Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1937, Blaðsíða 15

Fálkinn - 13.11.1937, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 { Ensk og Pólsk KOL I | ávalt fyrirliggjandi. j KOLASALAN S.f. j • Símar: 4514 og 1845. ! ; • •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••*#•#•##«###•#•##•#••#•••• UM RJÚPUNA. Framh. af bls. 3. Þegar kalt er, grefur rjúpan sjer oi't liolur í snjóinn, svo ekki stend- ur nema höfuSið uppúr. Er hún ótrúlega fljót aö grafa sig niður, og hverfa sjónum þess, er eltir hana, ef snjórinn er ekki mjög harður. Segir R. Miiller sá, er fyl' var nefnd- ur, frá því, hvernig særður karn, sem ekki gat flogið, gróf sig á svipstundu ofan i snjóinn, og var horfinn sjónum hans. En með því að rekja sporin gal hann fundið hann, og stóð aðeins hausinn upp úr gryfjunni. En þegar liann ætlaði að grípa hann, skaust karrinn upp úr gryfjunni. En þegar hann ætlaði horfinn á ný. Þetta endurtók sig nolckrum sinnum áður enn fuglinn náðist. Rjúpan hefir eins og kunnugt er, sarp, er hún gelur geymt i nokk- urn matarforða um stund, en meira mun gert úr því, en vert er til hve langs tíma hún geti haft forða. Hinsvegar mun hún geta verið nokkuð lengi matarlaus, ef liún er vet feit fyrir. Kemur það sjer vel Cyrir hana, þegar hana fennir, sem iðuglega kemur fyrir, og hún ekki kemst strax út aftur. Eitt af þvi, sem einkennir rjúp- una, er hv.e rækilega hún skiftir um lit eftir ársíðum, er möleit á sumr- in, en livít á vetrin og er oft afar erfitt að koma auga á hana. Hún fer að missa hvita litinn í apríl, en fer aftur að hvítna í september. Karlfuglinn skiftir ekki eins ræki- lega um lil og kvenfuglinn, er t. d, altaf hvítur á vængjum, miðfjöðrum stjels og neðri hluta bringu, og má þekkja hann á sumrin á þessu og _ á jj'vi að liann er heldur stærri vexti (er um 550 gr. á jryngd, en hún um 450 gr.) Á vetrin má þekkja hann á því, að svört rák er frá nefi afturfyrir auga, en höfuðið á kvcnfugliniim er alhvítt. Rjupan er rauð fyrir ofan augað og er sterkari rauður litur á karranum. Annað, sem einkennir rjúpuna, er það, að fætur liennar eru loðnai og alveg fram á tær, „livít með loðnar tær“, segir í kvæði Jónasar. Að þessu leyli er rjúpan ólík flest- um fuglum. Á sumrin eru lappir hennar ])ó hálf snoðnar. Rjúpan gefur frá sjer minst tólf mismunandi hljóð, þar á meðal eilt, ■ sem lieyrist til móðurinnar, þegar hún hleypur undan með ungana, sem mjög er tíkl því, þegar hæna kallar á ungana sína, cn veikara. Eins heyr- ist oft hljóð i ungunum, sem er mjög likt og lieyrist stundum lit hænu-unga, enda er lijer um frænd- semi að ræða, þvi rjúpurnar heyra ti! hænsna-ættbálksins. Mikil áraskifti eru að |>ví, hvað mikiö er af rjúpum. í miktum rjúpna-árum er svo mikið af rjúp um, að þær eru alveg ofan i bygð, þó engin harðindi sjeu og gera stundum töluvert tjón í matjurta- görðum. Hinsvegár fækkar þeim stundum svo mikið, að varla sjest rjúpa, þó gengin sjeu víð heiðalönd. þar sem þær áður sáust alstaðar. í góðum rjúpna-árum hafa verið drepnar 150 til 300 þúsund rjúpur, og má ætla að alt rjúpnastóðið í landinu sje í slíkum áruin ekki minna en 1 tit 2 miljónir, og ef til vill miklu meira. Farsótt gengur stundum meðal rjúpna og strádrep- ur þær, og stundum farast þær af harðrjetti, einkum þegar áfreðar koma ofan á langvarandi snjó- þyngsli. En þegar harðindi og sótl koma með stuttu millibili, er eins og mestur hluti rjúpnastóðsins sóp- ist burtu. Þannig fækkaði rjúpunni skyndilega 1928. Þegar bjargarlaust verður, safnast rjúpan stundum í afskaplega stóra flokka, en þegar slíkir flokkar farast, er skiljanlegt að rjúpunni fækki áberandi. í Vest- mannaeyjum bar það við fyrir nokkrum árum, eftir norðan stór- viðri, að bátar sem fóru á sjó, sáu á stóru svæði dauðar rjúpur á floti, og er ekki vafi á, að þar hefir afar stóran rjúpnaher hrakið í sjóinn Eitthvað hafði þó komist af, þvi þeir sáu einstaka rjúpnahópa á flugi milli eyja þar. Giskaði maður á, er þetta sá, að þarna hefðu farist 50 til 100 þúsund rjúpur, og reiknaði hann það eftir því, hvað svæðið var stórt, sem þær flutu um. Mörgum liefir þótt einkennilegt, hve skyndilega rjúpum fækkar hjer stundum, og hafa viljað skýra það á þann hátt, að rjúpan tæki sig slundum upp af landinu, og færi til Grænlands, en ótrúlegt virðist það, meðal annars af því að nokkur munur virðist vera á islenzku og grænlensku rjúpunum. Fjölgun rjúpunnar er afskaplega ör, þegar vél árar fyrir hana. Ef hugsanlegt væri, að sex ungar lifðu úr hverju iireiðri, og hver rjúpa lifði aðeins í 3 missiri, yrði stofn- inn, sem kominn væri af einum rjúpnahjónum, saml alls 20 þúsund hjón á tíu árum. Kæmust aðeins fjórir ungar upp, væru ekki komin nema 512 pör eftir tíu ár. En með sömu fjölgun áfram, yrði eftir 15 ár í viðbót komnar milli þrjátíu og tjörutíu miijónir rjúpna, þó engin hefði orðið eldri en 18 mánaða. Fátl er skemtilegra en að athuga háttalag rjúpnamóður með unga sína i lyngmó um sumarnótt. Það er ein af þeim mörgu sýnuin i íslenskri v)ðáttu, er verður hverjum ógleym- anleg. I Lardal í Noregi var um daginn verið að fella trje, þar sem heita Þrauthlíðar. Vissu viðarhöggsmenn- irnir ekki fyr til, en elgsdýr-boli keinur þjótandi, og urðu þeir að forða sjer upp i trje. Elgsdýrið fór hurtu rjett að kalla undir eins, en rjeðisl skömmu seinna á mann, er var að höggva við þar skamt frá. Gekk þetta svo i nokkra daga, að nndir eins og heyrðusl högg viðar- höggsmanna, kom skepna þessi þjót- andi, og lagðist vinnan alveg niður. Var gerl ráð fyrir að leyfi myndi fast til þess að skjóta bolann, þó friðaður væri, en frjettir eru ekki komnar af því, hvernig þessu máli hefir Jokið. Drekkið Eglls-öl • *»«■•■"••' ■*••✓• O-•««*. o •***»■• Ný bók: Þessi einkennilega saga gerist á eynni Krit 14 öldum f. K. Bókin er frumleg og skemtileg og algerlega sérstæð í is- lenskum bókmentum, hvað snertir efnisval og efnismeðferð. FERD’NAND STRAUJ&BN SEM HUGSAR! heitir gamanmyndaflokkur, sem byrjar að koma í næsta blaði Fálkans og verður i hverju blaði framvegis. Ferd’nand er hugsandi mað- ur sem ratar í mörg æfin- týri og dettur margt skrítið í hug. Hann hefir engan fastan samaslað og er sjaldnast iengi við sama verkið. Hann er flakkari sem eirir hvergi. Fylgist með flakkaranum Ferd’nand og upplifið æfin- týri hans með honum. Það borgar sig vel. Rafmagns járn með hita- stilli. Sterkur straumur fyrir þykt og blautt efni, minni fyrir þunt og viðkvæmt tau. Hit- inn helst ávalt jafn og er því brunahætta úti- lokuð. Nýjasta nýtt á þessu sviði. SIEMENS

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.