Fréttablaðið - 28.09.2009, Qupperneq 30
28. SEPTEMBER 2009 MÁNUDAGUR14 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald
Fasteignaskrá Íslands tók á dögun-
um saman upplýsingar um fjölda
þinglýstra makaskiptasamninga
á höfuðborgarsvæðinu frá júní
2006 til og með ágúst á þessu ári.
Með makaskiptasamningi er átt
við kaupsamning um fasteign þar
sem hluti kaupverðs er greiddur
með annarri fasteign.
Makaskiptasamningum hefur
fjölgað gríðarlega á þessum þrem-
ur árum á sama tíma og fjöldi þing-
lýstra samninga hefur minnkað til
muna.
Þar kemur meðal annars fram
að hlutfall makaskiptasamninga
frá júní og til loka árs 2006 var 2,8
prósent af þinglýstum samningum
á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2007
var hlutfallið 2,2 prósent. Árið
2008 voru makaskiptasamningar
14,7 prósent af þinglýstum samn-
ingum og fram í ágúst á þessu ári
var hlutfall þeirra orðið 38,4 pró-
sent.
Fjöldi þinglýstra samninga
hefur einnig breyst. Frá júní og
fram í desember voru þinglýstir að meðaltali 483 samningar á
mánuði. Árið 2007 voru að meðal-
tali 768,6 samningar þinglýstir á
mánuði. Árið 2008 var meðaltalið
267,4 samningar og það sem af er
þessu ári hafa að meðaltali 139,5
samningar verið þinglýstir á mán-
uði á höfuðborgarsvæðinu.
Slík fjölgun makaskiptasamn-
inga er þó ekkert einsdæmi því á
árunum 1995 til 1997 slagaði hlut-
fall makaskiptasamninga einnig
upp í fjörutíu prósent. Frá árinu
2000 til 2008 voru mjög fáir slíkir
samningar gerðir. - sg
Mikill fjöldi makaskiptasamninga
Á vef Reykjavíkurborgar www.
rvk.is eru leiðbeiningar til þeirra
sem hugsa sér að sækja um húsa-
leigubætur. Þar segir að þeir leigj-
endur, sem leigi íbúðarhúsnæði til
búsetu og eigi þar lögheimili, eigi
rétt á húsaleigubótum í Reykjavík.
Skilyrði húsaleigubóta er að fyrir
liggi þinglýstur leigusamningur
til að minnsta kosti sex mánaða.
Námsmenn eru undanþegnir skil-
yrði um lögheimili en þurfa þó að
flytja aðsetur í húsnæðið sem tekið
er á leigu.
Húsaleigubætur greiðast ein-
ungis vegna íbúðarhúsnæðis. Með
íbúðarhúsnæði er átt við venjulegar
og fullnægjandi heimilis aðstæður
og eru lágmarksskilyrði að minnsta
kosti eitt svefnherbergi ásamt sér-
eldhúsi eða eldunar aðstöðu og
sérsnyrtingu og bað aðstöðu, þótt
íbúðin sé ósamþykkt.
Umsókn um húsaleigubætur þarf
að berast sveitarfélagi eigi síðar
en sextánda dag fyrsta greiðslu-
mánaðar. Ef umsókn berst seinna
verða húsaleigu bætur ekki greidd-
ar vegna þess mánaðar. Sækja þarf
um húsaleigubætur fyrir hvert
almanaksár og gildir umsóknin
til ársloka eða út leigusamning-
inn. Nánari upplýsingar veita þjón-
ustumiðstöðvar hverfa. Sjá einnig
www.rvk.is. - sg
Sótt um bætur
Húsaleigubætur greiðast einungis
vegna íbúðarhúsnæðis.
Frá og með mánudeginum 21.
september hafa viðskiptavinir
Íbúðalánasjóðs þurft að auðkenna
sig með veflykli RSK eða rafræn-
um skilríkjum til að gera greiðslu-
mat og sækja um lán hjá Íbúða-
lánasjóði. Þessi breyting er gerð
í samstarfi við island.is.
Öryggi viðskiptavina er talið
verða meira en áður þar sem
tryggt sé að ekki sé hægt að gera
greiðslumat eða sækja um lán í
annars nafni. Helsta breytingin
fyrir viðskiptavini við gerð
greiðslumats er að ekki verður
þörf á nýskráningu heldur er vef-
lykillinn eða rafræna skilríkið
notað til að skrá sig inn á greiðslu-
matssíðuna. Til að sækja um lán er
sama leið notuð til innskráningar,
en ekki dugir að nota kennitölu og
greiðslumatsnúmer eins og gert
hefur verið. - sg
Veflykill til að
sækja um lán
Nú þurfa viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs
að auðkenna sig með veflykli eða raf-
rænum skilríkjum til að gera greiðslu-
mat eða sækja um lán.
Makaskiptasamningum hefur fjölgað
verulega milli ára.