Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2009, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 28.09.2009, Qupperneq 42
26 28. september 2009 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is > Lið 22. umferðar Pepsi-deildar karla Fréttablaðið hefur valið lið 22. umferðar í Pepsi-deild karla. Það er skipað eftirtöldum leikmönnum: Mark- vörður: Ingvar Þór Kale (Breiðabliki). Vörn: Kristján Valdimarsson (Fylki), Kári Ársælsson (Breiðabliki), Þórður Steinar Hreiðarsson (Þrótti) og Hjörtur Logi Valgarðsson (FH). Miðja: Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík), Símun Samuel- sen (Keflavík), Andrés Már Jóhannesson (Fylki) og Bjarni Guðjónsson (KR). Sókn: Björgólfur Takefusa (KR) og Alfreð Finn- bogason (Breiðabliki). FÓTBOLTI Páll Einarsson var ráð- inn þjálfari Þróttar á laugardag- inn og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Hann hefur verið aðstoðarmaður Ólafs Þórðar sonar hjá Fylki en snýr nú aftur til sín uppeldisfélags. Páll fór frá Þrótti árið 2005 eftir harðar deilur við Atla Eðvaldsson, þáverandi þjálfara. Hann er enn í dag leikjahæsti leikmaður Þróttar frá upphafi. Hann lék með Fylki í tvö sumur eftir það og þjálfaði Hvöt í 2. deildinni síðasta sumar. Páll var svo ráðinn til Fylkis síðastliðið haust. Þróttur féll úr Pepsi-deild karla og leikur því í 1. deildinni að ári. Gunnar Oddsson var þjálfari Þróttar en hætti um mitt sumar. Þorsteinn Halldórsson þjálfaði Þrótt eftir það. - esá Þjálfaraskipti hjá Þrótti: Páll snýr aftur til Þróttar PÁLL EINARSSON Kominn aftur í Laugar- dalinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur, sagðist vilja halda áfram þjálfun liðsins eftir leik sinna manna gegn Breiðabliki um helgina. Hann tók við liðinu stuttu eftir að mót hófst í vor. „Ég er búinn að eiga nokkra jákvæða fundi með stjórn Grindavíkur og vonandi verð- ur gengið frá samningi strax í næstu viku,“ segir Lúkas. - esá, óþ Lúkas Kostic í Grindavík: Vill halda áfram FÓTBOLTI Gunnleifur Gunnleifsson er nú orðaður við flest stærstu liðin í efstu deild karla en hann er leikmaður HK sem ekki tókst að endurheimta sæti sitt í efstu deild. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er líklegast að Gunnleifur gangi í raðir FH, þótt það gæti enn breyst. Mikill áhugi er hjá FH að semja við Gunnleif en viðræður við HK munu þó ganga hægt. Sigurður Örn Ágústsson, einn forráðamanna HK, sagði í samtali við Fréttablaðið að félagið hefði átt í viðræðum við bæði FH og KR um Gunnleif. Félagið vissi einnig af áhuga annarra liða en Valur hefur einnig verið sterklega orðað við Gunnleif. „Við skiljum það mjög vel að hann hafi áhuga á því að spila í úrvalsdeild á næsta ári og við erum stoltir af því að eiga lands- liðsmarkvörð í okkar félagi. Við munum ekki standa í vegi fyrir því að hann fari annað. Gunnleifur er þó samningsbundinn HK og þurfa félög að ræða við okkur fyrst og komast að samkomulagi um kaup- verð,“ sagði Sigurður. Ólafur Jóhannesson landsliðs- þjálfari lét hafa eftir sér fyrir stuttu að hann gæti ekki valið Gunnleif áfram í landsliðið nema hann spilaði með félagi í efstu deild. Því er það líklegasta niður- staðan að svo verði og sem stendur virðist FH standa best í baráttunni um Gunnleif. FH hefur þegar gengið frá kaup- um á Gunnari Má Guðmundssyni frá Fjölni og hefur hug á því að styrkja liðið enn frekar fyrir átök næsta tímabils. - esá FH, Valur og KR eru öll orðuð við Gunnleif Gunnleifsson landsliðsmarkvörð: Líklegast að Gunnleifur fari til FH GUNNLEIFUR GUNNLEIFSSON Vill spila í efstu deild á næstu leiktíð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N FÓTBOLTI Breiðablik tókst að tryggja sér annað sæti Pepsi-deildar kvenna í gær með 7-0 stórsigri á GRV á heimavelli. Breiðablik, Þór/ KA og Stjarnan unnu öll sína leiki í lokaumferð deildar innar í gær og hlutu öll 39 stig. Blikar voru þó með besta markahlutfallið þegar uppi var staðið. Þór/KA kom sér reyndar upp í annað sæti deildarinnar um tíma er liðið komst í 3-0 forystu í fyrri hálfleik í leik sínum gegn KR. Á sama tíma höfðu Blikar aðeins skorað eitt mark í sínum leik gegn GRV. Þetta breyttist þó allt í seinni hálfleik. KR hafði minnkað mun- inn í 3-1 í lok fyrri hálfleiks og skoraði svo öðru sinni í seinni hálfleik, án þess að Þór/KA næði að bæta við mörkum. Blikar gengu að sama skapi á lagið og keyrðu yfir andstæðinga sína í seinni hálfleik. Um algera einstefnu að marki GRV var að ræða og hefðu Blikar vel getað skorað fleiri mörk en þau sex sem litu dagsins ljós. „Það virðist oft vera að við spil- um betur á móti vindi eða með honum,“ sagði Gary Wake, þjálf- ari Blika. „Þetta var eins og svart og hvítt hjá okkur. En við fórum vel yfir stöðuna í hálfleik og mér fannst leikmenn bregðast vel við.“ Hann segir árangur Breiðabliks í sumar vera vel viðunandi en liðið mætir Val í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi og tímabilinu er því ekki lokið enn. „Það var frábær bónus að fá Meistaradeildarsætið og það verður frábær reynsla fyrir þessa leikmenn að fá að prófa sig meðal þeirra bestu í Evrópu. Við erum með ungt og mjög efnilegt lið en það er alveg ljóst að það á erindi í þessa keppni.“ Baráttunni um markadrottn- ingartitilinn lauk einnig í gær. Þær Kristín Ýr Bjarnadóttir, leik- maður Vals, og Rakel Hönnudóttir hjá Þór/KA voru jafnar fyrir leiki lokaumferðarinnar en þær höfðu báðar skorað 23 mörk. Valur lék á laugardag og vann þá Aftureldingu/Fjölni, 3-0. Kristínu Ýri tókst þó ekki að skora. „Við vorum búnar að tryggja okkur titilinn og því að litlu að keppa í leiknum. Það virtist því allt ganga út á það í leiknum að koma boltanum á mig svo ég gæti skor- að. En þar með vorum við ekki að spila okkar venjulega bolta og mér tókst ekki að skora,“ sagði Kristín Ýr í samtali við Fréttablaðið. Rakel Hönnudóttur tókst þó ekki heldur að skora í gær er Þór/KA mætti KR. Báðar hafa tekið þátt í öllum átján deildarleikjum sinna liða en Kristín Ýr hefur leikið í færri mínútur. Hún fær því gull- skóinn. „Þetta er auðvitað frábært þó svo að það hafi verið aðalatriðið að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Ég setti mér það markmið að skora tuttugu mörk í sumar og það tókst. Mér finnst svo auðvitað aldrei leið- inlegt að vinna til verðlauna.“ eirikur@frettabladid.is Blikar í Meistaradeildina Breiðablik tryggði sér í gær annað sæti Pepsi-deildar kvenna með 7-0 sigri á GRV í lokaumferð deildarinnar. Breiðablik og Valur verða því fulltrúar Íslands í Meistaradeild Evrópu. Valsarinn Kristín Ýr Bjarnadóttir varð markadrottning. SKORUÐU SEX Í SEINNI HÁLFLEIK Hlín Gunnlaugsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Erna Björk Sigurðardóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir fagna einu marka Breiðabliks í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Björgólfur Takefusa gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fimm mörkin í 5-2 sigri KR á Vals á Vodafone-vellinum á laugardaginn. Um leið tryggði hann sér markakóngstitilinn í deildinni en fyrir leikinn vant- aði hann þrjú mörk til að jafna árangur FH-ingsins Atla Viðars Björnssonar. Hann er leikmaður 22. umferðar Pepsi-deildar karla. „Þetta hlýtur að vera einn eftirminnilegasti dagurinn sem ég hef upplifað,“ sagði Björgólfur. „Ég vona að þetta verði samt ekki sá eini.“ Hann sagðist þrátt fyrir allt ekki hafa verið að hugsa um að ná í gullskóinn. „Það þurfti mikið til að ná því og ég var ekki að hugsa um það. Ég ætlaði að sjá til hvað ég gæti gert og hugsa fyrst og fremst um að liðið myndi vinna leikinn. Það er mikill rígur á milli Vals og KR og ég held að margir KR-ingar séu ánægðir með þennan sigur. Það er frábært að hafa tekið þátt í slíkum sigri og að hafa getað gert eitthvað í þeim leik.“ Hann segir þó að KR-ingar hafi stefnt að því að ná titli í sumar. „Við erum engan veginn sáttir við að það hafi ekki tekist. Það er svolítið skrýtið að 48 stig hafi ekki dugað til þess. En FH er með mjög gott lið og náði góðum úrslitum í sumar. Við getum þó fyrst og fremst sjálfum okkur um kennt og það er undir okkur komið að mæta betur gíraðir til leiks næsta sumar.“ Björgólfur segir að hann sé bjartsýnn á að það takist. „Þetta er frábær hópur leikmanna og frábært lið. Öll umgjörð er búin að vera glæsileg og mórallinn hefur verið góður. Mér finnst í fyrsta skipti sem KR sé að spila skemmtilegan og skapandi bolta og mikið sé hægt að vinna með þetta og byggja til framtíðar.“ Björgólfur tók sér frí eftir síðasta tímabil og sér ekki eftir því nú. „Ég byrjaði ekki fyrr en í mars og er því dauðfeginn því þetta er besta undir- búningstímabil sem ég hef tekið. Ég náði að hvíla mig vel og mæli með því við alla þjálfara að hefja bara undirbúningstímabilið í mars,“ sagði hann í léttum tón. BJÖRGÓLFUR TAKEFUSA: MARKAKÓNGUR OG LEIKMAÐUR 22. UMFERÐAR PEPSI-DEILDAR KARLA Mæli með því að hefja undirbúning í mars HANDBOLTI Fram varð í gær meistari á Reykjavík Open-mót- inu í handbolta sem fór fram um helgina. Fram hafði betur gegn Stjörnunni í úrslitaleik mótsins, 28-26. Stella Sigurðardóttir skoraði tíu mörk fyrir Fram í leiknum og Íris Björk Símonardóttir varði 24 skot í markinu. Alina Daniela skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna. Valur vann Fylki, 22-13, í leik um þriðja sæti. - esá Reykjavík Open: Fram meistari SKORAÐI TÍU MÖRK Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram, fór mikinn í úrslita- leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN KÖRFUBOLTI Fjórðungsúrslit í Powerade-bikarkeppnum karla og kvenna fóru fram um helgina. Í undanúrslitunum í karla- flokki mætast KR og Njarðvík annars vegar og hins vegar Grindavík og Snæfell. Njarðvík lagði í gær granna sína í Keflavík, 79-76, í spenn- andi leik. Staðan í hálfleik var 41-38, Keflavík í vil en Njarðvík náði að snúa leiknum sér í hag í fjórða leikhluta er liðið komst á 15-1 sprett. Þá vann Grindavík nauman sigur á ÍR, 68-64, og Snæfell lagði Stjörnuna, 96-83. Í kvennaflokki munu Haukar og Hamar eigast við í undan- úrslitum annars vegar og KR og Grindavík hins vegar. - esá Powerade-bikarkeppnin: Njarðvík lagði Keflavík

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.