Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1937, Page 9

Fálkinn - 28.08.1937, Page 9
F Á L K I N N Hválreki getur orðið víðar en í Trjekyllisvík eins og myndin til hægri sannar. Hún er sunnan úr Ýorkshire í Englandi og sýnir, að einnig þar geta hvalir verið svo ná- lægir, að þeir hlaiipi á land, þeg- ar ofsaveður koma. Hvalurinn á myndinni flæmdist upp í fjöru í hafráti og er þess ekki getið, hve mikið hann lagði sig, en landeig- aridinn hafði hugsun á þvi að aug- lýsa hvalrekann og hafði svo mik- ið upp úr aðgangseyri forvitinna manna, sem langaði iil að sjá hvalinn, að hann er fjáður maður eftir. Myndin er af Fleming, syni Axels Danaprins og Margrjetar prins- essu. Hann er nú kominn yfir fermingu og ætlar að læra sjó- mensku eins og faðir hans. 1 Indlandi er mikill fjöldi lcjós- enda hvorki læs nje skrifandi. Þeir fá því merktan seðil og eiga að stinga honum í atkvæðakassa þess ftokks, sem þeir vilja styðja, en hver ftokkur hefir sína tákn- mynd, sem kjósandinn þekkir, og stingur hann miðanum í kassa þess flokks sem hann styður. Á myndinni hjer að ofan eru kass- arnir fjórir og er einn þeirra tákn- aður með metaskátum, annar með blómi, þriðji með upprjettri hendi og fjórði með —- regnhlíf! Samkvæml samningum milli Egypta og Breta hefir her Egupta- lands nú tekisl á hendur gæslu hergagnabúrsins mikla í Iíairo, en áður hafa Bretar haft þessa gæslu á hendi. Myndin til vinstri sýnir, er egyptsku hermennirnir koma og leysa Englendingana af hólmi.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.