Fálkinn


Fálkinn - 20.11.1937, Side 7

Fálkinn - 20.11.1937, Side 7
FÁL-KiNN 7 „Hversvegna gerið þið þau þá ekki fielagsræk?11 „Við höfum engar sanna'nir. Það mundi vekja eftirtekt, ef Lancaster l'æri úr klúbbnum. Sjerstaklega af því aS þau liafa svo marga með- haldsmenn. Við verðum að áfla sannana — en það er ekki auð- velt að ná i þær“‘. „Þjei' hafið grun um að hjónin hafi ákveðið merkjakerfi?“ „Jú, við hjeldum það fyrst, en sje svo, þá hlýtur það að vera afar hugvitsamlegt. Við liöfiun mjög strangar spilareglur i Axtonklúbbn- um. Þó ekki væri nema breyting á raddhreimnum þá mundum við taka eftir henni (■— eða að maður hikaði við að segja. En Lancasterhjónin hafa aldrei gert sig sek í slíku“. „Og' samt haldið þjer að þau hafi rangt við?“ „Jeg er ekki í neinum vafa um það. Þau vinna alt of oft þegar þau spila hvort á móti öðru. Þau spila nákvæmlega eins og þau vissu um hvert einasta spil, sem hitt hefir á hendinni. Vitanlega er hægt að reikna margt út í bridge, en það eru þó takmörk fyrir því, og þau fara yfir þau takmörk". „Vita þau að menn hafa grun á þeim?“ „Ekki held jeg það“. Einmitt meðan McLean sat og var að hugsa um þetta mál, fjekk hann nafnlaust brjef. Þar var minst á Lancasterhjónin með orðum, sem ekki var hægl að misskilja: „. . . . þau eru óbreyttir svika- hrappar. Hið svokallaða kerfi þeirra er ekki annað en grima til að breiða yfir pretti þeirra. Jeg og konan mín voru prettuð frekjulega hjerna um kvöldið. Það er tími til kominn, að þetta æruláusa glæpa- hyski sje rekið úr hópi betri borg- ara. Jeg kýs að halda nafni mínu leyndu“. „Sá hefir orðið gramur“, sagði McLean hugsandi. „Maður skyldi ætla, að jafn æfð- ir spilamenn og eru í Axlonklúbbn- um gætu sjeð við því, að rangt sje haft við lijá þeim“, sagði Brookc yfirlögregluþjónn. „Það er vist ekki svo auðvelt. Það verður að sanna svona alvar- Jegar ákærur. Ef ekki væri sýnd full kurteisi mundu Lancastershjón- in segja sig úr k!úbbnum“. „Það er einmitt það sem klúbh- urinn vill?“ „Já. En hann vill ekki að Lan- caster fari með helminginn af fje- lagsfólkinu með sjer. Og það gætu þau gert. Hann gæti auglýst i blöð- unum: „Þið eruð hræddir við kerf- ið mitt“. En það er besta auglýsing- in,sem Láncaster-kerfið getur fengið. Hann gæti líka höfðað mál. Nei, einasta úrræðið er að standa þau að svikunum“. Nokkrum dögum seinna sótti ó- kunnur maður um upptöku i Axton- klúbbinn, og stjórnin ákvað að taka liann, sem fjelagsmann um stund- arsakir. Ritari klúbbsins kynti hann stm Keynes kaptein, en í raun og veru hjet hann McLean. „Þjer megið til að kynnast herr-i Lancaster og frú“, sagði ritarinn. „Þau eru frægustu meðlimir í klúbbn !|iu. Herra Lgncaster, frú Lancaster Keynes kaptpinn frá Indlandi“. Erie rjetti gestlnum hendina og Anna sagði að ]iað gleddi sig að kynnnst honum. Að svo búnu var nýi fjelaginn látinn eiga sig, Hnnn yarði mesturn liluta kvölds- ips til þess að horfa á hvernig hjón- 1 ii spiluðu. Hann var ekki sjerlega lcikinn í leyndardómum bridge- visindanna en hann kunni vel nð t: ka eftir. Eigi að síður var honum ómögulegt nð sjá, að hjónin hefðu neitt merkjakerfi sin á milli. Hann talaði um málið eftir á, við Brooke. „Það liggur við að þetta sje ó- 'geðslegt", sagði hann. „Jafnvel þó að þau væru bæði fullkomnir hug- lesarar gætu þau ekki spilað betur. Annars eru þau hrífandi bæði tvö. Kanske full hrífandi“. „Haldi’ð þjer að þau spili ær- Iega?“ McLean hló. „Jeg held þau hafi svik og pretti á hverjum fingri. Jeg hefi látið rannsaka fortið Eric Lan- caster og hún er mjög eftirtektar- verð. En það eru nokkrar glompur, sem jeg þarf að fylla í. Konan er okkur ókunnug og jeg veit ekkert um hana. En við verðum fróðari bráðum, sjáið þjer til“. Keynes kapteinn kyntist Lancaster og frú hans betur og betur. Hann var einstakelga góður maður að spila við, þvi að liann tapaði altaf, n.eð sóma. „Þið eruð alt of teikin til að spila við mig“, sagði hann. „En það er eina bótin, að maður getur tært á að spila við ykkur“. Mótspilari McLeans var í þetta skifti enginn annar en Brooke yfir- lögregluþjónn, sem McLean hafði sjeð ástæðu til að bjóða með sjer i spilakvöld heima hjá Lancasters- hjónunum. Brooke spilaði illa bridge en McLean hafði hvíslað því að Lancaster að hann væri fyrverandi skóverslunareigandi og ætti ógrynn: fjár, og eftir það hafði Lancastei ekkert á móti því að spila við hann. Anna virtist hafa tekið miklu .ást- fóstri við kapteininn, og Eric sýndi enga afbrýðissemi, því að maðurinn frá Indlandi virtist vera ofur skikk- anlegur. „Þjer og maðurinn yðar hafið beinlínis gert bridge að vísinds grein“, sagði McLean við Önnu. „Já, það er rétt. En það er Eric, sem á heiðurinn. Hann liefir samið og upphugsað kerfið. Og svo kendi liann mjer það á eftir“. „Hafið þið verið gift lengi?“ „Tvö ár“, laug hún. „En þjer hljótið að hafa spilað bridge áður en þjer giftust?“ „Dálítið, en ekki vel“. „Annars dettur mjer nokkuð i hug. Jeg er hjerna með blaðaúr- klippu. Þar er bridge-þraut, sem jeg hefi verið að brjóta heilann um. ,leg skil ekki hversvegna suður spil- ar ákveðnu spili. Viljið þjer líta á hana?“ Hann rjetti henni úrklippuna. Hún kvartaði undan hve letrið væri dauft og tók af sjer' gleraugun og þurkaði af þeim. Svo útskýrði liún fyrir McLean það, sem hann hafð' ekki skilið. „Þakka yður fyrir“, sagði hann. „Þetta datt mjer ekki í liug“. Skömmu síðar fóru þeir Brooke og liann, með miklu ljettari pyngju en þeir komu. „Þeim tókst það einu sinni enn“, sagði Brooke. „Já, en jeg held að það verði i slðasta skifti“, svaraði McLean. „Á morgun vona jeg að jeg fái santian- irnar“. „Sannanir fyrir hverju?" „Fyrir ráðsnjöllum svikum. Ef jeg næ i sönnunina læt jeg til skarar skríða undir eins“, „FJetta ofan af þeim“. „Já. En fyrst verð jeg að gera of- urlitla tilraun, sem getur orðið tals- vert orfið“, Morguninn eftir fjekk McLean æfi- ferilsskýrslu Eric Lancaster. Hún styrkti skoðun hans og hann gerði þegar nauðsynlegan undirbúning til að koma áformi sinu i framkvæmd. Þetta var vandasamt viðfangsefni og McLean varð að neyta sinna bestu bragða. Við fyrsta tækifæri bendi hann samtali sinu við Lancaster að svruli, og — þar sem hann liafði verið erlendis árum saman — sagð- ist hann ekki hafa sjeð hinar nýju sundlaugar hjer og hvar i úthverf- um London. Lancaster, sem var mikill sund- maður, sagði honum hvar bestu sundlaugarnar væru og hrósaði sjer- staklega sundlaug einni við Great West Road. „Þjer megið til að koma með mjer þangað einhverntima, þegar þjer hafið tima til“, sagði hann. „Með ánægju. Hvaða dagur er hentugastur yður?“ „Á morgun, ef veðrið verður gott. Jeg get sótt yður . . . ,“ „Nei, nei, jeg get komið hingað". „Ágætt. Þá segjum við klukkan þrjú“. Anna ætlaði ekki með þeim, en McLean gerði ráð fyrir, að hann mundi geta komið ráðagerð sinni fram án hennar. Það hagaði þann- ig til við sundlaugina, að maður afklæddi sig i klefurn og setti föt- in á herðatrje, sem maður aflienti umsjónarmanninum til geymslu og fjekk númer á móti. Þcir syntu báðir, og meðan Eric lá í sólbaðinu, afsakaði McLean sig og sagðist ætla að ná í sígarettur i vasa sínum. Hann sagði umsjónar- manninum vitlaust númer og fjekk föt Erics. Það voru ekki nema tvær mínútur þangað til hann uppgötv- aði, að hann hafði fengið skökk föt, en á þessum tíma hafði hann athugað föt Erics og fundið það sem hann vildi. „Þetta er myndarlegur staður?" sagði Eric þegar hinn kom aftur. „Já, prýðilegur“. „Við verðum að koma hingað oft- ar“. McLean kinkaði kolli, en efaðist sannast að segja um, að Eric fengi tækifæri til að koma þarna í nán- ustu framtíð. Daginn eftir talaði McLean við l'ormanninn og ritarann i Axton- klúbbnum. „Nú er jeg reiðubúinn til að fletta ofanaf hr. og frú Lancaster“, sagði hann. „Iiafið þjer uppgötvað merkikerf- ið þeirra?“ „Já, en það skal jeg sýna ykkur betur, þegar jeg fletti ofan af þeim. Jeg held að það sje best að láta athöfnina fara fram i klúbbnum“. „Ágætt. Það kjósum við lika lielst. En það væri leiðinlegt, ef við — lentum i ógöngum í því sambandi". „Ekki skuluð þjer óttast það. Jeg sting upp á, að tveir meðlimir i klúbbnum skori á Lancaster-hjónin að mæta þeim i spilakeppni. Ef riógu mikið er langl undir þá segja þau já“. Og þau tóku vitanlega áskorun- inni — og meira en það. Þau sáu fyrir því, að blöðin fengju frjettina, svo að þetta gæti orðið auglýsing fyrir þau um leið. Reglurnar í klúbbnum voru mjög strangar og að- ems meðlimum var leyft að koma nálægt spilaborðunum þegar mótið hófst. McLean kom ásamt Brooke yfirlögregluþjóni þegar spilið hófst og fjekk að sjá, að Lancaster-hjón- unum gekk betur, undir eins i fyrstunni. Þau liöfðu sagt og gert stóraslem og virtust vera i besta skapi. Anna virtist vera ofuríitið óró, en Eric var rólegur eins og sfinx. Það var engin vafi á þvi að hann spilaði bridge ljómandi vel, en jafn- vel snillingar vita aldrei um hvert einasta spil, sem meðspilarinn hef- ir á hendinni. McLean horfði á i nokkrar mínútur,. Fyrsta rúbertan var búin. „Nú er jeg tilbúinn“, sagði Mc- Lean við formanninn. „Biðjið þau um að koma inn i hliðarherbergið“. Eric var forviða þegar formað- urinn fór þess á leit við hann. „Já, ef þjer endilega viljið jiað en mjer finst það ekki vera sam- kvæmt reglunum“. Anna og hann komu inn í hliðar- herbergið. McLean og Brooke komu á eftir og lokuðu á eftir sjer. „Jæja, herrar mínir“, sagði Eric, „hvað er um að vera?“ McLean kom fram og Eric sperti upp augun. „Eruð þjer i stjórninni, Keynes kapteinn?" „Jeg er frá Scotland Yard“, sagði McLean stutt. „Því hefir verið hald- ið fram að þjer og konan yðar eða segjum heldur þessi kona — hafi spilaþjófnað að atvinnu“. „Hvað segið þjer?“ Lancaster tók öndina á lofti. „Jeg er hjer kominn til að sanna, að þetta sje síj|t“. Andlit Erics stirðnaði. Hann þrýsti einglyrninu fastar i augað. „Það langar mig til að sjá yður sanna“. „Já, nú skuluð þjer sjá. Má jeg lána einglyrnið yðar snöggvast“. „Eruð þjer að gera að gamni vð- ar?“ „Þvert á móti. þetta er mjög al- varlegt. Augnglerið undir eins!“ Eric afhenti það. Anna sat við Imrðið og var föl sem nár. Gler- augun hennar sátu svo undarlega skakt á nefinu. McLean s'ettist beint á móti henni, tók spil, stokkaði þau og gaf i bridge. „Lítið þjer á spilin yðar“, sagði liann við Önnu. Hendur hennar skulfu er hún tók upp spilin. McLean þrýsti augn- gleri Erics fast inn i augað, „Þjer hafið spaðakóng, spaðaníu, áttu og tvist“, sagði hann. Auk þess hjartadrotningu, hjartagosá, lijarta- sjö og hjartasex. Tígulás þarf jeg að halda áfram?“ Anna misti spilin og starði á Eric. McLean hjelt áfram, liægt og rólega: „Framhliðin á spilunum speglast i gleraugum þessarar konu. Þau sjást ekki greinilega með berum augum, en þetta augngler, sem er sjerstaklega til þess gert stækkar myndina nægilega. Þegar jeg segi yður, að Lancaster var sjerfræðing- ur i Ijósfræði og hefir unnið hjá stórri Ijósglerjaslípun í Þýskalandi, þangað til hann stal úr sjóði verk- smiðjunnar, getið liið skilið, hvern- ig hann gat beitt þessum brögðum. Frú Lancaster, eg hefði gaman al að eiga gleraugun yðar. Jeg er viss um, að þer sjáið jafnvel án þeirra“. Sökudólgarnir sáu að þeim var ekki undankomu auðið. Hver sem vit hafði á gat sjeð, að glerin höfðu verið slipuð í þessu augnamiði. Þau biðu fyrst eftir ákvörðuninni, sem sljórn Axtonsklúbbsins tók, en sú ákvörðun var, að þau skyldu bæði aflient McLean. Nokkrum mínútum síðar voru þau á leiðinni lil Scot- land Yard. „Hvernig gótuð þjer getið yður til, hvernig í þessu lá?“ spurði Brooke. „Það var þegar jeg uppgölvaði. að Lancaster hefði aldei notað augnagler fyr en hann byrjaði á þessum prettum. Sömuleiðis ]>egai jeg tók eftir að konan virtist haf.i óþægindi af gleraugunum. Jeg reyndi að láta hana lesa dauft letur, og hún varð að taka af sjer gleraugun áður en lnin gat lesið það. Síðan komst jeg að því, að Eric liafði læ”l ljósfræði, og við sundlaugina atliug- aði jeg augnaglerið hans meðan hann var i sólbaðinu. Það var alis enginn galdur“. Þegar McL’éan sá Eric Lancaster i siðasta sinn virtist hann ekki iðrast neins. „Leiðinlegt, að þjer skylduð fara að sletta yður fram i þetla“, sagði hann. „En maður getur lieldur ekki búist við að sitja allaf i heppninni".

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.