Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1937, Blaðsíða 5

Fálkinn - 13.11.1937, Blaðsíða 5
F ÁLKINN 'z-l&tt ¦4í.;''/i ;'-.•->A*" -x ':,:V v: -" ''-•¦Í.Í*-' Kinverskir hermenn í bardaga á óigstöðanum í Korður-Kína. gert er í „sálmi" einum sem er í „helgum ritum" japanskra þ jóSernissinna: „Vegna heilagrar trúar hefir Japan bæði máttinn og völdin. Aðrar þjóðir eiga að hlýða hin- um heilögu boðorðum í frið- semd. Áður var sagi: Japan og hin ókunnu lónd. Nú skal sagt: Japan eitt hmd framtíðarinnar". Þannig er hljóðið. í yfirbúrða- þjóðinni i Japan. Lítum nú á undirlægjulandið Kína. Enginn hvítur maður þekkir Kína betur nú á dögum en skáldkonan Pearl Buck (bók hennar: Gott land kom út á is- lénsku í fyrra og gerist i Kina). Hún segir nýlega í stjórnmála- grein, að afstaða Kína til .Tap- ans sje nú lík afstöðu filsins lil kyrkislöngunnar, sem vindi sig um fílinn og herði að. Úr- slitin eru undir þvíkomin hvort lengur þolir og hvort slangan getur gleypt fílinn, þó hann sje mörgum sinnum stærri en hún. Rjeltari mynd er naumast hægt að gefa af einvíginu milli Jap- ans og Kina, sem enn er á byrj- unarstigi. Kínverjar eru bjartsýnismemi og síðustu árin hugga þeir sig við það að tíminn sje besta vopnið gegn Japönum og að þeim muni að lokum farnast likt og þeim, sem áður hafa ráðist á Kína, bæði Mandsjúum og Mongólum: að þeir muni leijsast upp í Kina. Og þeir bæta því við, að þó að allir Japanar flyttu til Kína, þá mundu þeir, ef þeir á annað borð hyrfu ekki inn í' þjóðar- heildina eins og Mandsjúar I'orðum, verða svo fyrirferðar- litlir meðal kínversku risaþjóð- arinnar, að enginn vrði var við þá. . Pérsónulega hatar Kínverjii'.n hvern japanskan einslakling. Þeir eru eins og eldur ,og vatn cg geta ekki samlagast. En Kín- verjarnir og Mandsjúarnir i hin'u nýja japanska lýðríki Mandsjukuo gleðjast eigi að síð- ur yfir þvi, sem Japanar hafa gerl l'yrir landið, yfir hverju nýju húsi og verksmiðju, sem hygð er og yfir hverjum nýj- um skóla eða sjúkrahúsi, sem tekur til starfa. Japanar hafa ákveðið að kenna öllum Mand- sjúkobúum að lesa og þeir hafa ákveðið að-uppræta sóttarplág- urnar. Og Mandsjúkuobúum þykir vænt um, að Japan ver landamæri þeirra fyrir komm- únistiskum áróðri og að þeir hafa útrýmt ránsferðunum og hafa gefið 30 miljónir kínversk- um bændum tryggari vinnuskil- yrði og betri afkomu en áður var. Þeir geta ekki gengið þess duldir að Japan hefir lagt mil- jónir i ýms fyrirtæki í Mand- sjúkuo, til vegalagninga og járnbrauta og að heilsufar og almenn afkoma batnar svo að segja dag frá degi. Þessvegna væri rangt að segja að kinversku bændurnir líði við stjórn Japana, því að sannleikurinn er sá, að livar sem Japanar koma i Kína, þá blómgast alt og grær og íbú- arnir hrósa happi, eftir margra ára kvalir af hendi ræningja- loringjanna og siðspiltra kin- verskra embættismanna og her- í'oringja. En Kinverjar vita líka vel, að Japanar gera þetta ekki af umönnun fyrir Kína heldur vegna hins óhjákvæmilega stríðs milli Japans og Rúss- lands, sem síðar verður háð á sojabauna-ökrunum í Mand- sjúkuo. Kinverjar sem neyðast til að eiga skifti við Japana, eins og t. d. i Mandsjúkuo hugga sig við það, að auglýsingar þeirra um landið lokka árlega mil- jónir af Kinverjum — en ekki Japönum — inn í landið. Eins og stendur eru aðeins 200.000 japanskir en 30 miljón kín- verskir bændur í Mandsjúkuo og það er áætlað, að í lok þess- arar aldar verði að minsta kosti hundrað miljónir kin- verskra bænda í Mandsjukuo en ckki nema ein miljón Jap- ana. Það er fyrir það girt, að mik- ill innflutningur Japana geti orðið á þessari öld, því að þá yrðu Japanar nú þegar að bæta kjör kínversku bændanna svo, að þau yrðu ekki lakari en Jap- anar eiga að venjast. því að annars gætu þeir ekki lifað i sama þjóðfjelaginu. En Japan- ar hafa gagn af Mandsjúkuo, þó þeir flytjist ekki þangað. Skólaskyldan hefir eigi aðeins það i för með sjer, að Japanar fá nýjan markað fyrir sjálf- blekunga, pappír, rafmagns- lampa og ódýrar iðnvörúr, heldur fremur hitt, að í fram- tíðinni verða í Mandsjúkuo Kínverjar, sem hafa fengið japanskt uppeldi, í stað ólæsra armingja, sem nú eru þar. Kín- verjar ganga þessa ekki duldir, þegar þeir selja sig í japanska þjónustu, þeir segja að Japan- ar vinni að marki, sem sje tutt- ugu ár fram í tímanum, en að kínverskir föðurlandsvinir vinni að marki, sem náist 2037, þvi að þá muni hinar 100 miljónir siðmentra Kínverja hafa gleypt japanska minnihlutann í sig og rekið japanska herinn úr landi. Þá muni Mandsjúkuo-Kínverj- arnir vera orðnir þess megnug- ir að verja land sitt, sameinast Kína á ný og m.áske taka við sljórninni þar. Svona er kinverski hugsun- arhátturinn. Hin rólega kín- verska lífsspeki er fuílkomin andstæða hins tímaburidna japanska hugsunarhátlar. — Pearl Buck álitur, að Kínverj- inn verði þolnari, vegna þess hvernig lífsskoðun hans er. Hann er altaf við því búinn að taka því sem að höndum ber, láta sjer nægja litið, þegar meira er ekki að fá og taka ó- sigrunum með ljettri lund. Og hvað sem öðru líður að kjósa lífið fremur en dauðann vegna lífsins sjálfs, sem hann metur meira en heiður, velgengni og ættjarðarást. Japaninn lifir hinsvegar s'ahi- kvæmt þveröfugri lífsskoðun. Hann hefir sett sjer lögmál orkunnar og einbeitninnar — að ná settu marki, þó að það kosti lífið. En nái hann ekki markinu, þá er alt tapað, sam- kvæmt lífsskoðun hans, og lif- ið einskis virði. Japaninn sviftir sie lífi ef hann fær ekki metn- aðaróskir sinar uppfyltar og hann hefir beðið hnekki á æru sinni, að því er honum sjálf- uni finst. Það er þessi lífsskoðun, sem á drýgstan þáttinn í því, að Japanar urðu svo fljótir að verða voldug þjóð. Hún hefir gent þeim kleift að ná svo miklu á skömmum tíma og þora að ágirnast meira. Og fullkomin vöntun þessarar líf's- liyggju hefir syift Kína öllum þjóðernismetnaði, en eigi að síður haldið lífinu í Kínverjum scm þjóð, þrátt fyrir erlend yf- irráð. Og hún getur enn haldið lifinu í Kína, eftir að Japanar hafa hlaupið af sjer hornin. Það sem Kína er að upplifa nú gagnvart Japan hefir það upplifað fyrir nokkur hundruð árum, þegar herskáir Mandsjú- ar .ruddiist suður fyrir Kin- verska múrinn og tóku völdin í Kína. Og Kínverjar, friðsam- asta þjóð heimsins, að maður ekki segi eina friðsemdarþjóð- in i heiminum, vcittu heldur ekki viðnám þá. Samkvæmt sinní kinversku lífsspeki ljetu þeir sigurvegarana gera alt sem þeir vildu, ljetu þá byggja skraut- legar liallir í Peking með breið- um strætum, svo að riddaralið- ið gæti riðið þau i breiðfylking- um. Þeir veittu þehii allan lúx- us og smjaður sem þeir gátu óskað sjer og á nokkrum mannsöldrum voru sigurvegar- arnir orðnir óvígir, höfðu smit- ast af kinversku lífsspekinni og Kínverjar hjeldu áfram að stjórna sjer sjálfir með sínu lagi, sem ekki byggir á valdi, aga og þrælsótta heldur á til- trú, samkomulagi og friðsemd. Og þeim fanst gott að gera þetta fyrir ekki meira verð en svo, að þeir liefði drotnara frá Mandsjúríu og gyldu honum of- urlitinn skatt. Að visu er ómögulegl að bera Japan i dag saman við Mandsjúana, sem rjeðust inn í Kína forðum. En samt mun Japan rekast á hina kínversku hfsskoðun, ef það ætlar að Ieggja Kína undir sig og það er vafamál, hvort Japan tekst að sigra þessa kinversku lifs- skoðun. Þetta, að öll niðurlæg- ing og tilhliðrun sje tilvinnandi til þess aðhalda lifinu, þessi kæni, seigi og bjartsýni lifs- vilji -- hann eiga Japanar ekki til. Og það er spurning, hvort þessi lifsvilji lifir ekki lengur en bæði fallbyssur Japana og hin veslræna menning þeirra. Því að ekkert kemur yfirdrotn- urunum ver en að þeir sem þeir eru að kúga skifti ekki skapi, en sjeu jafn glaðir og ánægðir eftir sem áður. En þannig eru Kínverjar. Evrópumenn þurfa lika að velta fyrir sjer spurningunni um, hvernig svara beri drotn- unarstefnu Japana. Vonandi : Framh. á bls. ífy.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.