Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2009, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 28.09.2009, Qupperneq 46
30 28. september 2009 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ SEGIR MAMMA? „Þetta er sent út í beinni og það má ekkert klikka,“ segir torfærukapp- inn Gísli Gunnar Jónsson. Hann kemur fram í einum vinsælasta sjónvarpsþætti Evrópu, Wetten Dass, á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF hinn þriðja október. Þar ætlar hann að aka bíl sínum um tvö hundruð metra yfir áttatíu metra djúpt stöðuvatn í beinni útsendingu. Rétt áður en hann leggur í svaðil- förina geta áhorfendur veðjað um hvort honum takist ætlunarverkið eður ei. Gísli býst við því að bruna örugg- lega yfir vatnið á jeppanum, sem áður hét Kókómjólkin, þó svo að vegalengdin sé sú lengsta sem hann hafi farið til þessa. „Nema það verði skyndileg bilun, þá sekkur hann bara. En það er settur neyðarkútur á hann þannig að hann sökkvi ekki niður og dragi mann til kölska.“ Eftir áhættuatriðið verður bíl- inn dreginn inn á sjónvarpspall þar sem Gísli verður tekinn tali. Wetten Dass hefur verið á dagskrá ZDF í áratugi og áhorfið á hann mun vera það næstmesta í Evrópu á eftir Eurovision-keppninni, eða sem nemur yfir þrjátíu milljón- um áhorfenda. „Ég hef aldrei próf- að neitt í líkingu við þetta. Þetta er náttúrulega risabatterí,“ segir Gísli, sem er margfaldur Íslands- meistari í torfæruakstri og fyrr- verandi heimsmeistari. Gísli kom fyrir nokkrum árum fram í þættinum Top Gear þar sem hann keyrði einmitt yfir vatn. „Það var heilmikil umfjöllun og þeir sáu þetta og höfðu samband við mig,“ segir hann um forsvarsmenn Wet- ten Dass. Búið er að smíða nýjan mótor fyrir jeppann vegna þáttar- ins í von um að hann haldi út alla tvö hundruð metrana í vatninu. „Það er þverhnípt niður og maður verður bara að vera snöggur,“ segir Gísli, hvergi banginn. - fb Yfir stöðuvatn í milljónaþætti Á LEIÐ TIL ÞÝSKALANDS Gísli Gunnar Jónsson fagnar sigri í keppni í Noregi fyrir þremur árum. Hann kemur fram í þættinum Wetten Dass 3. október. MYND/GÍSLI LÁRÉTT 2. ofstopi, 6. frá, 8. laus greinir, 9. dýrahljóð, 11. mun, 12. ek, 14. þvo, 16. berist til, 17. fúadý, 18. drulla, 20. þys, 21. faðmlag. LÓÐRÉTT 1. kássa, 3. íþróttafélag, 4. eyja í Miðjarðarhafi, 5. svelg, 7. hefting, 10. ar, 13. skarð, 15. svari, 16. hryggur, 19. óreiða. LAUSN „Elva hefur alltaf verið skap- andi og var aðeins níu ára þeg- ar hún hannaði fyrstu jólafötin sín. Mér finnst hálsmenin henn- ar mjög flott og hún er dugleg að koma þessu í framkvæmd með tvö lítil börn.“ Guðrún Snorradóttir, móðir Elvu Daggar Árnadóttur sem heklar hálsmen undir nafninu Elva. Diskó Friskó „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á flugumferðarstjórnun og öllu sem viðkemur því og þegar Flug- skólinn auglýsti eftir nemum í flugumferðar stjórnun síðasta haust greip ég bara tækifærið,“ segir Sigurður Hrannar Hjalta- son. Áhorfendur Fangavaktarinnar sáu Sigurð fara á kostum í hlut- verki hins kjaftfora óþokka Ingva í fyrsta þættinum sem sýndur var í gærkvöldi. Hugsanlega er þessi smásál þó síðasta hlutverk Sigurð- ar í bili því hann einbeitir sér um þessar mundir alfarið að náminu í flugumferðarstjórnun og vonast til að geta gert það að framtíðar- starfi; leiklistin verður lögð á hill- una, þótt ótrúlegt megi virðast. Sigurður segist alltaf hafa ætlað sér að læra eitthvað í samband við flug. En svo hafi örlögin tekið í taumana. „Ég komst inn í leiklistar- skóla í London strax eftir nám í Versló og fór bara að læra leiklist. Ég hafði flugið samt alltaf í bak- höndinni,“ útskýrir Sigurður en þegar hann sneri heim fékk hann strax eitthvað að gera, lék meðal annars í Ástin er diskó, lífið er pönk sem sett var upp í Þjóðleik- húsinu fyrir skemmstu. „Svo er bara misjafnt að gera í þessu og ég ákvað bara að stökkva á þetta tæki- færi, að láta gamlan draum rætast og læra eitthvað tengt flugi.“ Nám í flugumferðarstjórnun er ekkert síður krefjandi en leiklist- in og aðeins þeir bestu komast að. „Já, maður valdi sér annað svona „ef“ nám þar sem maður lærir og lærir en verður bara að vona það besta.“ Sigurður klárar réttinda- námið í janúar og er leikarinn þá orðinn flugumferðarstjóri. Hann er þegar kominn á mála hjá Flug- stoðum og ef allt gengur að óskum verður hann þar áfram þegar nám- inu lýkur. „Hvort ég er kominn með sterkar taugar? Jú, það má kannski segja það, maður lærir það í leik- listinni að taka því sem kemur og ef hlutirnir ganga upp þá ganga þeir bara upp.“ Námið í leiklist- arskólanum í London var þó ekki alveg tilgangslaust, enska er mikið notuð í flugumferðar stjórnun og þá skiptir andlegi þátturinn miklu máli. „Þetta er ekkert stresslaust starf, en það fylgir því líka að þeir velja fólk inn sem þeir telja að geti höndlað álagið og þar kemur leik- listin mjög sterkt inn.“ Sigurður kveðst hafa skemmt sér konunglega við tökurnar á Fangavaktinni og er alveg ótrú- lega ánægður með að hafa feng- ið tækifæri til að leika í þessum vinsælu þáttum sem þjóðin hefur tekið ástfóstri við. „Kannski verst að maður var með stöðug leiðindi á tökustaðnum og alltaf með kjaft.“ freyrgigja@frettabladid.is SIGURÐUR HRANNAR HJALTASON: LEGGUR LEIKLISTINA Á HILLUNA Í BILI Leikarinn sem ákvað að verða flugumferðarstjóri KÝS FLUGUMFERÐARSTJÓRNUN FRAM YFIR LEIKLISTINA Sigurður Hrannar Hjaltason leikur hinn kjaftfora óþokka Ingva í Fangavaktinni. Þetta er hugsanlega síðasta hlut- verkið hans í bili því hann lærir nú flugumferðarstjórnun og ætlar að hasla sér völl á því sviði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nýjasta glæpabók Viktors Arnars Ingólfssonar, Sólstjakar, kemur í verslanir 1. október. Bókin kemur út í Þýskalandi í vor á vegum útgefand- ans Lübbe, hins sama og gefur út bækur Arn- aldar Indriðasonar þar í landi. „Þýskaland er annar eða þriðji stærsti bókamarkaður heims og þar koma út níutíu þúsund titlar á ári. Bara það að komast í bókabúðirnar er afrek í sjálfu sér,“ segir Viktor, sem hefur selt bækur sínar í um 150 þúsund eintökum þar í landi. Sólstjakar, sem skartar sömu aðalpersónum og í Aftureldingu, átti upphaflega að gerast eingöngu í sendiráði Íslands í Berlín. „Það var hugmynd sem vaknaði árið 2000 þegar ég fór til Berlínar og fékk að heimsækja sendi- ráðið þar,“ segir Viktor. „Þarna var mjög flott sögusvið til að vinna með en þegar fléttan fór að þroskast varð alltaf minna og minna úr þeim þætti.“ Útgefanda Viktors í Þýskalandi var létt þegar hann frétti af breyttu sögusviði bókarinnar. „Þýski markaðurinn er mjög mikil- vægur og hún var lítið hrifin af því að fá sögu sem gerist í Þýskalandi. Þau eru að fiska eftir glæpasögu sem gerist meira og minna á Íslandi því þau eiga nóg af glæpasögum sem gerast í Berlín.“ Kertastjakarnir tveir sem koma við sögu í bókinni eiga sér skemmtilega forsögu. Leir- listakonan Margrét Jónsdóttir fékk nokkra höfunda, þar á meðal Viktor, til að skrifa fyrir hana lýsingu á leirlistagripum. „Ég var að skrifa einn af upphafsköflunum í bókinni og það passaði vel að vera með tvo stóra kerta- stjaka og ég sendi henni lýsingu á þeim. Það er karlkyns leirlistamaður í sögunni sem á að hafa gert þessa stjaka. Hann kallar þá sól- stjaka og þaðan er nafnið komið,“ segir Viktor sem festi síðan sjálfur kaup á stjökunum. „Það er gott að hafa þá við höndina og ég held líka að ég hafi fengið smá afslátt.“ - fb Hefur selt 150 þúsund bækur í Þýskalandi VIKTOR OG SÓLSTJAKARNIR Viktor ásamt kertastjökun- um sem koma við sögu í nýjustu bók hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tónlistarhátíðin Réttir þótti heppnast vel en hún hófst í miðbæ Reykjavíkur á miðvikudagskvöld og lauk nú um helgina. Skipulag var með besta móti, svo gott að raðir mynduð- ust aðeins á tveimur vinsælustu tónleikunum: Mugison og Ensími. Það eina sem þótti fara miður í dagskrá hátíðarinnar var að Hallur Kristján Jónsson og félagar í Bloodgroup neituðu að stíga á svið á Batteríinu á miðvikudagskvöld. Voru Bloodgroup-liðar eitthvað ósáttir við tæknimálin á staðnum. Svíinn Kleerup vakti síðan mikla athygli íslensku kvenþjóð- arinnar þegar hann skemmti sér á Karamba aðfaranótt sunnudags. Vegna fréttar á þessum stað í síðustu viku um spurningakeppni á Morgunvakt Rásar 2 vildi Bene- dikt Sigurðsson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, koma því á framfæri að ekki væri rétt að Sigmundur hefði „grát- beðið“ stjórnendur þáttarins að fá að halda áfram keppni. Frumkvæði að þátttöku hans hefði Logi Berg- mann átt þegar hann hefði fallið úr keppni og stjórnendur þáttarins síðan beðið Sigmund að taka þátt. Raggi Bjarna fagnaði 75 ára afmæli sínu með tvennum stórtón- leikum í Laugardalshöll á laugar- dag. Raggi var í banastuði á tónleikunum og fékk auk þess til sín góða gesti. Tónleikagestir veittu því athygli að sjónvarpsmyndavélar fylgdust með hverju skrefi Ragga og félaga. Mun ætlun- in vera að sýna tónleikana á Stöð 2 einhvern tímann í vetur. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI LÁRÉTT: 2. ofsi, 6. af, 8. hið, 9. urr, 11. ku, 12. keyri, 14. skola, 16. bt, 17. fen, 18. aur, 20. ys, 21. knús. LÓÐRÉTT: 1. mauk, 3. fh, 4. sikiley, 5. iðu, 7. frestun, 10. ryk, 13. rof, 15. ansi, 16. bak, 19. rú. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Árið 1986. 2 Ég myrti móður mína, eftir Xavier Dolan. 3 Orgelsmiðurinn heitir Björgvin Tómasson.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.