Fréttablaðið - 28.09.2009, Síða 12
12 28. september 2009 MÁNUDAGUR
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
r
ét
t
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
. Kanarí
Verð kr. 119.900 – 25 nætur
Frá kr. 149.900 – 30 nætur
Frá kr. 119.900
Glæsilegar haustferðir
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á
Kanaríeyjum í haustferðirnar 25. október í 30
nætur eða 24. nóvember í 25 nætur á frábæru
tilboði. Í boði er m.a. frábært „stökktu tilboð“ auk
sértilboða á Parquemar og á hinu vinsæla Jardin
del Atlantico íbúðahóteli með öllu inniföldu á
hreint ótrúlegum kjörum.
Ath. verð getur hækkað án fyrirvara!
25. okt. & 24. nóv.
Frá kr. 169.900
– með „öllu inniföldu“
ÓTRÚLEG SÉRTILBOÐ!
Ný jólaferð!
14 nætur frá kr. 119.500
Tryggðu þér sæti strax!
NÝTT!
Jardin A
tlantico
með „ö
llu innifö
ldu“
ÍRLAND, AP Örlög Lissabon-sátt-
mála Evrópusambandsins ráðast
í þjóðar atkvæðagreiðslu á Írlandi
næsta föstudag. Samkvæmt skoð-
anakönnun, sem birt var fyrir
helgi, eru góðar líkur til þess að
samningurinn verði samþykktur.
Ráðamenn Evrópusambandsins
geta þá andað léttar, því þessi sami
samningur var felldur í júní á síð-
asta ári á Írlandi. Sú niðurstaða
olli miklu uppnámi í Evrópusam-
bandinu og varð til þess að tefja
enn frekar þær breytingar á sam-
bandinu, sem Lissabon-sáttmálinn
kveður á um.
Samkvæmt skoðanakönnun TNS
styðja 48 prósent Íra samninginn
núna, 31 prósent eru andvíg en 19
prósent óákveðin. Staðan var svip-
uð þegar síðasta könnun var gerð
fyrir þremur vikum, þegar eigin-
leg kosningabarátta hófst.
Ef óákveðnum er sleppt, þá eru
59 prósent fylgjandi samningnum,
en 41 prósent andvíg.
Samningurinn, sem nú verður
kosið um, er þó ekki nákvæmlega
sá sami og Írar felldu fyrir rúmu
ári. Nokkrum viðaukum hefur
verið bætt við hann til að koma til
móts við gagnrýni Íra.
Meðal annars var samþykkt að
Írland og önnur smærri aðildar-
ríki Evrópusambandsins fái áfram
að eiga fulltrúa í framkvæmda-
stjórn sambandsins, en fyrirhug-
aðar breytingar á því fyrirkomu-
lagi voru líklega það sem helst
gerðu útslagið um að Írar felldu
samninginn í fyrra.
Einnig er fallist á að Írar fái
áfram að ráða því hvernig þátttöku
írska hersins í aðgerðum á vegum
ESB verður háttað. Írar fá einnig
að ráða eigin skattamálum áfram
og þurfa ekki að lúta niðurstöðum
evrópsks dómstóls um fóstur-
eyðingar.
Leiðtogar Evrópusambandsríkj-
anna undirrituðu Lissabon-sáttmál-
ann í desember árið 2007, og átti
hann að koma í staðinn fyrir stjórn-
arskrársáttmála sambandsins, sem
ekkert varð úr vegna andstöðu
Frakka og Hollendinga árið 2005.
Lissabon-sáttmálinn gengur ekki
eins langt og stjórnarskrársáttmál-
inn, en báðir ganga út á að endur-
bæta stofnanakerfi og starf Evrópu-
sambandsins og aðlaga það þeirri
miklu fjölgun aðildarríkjanna sem
orðið hefur undanfarin ár.
gudsteinn@frettabladid.is
Írar nú sáttari
við Lissabon-
sáttmálann
Góðar líkur virðast á því að Írar samþykki Lissabon-
sáttmála ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Komið hefur
verið til móts við gagnrýni Íra, sem felldu þennan
sama sáttmála í atkvæðagreiðslu á síðasta ári.
KOSNINGABARÁTTAN HARÐNAR Kosningaspjald á ljósastaur í Dublin, þar sem Írar
eru hvattir til þess að hafna Lissabon-sáttmálanum. NORDICPHOTOS/AFP
FELUMAÐURINN ÓGURLEGI Strákur-
inn starði undrandi á þennan breska
hermann í felubúningi í bænum
Chester í norðvestanverðu Englandi,
þar sem 300 hermenn fóru í bæinn til
að kveðja íbúana áður en þeir héldu
til Afganistans. NORDICPHOTOS/AP
STJÓRNMÁL „Ef við eigum að ná lík-
legum skuldbindingum okkar við
að minnka losun til 2020 þurfum
við að skipta yfir í sparneytnari
bíla.“ Þetta sagði Svandís Svavars-
dóttir umhverfisráðherra í erindi
sem hún flutti á Jafnréttis dögum
í Háskóla Íslands liðinni viku.
Svandís flutti ræðu sína á tákn-
máli.
Í máli sínu fléttaði hún saman
umhverfis- og jafnréttismálum.
Benti hún á að íslendingar ættu
útblástursfrekasta bílaflota Evr-
ópu. Kvaðst hún ekki vilja gera
lítið úr því að víða þyrftu menn
stóra og öfluga bíla til að komast
leiðar sinnar. Ekki heldur ætlaði
hún að halda því fram, sem oft
væri gantast með, að stórir bílar
væru einhvers konar uppbót eða
framlenging á sjálfsmynd eiganda
síns, sem oftast væri karlkyns.
„En ég vil samt velta þeirri
spurningu upp hvort bílaflot-
inn væri kannski aðeins lofts-
lagsvænni ef konur fengju meira
ráðið um bílakaup. Við þurfum
ekki ofurjeppa til að kaupa í mat-
inn í borginni og við þurfum ekki
bensínhák í daglegum ferðum í
vinnu eða skóla,“ sagði Svandís.
Vitnaði hún til niðurstöðu sér-
fræðinganefndar um að engin ein
aðgerð væri jafn hagkvæm og að
skipta hraðar yfir í sparneytn-
ari bíla. Skoraði hún svo á fólk að
skoða sparneytnasta kostinn næst
þegar það skipti um bíl eða keypti
bíl í fyrsta sinn. - bþs
Umhverfisráðherra vill að fólk kaupi sparneytnari bíla:
Nauðsynlegt að bíla-
flotinn mengi minnaALÞINGI Forsætisnefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í fyrradag að hætta að greiða fyrir áskrift
að Morgunblaðinu fyrir þing-
menn.
Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir, formaður nefndarinnar,
segir að þetta sé liður í hagræð-
ingaraðgerðum þingsins og hafi
ekkert með ráðningu Davíðs
Oddssonar sem ritstjóra blaðsins
að ræða. Áfram verður þó hægt
að glugga í Moggann sem liggur
niður í þingi.
„Þetta er liður í sparnaði hjá
okkur. Morgunblaðið er orðið
eina blaðið sem við höfum verið
að borga fyrir og að okkar mati
þá er þetta liðin tíð. Þingmenn
hafa aðgang að fréttum á netinu
og eru með netið í símanum og
geta því leitað allra upplýsinga,”
segir Ásta.
Forsætisnefnd Alþingi:
Hætta með
Mogga í áskrift
ÞRÓUNARSAMVINNA Skrifað hefur
verið undir verksamning milli
Þróunarsamvinnustofnunar
Íslands (ÞSSÍ) og Íslenskra orku-
rannsókna (ÍSOR) um jarðhita-
verkefni í Níkaragva. Samning-
urinn felur í sér að ÍSOR veitir
sérfræðiaðstoð á sviði jarðhita í
Níkaragva næstu þrjú ár.
Verkið er hluti af þróunar-
aðstoð Íslendinga í samvinnu við
stjórnvöld og felst í því að byggja
upp færni og þekkingu innan
ríkis stofnana sem koma að þróun
jarðhitaauðlinda í landinu.
Einn starfsmaður ÞSSÍ ytra
hefur yfirumsjón með verkinu, að
því er segir í tilkynningu. - jab
Jarðhitaverkefni í Níkaragva:
Byggja upp
þekkingu ytra
HEILBRIGÐISMÁL Einar Rafn Har-
aldsson, forstjóri Heilbrigðisstofn-
unar Austurlands (HSA), býst við
að stofnunin þurfi að skera niður
um 100-150 milljónir króna á næsta
ári. Hann býst jafnvel við enn meiri
niðurskurði næstu ár á eftir, eða um
allt að 25 prósent af því rekstrar fé
sem stofnunin hefur haft.
„Við höfum ekki séð áætlanir
stjórnvalda en miðað við þær for-
sendur sem fjármálaráðuneytið
hefur gefið sér um 5-6 prósenta
niðurskurð í heilbrigðisþjónustu
má gera ráð fyrir að við þurfum að
draga saman um meira en hundr-
að milljónir á næsta ári,“ segir for-
stjórinn.
Einar Rafn telur að ekki verði
komist hjá uppsögnum eða niður-
skurði hjá HSA ef þessar forsendur
ganga eftir. „Ég vitna bara í orð
heilbrigðisráðherra í Fréttablaðinu
sem sagði að menn gætu ekki látið
sig dreyma um að halda óbreytt-
um mannafla eða þjónustu,“ segir
Einar Rafn.
Rekstrarkostnaður HSA var um
2,3 milljarðar í fyrra en áætlaður
rekstrarkostnaður í ár er um tveir
milljarðar. Forstjóri HSA segir að
ef áætlanir um niðurskurð gangi
eftir megi búast við því að niður-
skurðurinn hlaupi á um 500 millj-
ónir á nokkrum árum.
„Ef þessi spá er ljóst að starf-
semin verður þá ekki eins og hún
er í dag,“ segir Einar Rafn.
- kh
Hundrað milljóna króna niðurskurður blasir við Heilbrigðisstofnun Austurlands:
Óttast að missa starfsfólk
EINAR RAFN HARALDSSON Forstjóri
Heilbrigðisstofnunar Austurlands segir
að erfið sigling bíði þeirra sem reki
ríkisstofnanir næstu árin.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR SAFNI