ögmundur. „Útvistun á starfsemi
hefur yfirleitt bitnað á kjörum
þeirra sem vinna þessi störf og ég
er ekki hlynntur slíku, það er öllum
kunnugt. Slíkt á ekki að líðast.“
Spurningunni um hvort hann
geti ekki gripið inn í og stopp-
að frekari útvistun starfa á LSH
svarar Ögmundur neitandi. „Ég
hef farið varlega í að grípa inn í
stjórnun heilbrigðisstofnana með
boðvaldi. En það kemur dagur eftir
þennan dag og almennt séð höfum
við verið að sveigja kerfið af þess-
ari útvistunarleið.“
Ögmundur mun hafa látið þau
orð falla á flokksráðsfundi fyrr í
þessum mánuði að skúringafólk
myndi ekki missa vinnuna á hans
vakt. Voru það viðbrögð hans við
áhyggjum flokksráðsmanna um að
niðurskurður í heilbrigðiskerfinu
kæmi helst niður á störfum þeirra
lægst launuðu. „Ég hef sagt við
stjórnendur Landspítalans að ég
vildi að séð yrði til þess að fólk sem
vinnur í ræstingunni missi ekki sín
störf við vistaskiptin. Aðalatriðið
er að fólk haldi vinnunni og að því
er ég best veit hefur svo verið.“
Ræstingar á Landspítalanum í
Fossvogi voru nýlega boðnar út.
Þegar LSH sá um verkið unnu 27
starfsmenn við ræstingar. Hjá Bón-
bræðrum, sem nú sjá um ræstingar
eftir útboð, vinna átján manns. Sjö
af þeim unnu áður undir merkjum
LSH. Skal það tekið fram að öllum
starfsmönnum var boðin vinnan
áfram en margir þáðu hana ekki
ýmissa hluta vegna.
Ingólfur Þórisson, fram-
kvæmdastjóri eignasviðs LSH,
segir sparnaðinn fyrir LSH vera
um fimmtíu milljónir króna.
Kostnaður verktakans við verkið
er sextíu milljónir. Sparnaðinum
er að mestu leyti náð með fækkun
starfsfólks.
svavar@frettabladid.is
Ræstingafólki úthýst þvert
á vilja heilbrigðisráðherra
Heilbrigðisráðherra hefur beðið stjórnendur LSH að gæta að starfsöryggi fólks þegar verkefni eru færð frá spít-
alanum til einkaaðila. Hann telur það hafa tekist. Dæmi frá Landspítala Fossvogi virðist sýna hið gagnstæða.
LSH Í FOSSVOGI Starfsmenn sem annast ræstingar á spítalanum nú eru átján. Þeir
voru 27 fyrir útboð verksins og sparnaðurinn er um 50 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
DÓMSMÁL Ríflega fertugur Kefl-
víkingur hefur fyrir dómi játað
brot gegn valdstjórninni, en hann
ýtti við tveimur lögreglumönnum
við skyldustörf við skemmtistaðinn
Players í Kópavogi fyrir réttu ári.
Eftir hrindingarnar var maður-
inn færður í lögreglubíl í járnum
og á leiðinni hótaði hann lögreglu-
mönnunum tveimur ítrekað lífláti.
Það er jafnframt lögbrot og var
maðurinn ákærður fyrir það. Hann
gekkst einnig við því.
Ákæran í málinu var þingfest í
Héraðsdómi Reykjaness í gær og
var málið dómtekið að því loknu í
ljósi játningar mannsins. - sh
Játaði brot gegn valdstjórn:
Hrinti tveimur
lögregluþjónum
LÖGREGLUMÁL Mikil ölvun var í
Laufskálarétt um helgina og naut
lögreglan á Sauðárkróki aðstoð-
ar lögreglu frá Akureyri. Flytja
þurfti ungu stúlku á sjúkrahús en
hún taldi að sér hefði verið byrl-
uð ólyfjan. Auk þess var meðvit-
undarlaus karlmaður fluttur á
sjúkrahús.
Þá var maður handtekinn eftir
að hafa gengið berserksgang á sal-
erni reiðhallarinnar og sextán ára
piltur gisti fangaklefa eftir að hafa
misst stjórn á skapi sínu í bíl og
veist að samferðafólki sínu. - jma
Lögreglan á Sauðárkróki:
Ölvun og ólæti
í Laufskálarétt
1 Hvaða ár fór leiðtogafundur
Reagans og Gorbatsjovs fram í
Höfða?
2 Hvaða kvikmynd hlaut Gyllta
lundann á RIFF?
3 Hver lærður orgelsmíði
fyrstur Íslendinga?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30
SVÍÞJÓÐ Sænska lögreglan hefur
handtekið þyrluflugmann úr
þyrluráni sem framið var í
Stokkhólmi á miðvikudaginn,
eftir því sem fram kemur í blað-
inu Expressen. Lögregluþjónar
fóru í dag á heimili mannsins til
að gera húsleit þar. Fleiri hafa
verið handteknir í dag vegna
málsins.
Arne Andersson, varðstjóri hjá
sænska ríkislögreglustjóranum,
segir að handtökur hafi farið
friðsamlega fram. Hann segir að
engar beinar vísbendingar hafi
leitt til þeirra heldur hafi þær
verið niðurstaða mikillar rann-
sóknarvinnu.
Þyrluránið í Svíþjóð:
Flugmaðurinn
handtekinn
HEILBRIGÐISMÁL „Niðurstaðan úr
söfnuninni sýnir skýrt hvað þjóð-
in vill. Hún vill að þessir hlutir séu
í lagi,“ segir Edda Heiðrún Back-
man leikkona sem haldið hefur
utan um söfnunina Á rás fyrir
Grensás. Á föstudagskvöld söfn-
uðust 120 milljónir króna í pen-
ingum og um 20 milljónir í formi
vinnuframlags. Helstu listamenn
þjóðar innar gefa svo listaverk
með því að teikna listaverk inn í
umhverfi Grensásdeildar. Edda
Heiðrún segist sjá fyrir sér að
Grensásdeild gæti nýtt það fram-
lag og gert út á að selja almenningi
aðgang að listaverkunum sem þar
verður að finna.
„Það verður spennandi að sjá
hvort ekki verði hreinlega áhugi
hjá fólki að koma og borga aðgang.
Og það hjálpar okkur að þurfa þá
ekki alltaf að leggjast á fjórar og
biðja um pening. Það lætur fólki
misvel að biðja um það. Við erum
himinlifandi að finna þennan rót-
tæka stuðning og þessi deild á
skilið 1000 milljónir og við setjum
markið þangað nú. Það hefur verið
gengið framhjá þessari stofnun allt
of lengi en það er ekki nóg að vís-
indin hafi kennt okkur hvernig við
getum bjargað mannslífum. Það
þarf líka að koma fólki út í sam-
félagið þegar búið er að bjarga
þeim.“ 900-símanúmerin verða
opin í nokkra daga í viðbót og Holl-
vinir Grensásdeildar munu halda
áfram í fjáröflunarbaráttunni.
Edda Heiðrún segir að viðbrögð
hafi komið alls staðar að og þrátt
fyrir slæmt árferði sé þetta greini-
lega á forgangslista þjóðarinnar.
„Allir þekkja einhvern, sem þekk-
ir einhvern sem hefði ekki komist
út í lífið án Grensásdeildar.“ - jma
Helstu listamenn þjóðarinnar skreyta Grensásdeild:
Hægt væri að selja
almenningi aðgang
ÓTRÚLEGA MIKIL VIÐBRÖGÐ FRÁ
FYRRVERANDI SJÚKLINGUM Mikið var
um að fólk sem fengið hefur hjálp frá
Grensásdeild við að ná sér eftir slys
leggði söfnuninni lið.
SAMFÉLAGSMÁL Óvíst er hvort þær
bætur sem eyrnamerktar voru
Breiðavíkurdrengjum í fjárauka-
lögum 2008, rúmar 120 milljónir,
muni renna til fórnarlambanna
óskiptar, eða hvort rannsóknar-
nefnd Breiðavíkurmálsins eigi
að þiggja laun sín úr þeim potti.
Nefndarstörf kosta nú um sextíu
milljónir.
„Það liggur ekkert fyrir hvort
peninga fyrir nefndarstörf eigi
að taka af þessum peningum,“
segir Friðrik Þór Guðmunds-
son, sem situr í stjórn Breiða-
víkursamtakanna. „Menn eru
ekki á eitt sáttir um orðalag það
sem viðhaft er um þessar bætur
og hvernig beri að túlka það. Ef
þessar 120 milljónir tilheyra
sameiginlegum potti fyrir fórnar-
lömb og nefndarmenn þýðir það
að helmingurinn er strax farinn
í rannsóknarstarfið. Það kemur
hins vegar ekkert í veg fyrir að
þá verði bara ný fjárveiting sam-
þykkt.“
Bótafrumvarp fyrir Breiða-
víkurdrengina fór aldrei í gegn-
um þing fyrir hrun en Friðrik
segir að það frumvarp hafi bæði
verið með of lágum tillögum og
einnig hafi aðferðafræðin við að
ákvarða bæturnar verið mein-
gölluð. „Bæturnar áttu að vera
háðar mati geðlækna. Nú vinn-
um við með nefnd að nýju frum-
varpi þar sem ekki snýst allt um
að sanna þurfi eitthvað fyrir geð-
læknum.“ - jma
Óvissa hvaðan greiðsla skuli koma fyrir rannsókn á vistheimilum:
Mat geðlækna ekki aðalatriði
RANNSAKA MÖRG VISTHEIMILI Nefndin
sem rannsakar Breiðavíkurheimilið rann-
sakar einnig önnur vistheimili, svo sem
stúlknaheimilið Bjarg og Kumbaravog.
VEISTU SVARIÐ?