Fálkinn


Fálkinn - 20.11.1937, Síða 3

Fálkinn - 20.11.1937, Síða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa i Oslo: A n t o n S c h j ö t h s g a d e 14. Blaðið kemur út livern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mánuði: kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. A nglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent. Skraddaraþankar. Heykjavik stendur og fellur me'e fiskinum. Hún er einn af mestu fiskbæjum veraldarinnar og lifir og hrærist í fiski. Það er þorskiuinn scm liefir sexfaldað ibúatölu bæiar- ins á tæpum fjörutíu árum, það er þorskinum að þakka, að Reykjavík hefir lokræsi, malbikun, gasveitu, vátnsveitu og rafveitu. Þorskurinn liefir skapað Reykjavík. Nú skyldu ókunnugir halda, að : þessari miklu fiskiborg væri meira úrval af fiski til manneldis en i flestum öðrum borgum heims og við vægara verði. En því er ekki aö lieilsa. Fiskurinn sem Reykvikingar fá að leggja sjer til munns er dýrari en fiskurinií sem seldur er úr landi. Reykvíkingar fá að borga yfirverð fyrir liann, alveg eins og fyrir kjöt- ið, mjólkina og smjörið. Og á sum- um tímum árs er mjög erfitt að fá sæmilegan fisk, síst í nokkru úrvali. Fiskborgin er fisklaus. Það er að segja: Það er jafnan til nóg af á- gætum saltfiski i fisklilöðum útgerð- armannanna, en Reykvikingar virð- ast ekki vita af því og slafra í sig Ijelegan jiaraþyrsling eða eitthvað á- móta í staðinn. Það er á sömu bók- ina lært og hitt, að Reykvikingar jiykjast of fínir tit að leggja sjer til munns niestu kostafæðu Svíans: ís- lenska sild, hvorki nýja nje sall- aða eða kryddaða. Þeir kunna ekki að jeta síld. Það er eitthvert sleifarlag á þéssu Sölufyrirkomulagið á fiskinum i sjálfri fiskborginni er eilt úlaf fyrir sig stórlega aðfinsluvert. Fiskskúr- arnir við Tryggvagötu eru blettur á Ikskborginni, og liess ælli að krefj- asl, að fisksatar kæmu sjer upp búð- um, sem samsvara kröfum tímans. Og það þarf að skipuleggja fisksöl- una, koma upp fiskbúðum á víð og dreif um bæinn. Mjólk og brauð er tin aðalfæða allra manna, enda eru mjólkurbúðir og brauðsölur þannig settar, að eigi er langt lil þeirra. F.n fiskurinn er líka ein aðalfæða hæj- ailnia, eða á að vera það. Og það mundi sannast, að ef fisksölur kænm um allan bæinn, með kerfisbundnu fyrirkomulagi, þá mundi salan auk- ast stórlega. Og þegar ágæt hrað- frystilnis eru i bænum þarf aldrei að kvíða fisldeysi. t Reykjavík er okkert gert til þess að brýna fólk til að „eta meiri fisk“ eins og í Eng- landi. Fisksalan er látin danka i gömlu og úreltu formi, i gömlum og Ijótum hjöllum, sem eru bænum til tineisu. Hve lengi á það svo að ganga? Fyrir nokkrum dögum fann vinnu- maður einn í Borremose á Mið- Falstri í Danmörku afarmerkilegan forngrip er hann var að plægja úti á akri. Var það hálsmen úr gulli, sein talið er einn merkilegasti grip- ur, sem fundist hefir i jörðu i Dan- mörku. Hefir finnandi fengið úl- borgað gullverð hálsmensins, og var ])að 2500 krónur. Hálsmenið er sett saman úr hring- um, sem prýddir eru afar hagleg- um skreytingum. Hefir því verið lokað með lás, sem er sömu tegund- ar sem tíðkast á hálsmenjum enn i dag. Fornminjafræðingar telja men þetta frá ])ví um 500 e. Kr., og eiga Danir ekkert men jafnvandað í forn- gripasöfnum sinum. ÞESSI ER HUNDRAÐ ÁRA og brosir samt. Ilún heitir Thora Jacobsen og á heima í Birkeröd í Danmörku og hefir aldrei gifst. Ann- að veit Fálkinn ekki um hana. MERKILEGT SILFUIÍ. Eins og Fálkinn liefir áður getið um fansl við gröft fyrir húsgrunni allmikið af silfri allskonar í „Gamla Sladen" í Stokkhólmi núna i hausl. Þarna voru kynstrin öll af mótuðum peningum og allskonar munum, svo sem silfurskeiðum og öðruin borð- búnaði, stjökum og skálum. Alt þetta silfur er nú komið á sænska þjóð- menjasafnið og hefir aðsókn að safn- inu aukist mjög síðan. Hjer á mynd- inni sjest Gustaf Svíakonungur vera að skoða silfrið. — Það hefir verið grafið upp hver eigandi silfursins var. Hann var sænskur aðalsmaður og hjet Johan Friedric Lohe. Fluttist til l'ýskalands og mun hafa grafið silfr- ið í jörðu áður. En hann kom aldrei heim áftur, því að hann dó þar syðra. SKÁTAR OG KONUNGURINN. Danskir skátar ætluðu að hafa sýn- ingu fyrir konunginn í tilefni af rík- isafmæli hans i vor, en af því gat þó ekki orðið af sjerstökum ástæð- um. En nú nýlega var sýningiii haldin og fylklu skátar þá liði og voru 10.000 saman. Fór athöfnin fram á æfingavellinum i Rosenborg- argarði og sjest konungur hjer á myndinni vera að ganga frambjá skátaröðunum. — Það er öðruvísi í Þýskalandi. Þar hefir Hitter hannað skátafjelögin. DR. PHIL. HILMAR ÖDUM heitir þessi ungi jarðfræðingur, sem nýlega er orðinn eflirmaður liins kunna visindamanns dr. Victors Mad- sen, sem forstjóri jarðfræðisrann- sókna Danmerkur. En dr. Madsen hefir látið af embætti fyrir elli sak- ir. Allmikill flokkadráttur hafði ver- ið undir niðri nieðal jarðfræðinga í Danmörku út af þessu cmbætti, og er sngt, að ákæran gegn Lauge Kock og mátaferlin út af henni, liafi verið sprottin út af þvi, að jarðfræðing- arnir hafi óttast, að Kock yrði veitt embættið. Ödum hefir litið við þá deilu komið og hefir veitingavaldið þvi synt hil beggjn í málinu. BERTEL DALGAARD er einn af þrem ráðherrum þeim, sem sitja i stjórn Th. Staunings af hálfu róttæka flokksins í Danmörku, og einn af mestu áhrifamönnum flokks síns, þegar frá er skilinn P. Munch utanríkisráðherra. Dalgaard er innanríkisráðherra í stjórninni. Hann varð nýlega fimtugur.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.