Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1937, Blaðsíða 7

Fálkinn - 13.11.1937, Blaðsíða 7
F Á L K I N N mundi fara með hann eins og gjaldkerann í Tserabkop. Standa upp við múrvegginn, sjá fram- an í sex riffilhlaup, sex litil svört augu, og dauðann í hverju. Hann greikkaði sporið, það lá við að hann hlypi. Þegar hann kom á hornið á Októbergötu gat hann-sjeð klúbb húsið mikla. Klukkuna vantaði tíu mínútur í átta, en Lohov var kominn. Stóð við inngang- inn, með bakið að honum og var að lesa auglýsingu. Þessi refur .... En hvenær var það sem hon- um datt þetta í hug. Var það þegar hann stóð við G.P.U.- húsið, eða var það á leiðinni yfir götuna? Hugsanirnar flugu út og inn, skjótar eins og eld- ing. Enginn mundi sakna Loh- ovs. Hann var ekki einusinni bæjarmaður. Og var oft á ferða- lagi. Hann gat sett peningana i sjóðinn undireins á moTgun. Þurfti ekki að óttast G.P.U. Alt færi vel..... Undir eins og Lohov væri dauður. Lohov hafði litið við. „Jeg kom vist of snemma", kallaði hann. „Gott kvöld, Petr Alexevitsj". „Gott kvöld. Já ----- þjer komuð of snemma", stamaði Petr Alexevitsj. „Jeg hefi ekki .... ekki náð i peningana enn- þá. Viljið þjer -----viljið þjer gera svo vel að biða stundar- korn, meðan jeg .... fer inn og næ i peningana". Hann gekk hratt að dyrunum. Staðnæmdist og leit við . „Það er hvast hjerna!" kallaði hann til Loh- ovs. „Gangið þjer heldur fyrir hornið, þar er skjól". Lohov horfði undrandi á hann og gekk út á hornið. Petr Al- exevitsj hljóp inn í ganginn. Hljóp upp stigann en stað- næmdist á fyrsta pallinum og hljóp ofan aftur. Stóð þar og góndi kringum sig í dimm- um ganginum. Hvað átti hann nú að gera? Lohov stóð þarna og beið eftir honum. Og hann ætlaði að drepa hann! Vopn varð hann að hafa. Alt í einu mundi hann að öxi stóð venjulega í horninu við skonsu dyravarðarins. Hann hljóp inn í ganginn og fálmaði i myrkrinu. Jú, þarna var hún. Aftur stóð hann kyr og hugs- aði sig um. Fór að bakdyrun- um, opnaði þær og læddist út. Bak við klúbbinn var torg bæj- arins. Milli torgreitanna og hússins var aðeins mjór gangur. Hjer var autt og tómt og dimt. Hjer var vindurinn i næði, skafrenningurinn þeytti þjettum gusum, eins og nornir væru að dansa. Niðri á ánni vældi vind- urinn, eins og hópur af glor- hungruðum úlfum. Petr Alexevitsj hljóp niður að horninu og gægðist fyrir það. Þar stóð Lohov, fimtán skref undan og sneri bakinu að hon- um. Petr Alexevitsj krepti hend- ina um skaftið og læddist á- fram. Eitt skref .... tvö .... þrjú ----- sjö ----- Bara að hann líti ekki við! Þá mundi hann undir eins sjá hann, sjá öxina í hendinni á honum, skilja alt. En Lohov stóð grafkyr og horfði á aðal- dyrnar. *Tólf .... þrettán .... Petr Alexevitsj reiddi öxina, steig eitt . skrf enn .... það leiftraði á hana í loftinu og hún lenli í höfði Lohovs. Án þess að gefa frá sjer hljóð fjell hann á götuna og lá þar, eins og svartur haugur á hvítum snjón- um. Petr Alexevitsj slepti öxinni og starði á mannínn, sem lá við fætur hans. Hann hreyfði sig ekki. Hann var dauður! Það var hann sem hafði drepið hann. Hann var morðingi! Hurð var skelt að stöfum. Petr Alexevitsj gægðist fyrir liornið. Nokkrir menn komu út úr klúbbnum, masandi og hlæj- andi og hjeldu áfram upp göt- una. „Hvernig geta þeir fengið af sjer að hlæja . . . . ? Jeg hefi drepið hann", lmgsaði Petr Al- exevitsj. Hann leit á dauða manninn og hljóp áleiðis inn á torgið. Hann var kominn að bakdyr- unum þegar hann sneri við og hljóp sömu leið til baka. „Jeg verð að fela hann .... og láta öxina á sinn stað", taut- aði hann. Hann tók í fætur líkinu og dró það inn á torgið. Gróf gryfju i snjóinn með höndun- um og stakk likinu undir pall, eins langt og hann gat. Mokaði snjó fyrir aftur. Svo hljóp hann eftir öxinni. Þegar hann tók hana upp sá hann stóran rauð- an blett á snjónum, þar sem likið hafði legið. Hann rótaði snjó yfir blettinn. Líka sáust blóðblettir, þar sem hann hafði dregið líkið. „Það sjest ekki á morgun", tautaði hann. „Hann er að snjóa". Alt í einu fann hann að hann var svo ljemagna að hann riðaði á fótunum. Aðra nóttina eftir morðið svaf hann eins og steinn og dreymdi um Lohov. Honum fanst hann sjá pallinn. Hann hafði tekið eftir skiltinu yfir dyrunum: „Járnvörur — Pop- ov". Og hann sá hönd, sem var að róta í snjónum. Nú varð óp undir pallinum og Lohov stakk hausnum út og brosti til hans. Ljet skína í tennurnar og hló þurrum hlátri. Þá hrópaði Petr Alexevitsj svo að hann vaknaði. Hljóp fram úr rúminu og kveikti. Ljet loga þegar hann fór upp í aftur. Þegar hann sat og var að drekka teið á skrifstofunni morguninn eftir kom Petrov til hans. „Þú ert svo gugginn", sagði hann. „Gengur nokkuð að þjer?" „Jeg er með inflúensu", svar- aði Petr Alexevitsj og beygði sig yfir glasið, bljes á teið, þó að það væri aðeins moðvolgt fyrir. „Bara að það sje ekki neitt verra", sagði Petrov. „Þú hefir lagt af líka". Hann hinkraði við og reykti: „Veistu að Lohov er farinn?" „Jæja", sagði Petr Alexevitsj með miklum erfiðismunum. „Já, hann er gersamlega horf- inn". Petrov laut ofan að Petr Alexevitsj og hvislaði: „En kanske er hann ekki farinn. Kanske hefir G.P.U. handtekið hann, þú veist að hann rekur óleyfilega verslun og þvílíkt". „Hver veit?" tautaði Petr Al- exevitsj. Petrov fór aftur á sinn stað. Petr Alexevitsj lyfti glasinu, höndin skalf svo, að mestalt innihaldið skvettist úr því. Daginn eftir fór hann ekki á skrifstofuna. I stað þess fór hann niður á torgin. Fyrst ráf- aði hann þar um, keypti sígar- ettupakka á einum staðnum, nokkur epli á öðrum. En það var eins og einhver dularmátt- ur drægi hann að sölupallinum, þar sem stóð á skiltinu: „Járnvörur — Popov". Hann fór þangað, stóð þar lengi og horfði á. Popov var gamall og digur. „Viljið þjer ekki kaupa eitt- hvað, borgari?" kallaði hann. „Jeg verð að kaupa eitthvað. Það þykir grunsamlegt, ef jeg slend hjer og kaupi ekki neitt", hugsaði Petr Alexevitsj. Hann gekk að pallinum og sagði: „Jeg þarf lítinn hengilás. Ödýran". * Kaupmaðurinn fór að tina lásana fram á borðið. Alt í einu varð Petr náfölur og greip í borðið. Hann tryltist af hræðslu við þessa tilhugsun: „Ef hann Lohov rjetti nú út krumluna og tæki i íótinn á mjer!" Hann greip einn lásinn og sagði i ofboði: „Þennan hjerna. Hvað kostar hann?" „Eina rúblu!" Petr Alexevitsj fleygði rúblu- seðli á borðið og flýtti sjer á burt. „Hæ, þjer gleymduð lyklun- um!" hrópaði kaupmaðurínn á eftir honum. En Petr Alexevitsj flýtti sjer því meira. Þremur dögum seinna þegar hann var á heimleið frá skrif- stofunni sá hann Lohov ganga á undan sjer. Hann staðnæmd- ist snöggvast og horfði fyrst með undrun og síðan með skelf- ingu á manninn fyrir framan sig. Svartur frakki, svört skinn- húfa, sama hæð og á Lohov. Kanske var þetta Lohov? Kan- ske hann hefði bara drevmt að hann myrti hann? Kanske var þetta alt ekki nema Ijótur draumur? Hann greikkaði spor ið. Ætlaði að ganga fram á ínanninn, sjá andlitið á honum, fá vissu sina. En í sama bili og hann náði honum hvarf hann inn i port og þaðan inn i húsið. Petr Alexevitsj dreymdi Loh- ov líka þessa nótt. Um morguninn þegar hann vaknaði hafði hann ákafan höf- uðverk. Hann var lengi að klæða sig, þegar hann ætlaði að hnýta á sig hálsbindið leit hann i spegilinn og þekti ekki sjálfan sig. Fölurvar hann orð- inn eins og vofa, og kinnfiska- soginn. Hann var eins og liðið lík. Svona mundi Lohov líklega líta út núna .... Hann stundi hátt og greip báðum höndum um höfuð sjer. „Hvað hefi jeg gert? Hvað hefi jeg gert?" hvíslaði hann hás. Þegar hann kom að götunni, sem skrifstofa hans stóð við staðnæmdist hann á horninu og stóð kyr langa stund og tautaði eilthvað fyrir munni sjer. Tveir skólastrákar staðnæmdust og horfðu forvitnislega á liann. Svo hlupu þeir áfram. í stað þess að fara til vinstri og á skrifstofuna, beygði hann til hægri og áleiðis niður að torginu. \ Kona stóð við búðina og var að kaupa sjer lás. Popov þramm aði fram og aftur, lagði nýja lása á borðið og setti aðra á sinn stað. „Hvers vegna þrammar hann svona. Hann vekur Lohov", hugsaði Petr. Og svo undir eins á eftir: „Hvaða bull er þetta. Hann ér dauður. Enginn vekur hann. Popov korii auga á haiin: „Góðan daginn, borgari!" kall- aði hann. „Þjer eruð víst kom- inn til að vitja um lyklana?" Petr Alexevitsj gekk að pall- inum. „Nei", hvíslaði hann. „Jeg er ekki konrinn lil þess að sækja lyklana. Hann leit á kaup manninn og sagði pukurslega: „Segið mjer, horgari. Verðið þjer var við nokkuð? Geymið pjer nokkuð undir pallinum?" „Hversvegna er jeg að blaðra þetta?" hugsaði hann í örvænt- ingu. Kaupmaðurinn horfði á hann, hálfhræddur: „Hver eruð þjer? Hvað meinið þjer?" „Jeg er bara að spyrja, hvort þjer geymið nokkuð undir pall- inum", tautaði Petr Alexevitsj þreytulega. „Nei, auðvitað geymi jeg ekki neitt undir pallinum", sagði kaupmaðurinn og starði ennþá forviða á Peter Alexevitsj. Petr Alexevitsj varð óður. „Þú lýgur", öskraði hann. „Jeg skal sanna það undir eins". Hann lagðist á hnjen og fór að róta i snjónum. Hann heyrði Framh. 'á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.