Fálkinn


Fálkinn - 12.02.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 12.02.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ------- GAMLA BlO ------------- Kona liðslorinojans. Frönsk stórmynd eftir hinni heimsfrægu skáldsögu La Veille d’Armes. Aðalhlutverkin leika: ANNABELLA, VICTOR FRANCEN, FIERRE RENOIR. Þetta er framúrskarandi góð mynd, — jafnvel þótt fæstir skilji nokkurt orð í myndinni, getur hver og einn fylgst með. Svo hrífandi er myndin að efni til. Gamla Bíó sýnir nú um helgina franska stórmynd, er nefnist „Kona sjóliðsforingjans“, og er myndin gerð eftir frægri skáldsögu „La veille d’Armes”, eftir Claude Ferr- eres. Myndin skýrir frá því, að Je- anne (leikin af Annabella), sem er gift foringja á stóru herskijii (hann er’leikinn af Victor Francen) er boðin á dansleik í skipinu, er það kemur til hafnar. Á dansleiknum er hún kynt fyrir ungum undirforingja á skipinu (leikinn af Pierre Renoir), sem hún hefir áður fyrri átt vingott við. Til þess að forðast það, að inaður hennar komist á snoðir um fyrra samband þeirra, finnur hún undirforingjann að máli í káetu hans. En þá vill svo til, að skipið fær skyndilega skipun um að fara. og hún er óvart lokuð inni í ká- elunni. Oti á rúmsjó kemst undir- foringinn að þessu, og hann útskýrir fyrir henni, að það geti haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir mann hennar, ef flotastjórnin kæmist að liví, að hún hefði verið um borð. Herskijiið lendir seinna í grimmi- tegum hardaga og lyktar með þvi, að það sekkur. Með snarræði tekst þó að hjarga Jeanne frá drukknun. Seinna er foringinn kærður fyrir að hafa farið skiþinu viljandi, og hefjast um jiað mál mikil rjettar- liöld. Þar kemur það m. a. fram, að Jeanne hefir verið um borð hjá undirforingjanum. Mörg af þeim vitnum eru dáin, sem hefðu getað sannað sakleysi foringjans, en Je- anne tekst að bjarga málstað manns sins, með jiví þó um leið að koma upp um sjálfa sig. Mörg stórfengleg og spennandi atriði eru i myndinni, og má þar einkum nefna til rjettar- höldin fyrir herrjetlinum, sem eru eins konar hámark myndarinnar. Leikur Annabella er prýðilegur, og öll myndin ber vott franskrar menn- ingar og meðfæddrar dramatiskrar listar Frakka. Átján háskólar eru nú í Indlandi, og eru þeir flestir sniðnir eftir Lundúna-háskóla, og er enska náms- málið í þeim öllum, nema háskólan- um i Hyderabad, þar er námstung- an Hindustani. Háskólarnir í Madras Bombay og Kalkútta eru elstir, þeir voru stofnaðir 1857. Er heimsstyrjöld yfirvof andi ? í næsta blaði hefst greina- flokkur eftir hinn heims- fræga ameríkanska blaða- mann HUBERT KNICKERBOCKER um styrjöldina í Asíu og afleiðingar hennar fyrir heimsfriðinn. — Knicker- bocker spáir því, að Banda ríkin og England hljóti að fara í stríð við Japan og þá er hafin ægilegasta styrjöld veraldarsögunnar. Knickerbocker talar við kínverskan liðsforingja. Fylgist með hinum ágætu greinum Knickerbockers frá upphafi. QERIST ÁSKRIFENDUR! Vikublaðið FÁLKINN Jón Dahlmann Ijósmyndari, Sigurður Gíslason trjesmiður, Laugaveg 46 verður 65 ára 1'i. Vinaminni, Eyrarbakka, verður þ. m. 70 ára 15. febrúar. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkj- anna tilkynnir, að eplauppskeran þar í landi sje meiri árið 1937, en hún hefir verið síðastliðin ellefu ár. ----x---- Ekki vita menn gerla ennþá, um ibúatölu í Kina. Er hún lægst áætl- uð 330 miljónir, en liæst 496 milj- ónir. Eru flestir þeirrar skoðunar að síðari talan sje nær hinu sanna, en hin fyrri. Um íbúatölu Indlands vita menn aftur á móti nokkurn vegin, og eru Indverjar taldir vera nú 370 miljónir. Árlega fæðasl þar í landi um 9% miljón, en rúm 6% miljón deyja, svo þjóðinni fjölgar um 3 miljónir á ári. NtJA RÍÖ. Gullfalleg og áhrifamikii ame- rísk kvikmynd frá United Art- ists fjelaginu, er gerist í írlandi árið 1921, þegar uppreisnin gegn yfirráðum Englendinga þar i landi stóð sem hæst, og sýnir myndin ýmsa sögulega viðburði frá þeim tímum, en aðalefnið er hrífandi ástarsaga um írskan byltingaforingja og enska aðals- mey. Aðalhlutverkin ieika: MERLE OBERON, BRIAN AHERNE, l’at O’Malley og fl. Sýnd um helgina. Nýja Bió sýnir spennandi mynd, er nefnist „írska byltingahetjan“, og er að nokkuru leyti söguleg mynd frá óeirðatímunum á írlandi árið 1921, er alt logaði í óánægju í land- inu út af stjórn Englendinga, svo að Iá við sjálft, að lil ófriðar myndi draga, og Engiendingar yrðu að gríjia til vopna. Bakgrunnur mynd- arinnar er þvi uppþot og skærur fra í Dublin. Brynvagnar, fullir al' hermönnum, bruna um göturnar, hermannaflokkar vaða uppi, það fara fram húsrannsóknir, sprengjum er kastað og írskir Sinn-Fein sinnar mynda samsæri gegn stjórn landsins. Menn fá glögga hugmynd um hatur íra til Englendinga og hversu æstir þeir voru í þeirri trú, að þeir væru að verja frelsi og rjettindi lands sins. Inn í liessa umgerð er vafið ástar- sögu, sem hefir mikilvæga jiýðingu fyrir rás viðburðanna, þvi að til- viljunin hagar því svo, að foringi írsku uppreisnarmannanna, Dennis Riordan að nafni (sem ieikinn er af Brian Aherne), og dóttir enska lá- varðarins, sem sendur hafði verið til írlands til þess að kynnast ástand- inu l>ar og gera tillögur um stríð eða frið, hittast og kynnast ineð þeim árangri, að þau festa ást hvort á öðru. Er ástarsaga þeirra annar aðalþáttur lciksins. Dennis Riordan á í harðri baráttu milli ástar sinnar og 'skyldurækninnar við menn sína og málstað þeírra, en ástin sigrar. Hann gengur að skilmálum Englend- inga, sem að vísu fólu i sjer marg- vislegar rjettarbætur fyrir íra og trygðu frið milli landanna. En hin- um æstustu fylgismönnum hans þótti ekki nóg á unnið. En lijer segir ekki fleira frá því. Hiutverk hinnar ensku lávarðsdóttur léikur Merlc Oberoa af sinni góðkunnu snild.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.