Fálkinn - 11.09.1937, Side 2
2
FÁLKINN
----- GAMLA BlÖ ----------
Aðeins eina nótt.
Efnisrík og hrífandi mynd. Að-
alhlutverkin leika liin nýja og
yndislega kvikmyndastjarna
MARGARET SULLAVAN,
JOHN BOLES,
BILLIE BURKE.
Úrvalsmynd sem kemur bráðum.
hessi mynd er öllu fremur nú-
timasaga en æfintýri. En æfintýri
er liún þó, því að hún gerist eins
og „milli svefns og vöku“ þeirra, sem
vilja skynja rjett um rás viðburð-
anna kringum sig. Það er i henni
allri hreimur af brimi þeirra ára,
sem rót gerði um sálir svo margra
eftir allar byltingar liugarfars og
hugsanagangs, sem heimsstyrjöldin
olli og þeir viðburðir í Jjjóðlia'gs 1 ifi
flestra landa, sem líka urðu á mörg-
um árum eftir styrjaldarlok, en þó
fyrir tilstilli heimsófriðarins. Þó
undarlegt megi virðast, urðu þau
áhrif ekki minni í Ameríku en í
þeim löndum, sem ljetu meira blóð
fyrir, styrjöldina. Hið volduga land
dollarsins, sem eins og flestir vita,
er sökum hinnar margbreyttu fram-
leiðslu sinnar, best umkomið þess
„að búa að sínu“, ætlaði sjer nð
græða á styrjöldinni og girðn sig
inni með tollmúrum, til þess að sjúgn
merginn úr Evrópu, en eins og flest-
um er kunnugt fór sú tilraun n
þann veg, að Bandaríkin sjálf biðu
hinn herfilegasta ósigur í þeim við-
skiftum og að yfir Ameriku kom eitt
mesta bágindatímabil, sem sagn
þeirra hermir frá.
Myndin í Gamla Bio hermir fráþvi,
livernig viðhorfið var í árslokin
1929, þegar lirunið hyrjnði á kaup-
höllinni í New York — upphaf
kreppunnar, sem Bandaríkin hafn
ekki enn náð sjer eftir. Um það
leyti höf'áu allir, háir og l'ágir
„spekúlerað" á kauphöllinni. Og
allir töpuðu svo, þegar verðbrjef og
verðgildi fjellu i verði, en þeir sem
mest áttu, þoldu lengst. Mr. Emer-
son, sem er miðdepill myndarinnar
var ríkur og þoldi fyrsta áfallið, en
þar kom þó, nð hann verður ásáttuv
við sig um, í miðju gestaboði, sem
liann heldur, að ganga inn á einka-
skrifstofu sína, og láta kúlu gei i
enda á lífi sínu. En þá vill svo til.
nð brjef liggur til hans á borðinu og
hann les það. Það er frá stúlku, sem
heitir Mary Lane, sem hann hefir
jiekt forðum daga. Hann fær að vita,
að hún á dreng, sem er sonur hans,
og að hún hefir tvívegis liitt hann
án þess að liann liafi þekt hana frá
því að þau hittust fyrst, suður í
Virginia.
Emerson leggur skammbyssuna fró
sjer. Hann langar til að komasl
fimtán ár aftur í tímann — til
þeirra stundar, sem hann hitti fyrst
Mary Lane. Hann biður konuna sína
um skilnað og biður sjálfan sig og
Síra Guðmundur Einarsson
prestur á Mosfelti oarð sext-
ugur 8. þ. m.
ólafur Finsen læknir á Akra-
nesi verður sjötugur 17. sept.
Hallgrímur Bjarnason bóndi að
Suður-Hvammi í Mýrdal, á 70
ára afmœli 12. þ. m. og kona hans
Áslaug Skæringsdóttir frá Hjörleifs-
höfða; hún var 73 ára 23. maí
siðastliðinn.
forsjónina um skilnað frá þvi lífi.
er hann aðeins þjónaði Mammoni.
Myndin er tekin af Universal og
það eru Margaret Sullavan og John
Boles, sem leika aðalhlutverkin. Og
alt er jafn vel gert: myndin og leik-
ur þeirra. En Margaret tekur þó
fram hinum ágæta .Tohn Boles.
Stefano Islandi —
Stefán Guðmnndsson.
Iieitir bæklingur, sem er að koma á
markaðinn og fjallar, eins og nafnið
bendir til, um söngvarann, sem nú
er eftirlætisgoð þess hluta þjóðar-
innar, sem hefir heyrt hann syngja.
Er ritið safn ýmsra ritgerða um
söngvarann og hefst með grein, sem
heitir „Brot úr listamannsæfi Stefáns
Guðmundssonar óperusöngvara", en
næst er grein um Stefán eftir próf.
Magnús Jónsson. Sú grein, sem flestir
munu lesa með mestri eftirtekt er
rituð af Stefáni sjálfum og heitir
„Éndurminningar frá ítalíu", einkar
skemtilega og haglega rituð grein.
þar sem höf. lætur hugann reika úr
rigningarsumrinu í Reykjavík til
hinna sólríku stranda Ítalíu, þar
sem hann hefir lengst dvalið. Þátt-
urinn, sem mag. Sigurður Skúlason
hefir ritað eftir frásögn söngvarans,
og heitir: „Þegar jeg söng fyrsta
óperuhlutverk mitt“ er og einkar
skemtilegur og lýsir vel þvi, a‘5
„enginn verður óbarinn biskup".—
I.oks eru prentuð aftast í ritinu ýms
timmæli erlendra blaða um Stefán
og söng hans.
Sjö ágætar myndir af Stefáni,
flestar teknar af honuin i ýmsuni
óperuhlutverkum, sem liann hefir
sungið í, fylgja ritinu.
Þeir eru orðnir svo margir, sem
unna söng Stefáns af alhug, að það
er vafalítið, að þetta litla rit, sem
segir frá Stefáni og listarferli hans,
muni niörgum kærkomið’, og það því
fremur, sem frágangur þess allur er
hinn smekklegasti.
*
I næsta blaði
„FÁLKANSW
verður siðari hluti greinarinnar um
sildariðnaðinn, sem birtist í btað-
inu i dag. Verður þar lýst nýju
verksmiðjunni á Hjaltegri, sem h.f.
Kveldútfur bygði í vor, ,,með amt-
i ikönskum hrqða“ og er stærsta
verksmiðja, sem bygð hefir verið i
einu lagi i Evrópu. Brœðir luin 5000
mál á sólarhring, en húsakynnin
legfa stækkun upp i 10.000 mál.
Jafnstór þessari verksmiðju er sítd-
arvreksmiðjan á Djúpuvik, en hún
var upprunalega bggð fgrir 2.500
mála vinstu, en siðar stækkuð nm
annað eins.
Sagan i næsta blaði heitir ,,Flug-
hetjan og svarti kötturinn“ og er
eftir M. B. Gaunt. Er hún afar
spennandi og segir frá hættulegu
æfintýri, sem ameríkanskur flug-
maður komst i, en ástamál ern á
öðrum þræði.
Þá verðnr og í blaðinu fjöldi
mgnda, innlendra og útlendru,
krossgáta og ýmsar fróðleiksgreinar.
Þegar núverandi sendiherra Banda-
ríkjanna í Rússlandi kom til Moskva
furðuðu ýmsA' sig á, hve mikið hann
hafði meðferðis, ekki aðeins af
flutningi heldur lika fólki. Hann
hafði með sjer 14 Amerikumenn,
scm áttu ýmsum störfum að gegna,
en einnig enskan bryta og sjerfræð-
ing í húsaskipun, sem átti að breyta
sendisveitarbústaðnum fyrir hann.
En meðal flutningsins voru 25 kæli-
skápar — og fjörutíu talmyndir,
sem ráðherrann ætlaði að nota sjer
til afþreyingar í Moskva, er hon-
um leiddist að koma út.
-------- NÝJA BÍÓ. --------------
í leynilegri
þjónnstn.
Stórfengleg kvikmynd, sem ger-
ist i Rússlandi á heimsstyrjald-
arórunum, og segir frá viðburð-
um þeim, sem drifu á daga hins
enska leynierindi'eka Bruce
Lockharts, sem þá var enskur
„varakonsúll“ í Rússlandi. Aðal-
hlutverkin leika:
LESLIE HOWARD og
KAY FRANCIS.
Skotinn R. H. Bruce Lockhavt
hefir að ýmsu leyti líka sögu að
segja af sjálfum sjer og „blandaði
Englendingurinn“ E. T. Lawrence,
sem allir viðurkenna nú, að hafi
ráðið örlögum um það, hvernig fór
um viðureign Tyrkja við Araba og
Breta i Arabíu. Og þó var ólík að-
ferð þeirra tveggja. Lawrence, forn-
fræðastúdentinn frá Oxford, gerðisl
vigamaður, og lierforingi og leiðtogi
og vinur Araba. Hinn varð, tveim
árum áður en heimsstyrjöldin hófst,
undirkonsúll i Moskva, og kom aldrei
fram sem ábyrgur umboðsmaður
bretska heimsveldisins, lieldur ávalt
sem umboðsmaður yfirmanna sinna
— og þá helst sir George Buchanan,
sem var hinn æðsti umboðsmaður
Breta lcngst af ófriðnum, alt þang-
að lil Rússar gerðu sjerfrið við
Þjóðverja í Brest-Litovsk, hálfu öðru
ári áður en heimsstyrjöldin var til
lykta leidd.
En vegna þess máske, að Lockharl
var lágt settur umboðsmaður Breta.
varð honum betur ágengt um, að
afla sjer frjetta frá hærri stöðum og
viðkynningar við ýmsa þá menn,
scm voru áhrifamenn Rússlands þess
sem koma skyldi, bæði þeirra, sem
náðu yfirtökunum i fyrsta viðbragði
og hinna, sem rjeðu úrslitum glim-
unnar, er háð var um endanleg völd
í Rússlandi. Slíkum mönnum kyntisl
sir George sendiherra ekki. En „að-
stoðar-maðurinn“ gat gert það,og um
þá viðkynningu skrifaði hann eina
þá skemtilegustu og fróðiegustu bók,
sem til er, um samfundi erlends
manns við ýmsa þá menn, er kunnir
urðu í Rússlandi sköinmu eftir komu
hans þangað; fyrst Kerenski, sem
náði völdum meðan gruggið var að
hreinsast í breytingaloftinu, síðan
Leon Trotsky, sem nú er talinn mesti
landráðamaður Rússa og lifir í út-
legð i Mexico, Titjsjerin utanríkis-
málastjóra, sem siðar var sendur í
,.livíld“ til Suður-Rússlands og Ra-
dek, sein náðaður var í fyrra frá
dauðadómi, öllum á óvart, og þótti
mesti stjórnmálahlaðamaður rúss-
uesku pressunnar. Öllum þessurn
mönnum kyntist hann meir en
nokkur einstakur maður hefir kynst
af því tæi, og kenuir myndin við
sögu jieirra allra.
Kvikmyndin „f leynilegri þjón-
ustu“ segir frá þeim öllum, en hún
segir frá meiru. Hún segir frá ýms-
um þeim undirbrögðum, sem reynt
var að beita ýmsa helstu menn bylt-
ingarinnar miklu, meðal annars
sjálfan Lenin. Myndin gerir vafa-
laust of mikið úr banatilræði því,
sem Lenin var sýnt, á sama hátt og
hún sýnir sumt það með öfgum, sem
Lockhat segir ofur skaplega frá. En
eigi að siður er myndin einskonar
lieimildarskjal um sögu Rússlands
frá þeim árum, sem hún segir frá.
þó fyrirvari sje góður.
Það sem gerir myndina glæsilega
á leiksviðinu er einkum það, að
hinn goðumborni leikari Leslie Ho-
ward leikur þar aðalhlutverkið. Þeir
sem muna hann m. a. úr „Rauða ak-
urliljan" vita hvílíkur galdramaður
hann er. Og þó er hann meiri lista-
Frh. á bls. 1i.