Fréttablaðið - 28.09.2009, Síða 10
28. september 2009 MÁNUDAGUR
KAUPUM GEGN
STAÐGREIÐSLU
Mercedes Benz GL, ML 320 Cdi
Landrover Discovery Dísel
LandCruiser 200 (bensín & dísel)
Range Rover Vogue V8 Dísel
Range Rover Sport Dísel
Audi Q7 Dísel
Árgerð 2007 og yngra
Sendu myndir og upplýsingar í tölvupósti á:
german.cranes@gmail.com eða hringdu í síma 821 9980.
BANDARÍKIN, AP Öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna samþykkti fyrir
helgina einróma að „skapa skilyrði
þess að heimurinn verði án kjarn-
orkuvopna“.
Í ályktun ráðsins er þess krafist
að frekari hömlur verði lagðar á
útbreiðslu kjarnorkuvopna, betra
eftirlit verði með búnaði og efnum
í kjarnorkuvopn, hvatt verði til
kjarnorkuafvopnunar og þess gætt
að slík vopn komist ekki í hendur
hryðjuverkamanna.
Ályktun ráðsins var samin af
Bandaríkjastjórn, en Rússar, Kín-
verjar og önnur ríki í Öryggisráð-
inu tóku vel í málið og samþykktu
öll ályktunina.
Í beinu framhaldi af því jók
Obama síðan þrýstinginn á Írans-
stjórn í gær, þegar hann upplýsti
um kjarnorkuver í Íran sem þar-
lendir hafa hingað til reynt að
halda leyndu fyrir umheiminum.
„Íranar eru að brjóta reglur
sem öll ríki verða að fylgja,“ sagði
Obama, og vill að samþykktar
verði nýjar refsiaðgerðir á Írana
bæti þeir ekki ráð sitt. Aðrir þjóðar-
leiðtogar á leiðtogafundi G20-ríkj-
anna í Pittsburgh tóku undir þetta
með honum.
Norður-Kórea er einnig undir
auknum þrýstingi fyrir að lúta
ekki alþjóðlegum lögum um með-
ferð kjarnorku.
„Þetta snýst ekki um það að taka
neitt eitt ríki fyrir,“ sagði Obama.
„Alþjóðalög eru ekki innantóm
loforð, og samningum verður að
fylgja eftir.“ - gb
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna stefnir að kjarnorkuvopnalausum heimi:
Aukin pressa á Íransstjórn
SARKOZY, OBAMA OG BROWN Á fundi
G20-ríkjanna voru leiðtogar Frakklands,
Bandaríkjanna og Bretlands á einu máli
í gagnrýni sinni á Írana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HEILBRIGÐISMÁL Helsta dánar-
mein Íslendinga í fyrra var sem
fyrr sjúkdómar í blóðrásarkerfi,
aðallega hjarta- og heilaæðasjúk-
dómar. Þetta kemur fram í úttekt
Hagstofunnar á dánarorsökum
landsmanna á síðasta ári.
Alls létust 1.987 manns sem áttu
lögheimili hér á landi á síðasta ári,
1.005 konur og 982 karlar. Af þeim
lést rúmur þriðjungur úr sjúkdóm-
um í blóðrásarkerfi. Krabbamein
var næstskæðasta dánarmeinið,
og eins og áður felldi lungna-
krabbamein flesta. Öndunarfæra-
sjúkdómar voru þriðja algengasta
dánarmeinið. - bj
Helstu dánarmein óbreytt:
Hjartasjúkdóm-
ar skæðastir
Verkfærum stolið
Brotist var inn í húsnæði í Breiðholti
í fyrrinótt og stolið þaðan handverk-
færum. Þá var brotist inn í verslun í
Kauptúni í Garðabæ og tölvubúnaði
stolið.
LÖGREGLUFRÉTTIR
SVISS Roman Polanski kvikmynda-
leikstjóri var handtekinn í Sviss á
föstudag vegna handtökuskipun-
ar frá árinu 1977. Polanski var
þá fundinn sekur um að hafa haft
samræði við ólögráða barn, þrett-
án ára gamla stúlku, sem sat fyrir
hjá honum sem ljósmyndamódel.
Polanski kom til Sviss til að taka
við heiðursverðlaunum á kvik-
myndahátíð í Zürich.
Polanski hefur náð að forðast
handtöku í 32 ár og eytt mestum
tíma í Frakklandi og Póllandi en
hann hefur franskan ríkisborgara-
rétt. Frakkland hefur ekki haft
framsalssamning við Bandaríkin
sem nær yfir brot af hans tagi.
„Við höfðum handtökuskipun og
við vissum að hann væri að koma,“
sagði talsmaður svissneska dóms-
málaráðuneytisins. Polanski hefur
forðast ríki sem kynnu að fram-
selja hann og í málaferlum hans
við tímaritið Vanity Fair árið 2005
fóru vitnaleiðslur fram í gegnum
síma.
Stúlkan sem Polanski misnot-
aði heitir Samantha Geimer en
foreldrar hennar höfðu gefið Pol-
anski leyfi til að mynda hana
fyrir tímaritið Vogue. Samantha
sagði í vitnaleiðslum að Polanski
hefði á síðari fundi þeirra veitt
henni áfengi og róandi lyf og svo
misnotað hana kynferðislega en
Polanski fékk íbúð leikarans Jack
Nicholson lánaða fyrir tökurnar
þar sem brotin áttu sér stað.
Polanski hefur farið fram á að
málið verði látið niður falla en
bandarísk stjórnvöld hafa vísað
beiðninni frá. Samantha Geimer,
sem komst að bótasamkomulagi
við Polanski utan réttarsala, hefur
einnig lýst því yfir að hún vilji að
málinu sé vísað frá.
Menntamálaráðherra Frakk-
lands, Frederic Mitterand, segist
orðlaus yfir handtöku Polanskis og
segir Frakklandsforseta, Nicolas
Sarkozy, fylgjast náið með málinu
og vonast til að það „leysist“.
Mitterand sagði jafnframt að
honum þætti afar miður að Pol-
anski þyrfti nú að ganga í gegn-
um enn eina þrekraunina. „Maður
sem hefur nú þegar þurft að
ganga í gegnum þær svo margar.“
Menntamálaráðherrann vísar þar
í æsku Polanskis, sem náði að flýja
gyðingagettó í Póllandi en móðir
hans lést í útrýmingarbúðum í
Auschwitz. Þá var fyrrverandi
eiginkona Polanskis, Sharon Tate,
myrt af Manson-genginu árið 1969.
Susan Atkins, ein af morðingjun-
um, lést í fangelsi daginn áður en
Polanski var handtekinn.
juliam@frettabladid.is
Hefur forðast
handtöku í
þrjá áratugi
Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski var hand-
tekinn í Sviss á föstudag. Bandarísk yfirvöld krefjast
þess að Polanski verði framseldur vegna kynferðis-
brots gegn ungri stúlku fyrir 32 árum.
HANDTEKINN Á LEIÐ Á KVIKMYNDAHÁTÍÐ Roman Polanski hefur haft varann á sér
og forðast lögsögur landa sem hugsanlega framselja hann til Bandaríkjanna. Hér er
Polanski ásamt eiginkonu sinni, Emmanuelle Seigner. NORDICPHOTOS/AFP