Fálkinn


Fálkinn - 12.02.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 12.02.1938, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Aþenuborg nútímans. Eitt vopn er reitt hátt i Aþenu nútímans og það er götusópur- inni.Rykið þyrlast upp og dett- ur niður á nýjum stað. Sópn- um er strokið yíir litfagra hlað- ana af ávöxtum og grænmeti, sem hlasa við í öllum strætum — og í kaffihúsunum og brauð- sölunum er fjaðrasópum sveifl- að yfir kökuhlaðana. Hafi mað- ur hugsað sjer að eiga hátíðlega stund á þjóðlistasafninu fagra og glevma heiminum og öllu öðru en hinni goðumbornu grísku list, þá vekur ryksópur- inn mann af dvala og blásvart- ar hanafjaðrirnar kitla mann á nefinu, svo maður flýr linerr- andi inn í næsla sal, en fær al- veg sömu útreiðina þar. Sjald- an sjesl þvegið með sápu og vatni í Aþenu, og þó á borgin nóg vatn. Uppi í liæðadrögun- um hjá Maraþón hafa Ameríku- menn gert einna slærstu og fall- egustu vatnsþrærnar í heimi. Og Aþenubúar kunna að meta þetta vatn — sem drykkjarvatn. Þeir kjósa það fremur en heimagerða gríska vínið, sem þó er býsna gott. Hvort heldur er á ódýru kaffihúsunum eða dýrustu veitingastöðunum sjer maður sjaldan hið góða rauða vín á borðum eða hið gullna gríska kampavín, mettað af sumri og sól — það er vatn, sem stendur á borðinu. Vatn með matnum — vatn með kaff- inu — ofurlítil hnotskel með kaffi og stórt glas af vatni Ameríkumenn hafa gert Bakk- us útlægan úr Aþenu! Það er ekki gaman að vera nútímans Aþenubúi, því að fæstir minnast Aþenu í sam- bandi við núlímann. Skemti- ferðamennirnir koma flestir þangað með Hómer í ferðatösk- unni eða í huganum og gestur- in býst við að sjá eittbvað í lík- ingu við Forn-Grikkja á göt- unni, en það sem liann sjer verður eins og rykið sem þyrl- ast upp fyrir sjónum hans. Það er ekki liægt að búast við, að þjóð geti haldið einkennum sín- um, þegar hún hefir orðið fyrir jafn mikilli blöndun utan að í fimtán aldir, eins og Grikkir liafa. Bysantinar, Gotar, Frakk- ar, Rómverjar, Venezíumenn, Albanar og Tyrkir hafa gleypt í sig Grikkjann að hálfu leyti. Þegar Tyrkir urðu að hverfa á hurt úr Aþenu 1828 var borg- in eiginlega pkki annað en fá- tækt þorp, með nokkrnm hrör- Iegum kumböldum hringinn í kring um rústir Akrópolis. En núna, hundrað ármn siðai-, er Aþena evrópeiskur stórhær og þó hafa fimm styrjaldir og nokkrar stjórnarbvltingar mætt á Grikkjum á þessu tímabili. Aþena á engar skrítnar krókagötur eða kirkjur, sem koma við sögu miðaldanna, engar erfðir nema frá fornöld- inni. í borginni eru til fáeinar Iitlar og Ijólar kirkjur frá By- sants-timanum, innan um nýju húsin, eins og mauraþúfur. Og þær eru engu merkilegri, þegar inn er komið.------ Á strætunum er ógrynni af fólki og fljótt á litið skyldi mað- ur halda, að allir Aþenubúar væru kaupmenn. Auk verslan- anna í húsunum setja kaup- menn upp farandbúðir á miðri götunni í miðbænum, með alls- konar glingri úr verksmiðjum Evrópu. Allstaðar eru söluturn- ar, sem auk blaða selja sæl- gæti, hárnálar og brúður. All- staðar eru kerrur, hlaðnar af appelsínum, hnetum og rúsín- um, á vakki um göturnar. A liverju götuhorni er skápur, þar sem brauð er til sölu. Og menn sem auðsjáanlega þekkja hvorki þvottaskál nje sápu, eru allstaðar á ferli með stórar kringlur, sem þeir þræða upp á handleggina á sjer, og fólk kaup- ir þær og etur með bestu lyst. Þá eru og allstaðar útslitnir barnavagnar með súkkulaði og öðru sælgæti — einskonar útbú frá söluturnunum. Og á vetr- um eru á hverju götuhorni ofn- ar, þar sem seldar eru steiktar kastaníur og baunir. Þreklegir karlmenn slóra hjer og hvar með grammófóna og bjóðast til að spila lag fyrir tíu aura, og slrákar með kassa, fulla af títu- prjónum og sápu, elta fólk á rönduhi og vilja selja. Og hjer við bætast auðvitað ryksópa- salarnir óhjákvæmilegu og mennírnir með Aronsstafina al- þakta liappdrættismiðum, og skófágaramir sem sitja i löng- um röðum á gangstjettabrúnun- um og lemja burstanum í kassann sinn til þess að láta taka eftir sjer. Svo að segja má, að það sje þröngt á götun- um. Maður verður lítið var við betlara — allir versla! En hver kaupir? I Aþenu og hafnar- bænum Pireus lifa um 750.000 manns eða nær níundi hver maður Grikktlands, en íbúar landsins eru 6% miljón. Og Aþena liefir lítið uppland. Líti maður upp frá þessari iðandi og hávaðasömu kram- araþvögu sjer maður undur Akropolis — eða „Háborgin" i Aþenu. Ýmsir grískir bœir áttu sitt „akropolis", sem aö jajnaöi var vígi bœjarins og bggt á kletti þar sem örðugt var aö sœkja aö. En Akropolis Aþenn varð háborg lista en ekki víga. Aþena og Róm eru hinar ó- viðjafnanlegu minningaborg- ir heimsríkjanna fomu og menningar þeirra, og enn eru fornfræðingarnir að leiða fram í dagsbirtuna ný lista- verk og nýjar menjar, sem lýsa siðmenningu og list- þroska hinna fornu þjóða. bera við loft inni yfir sjálfum miðbænum — fjall sem glilrar á eins og perluskel. Og uppi á fjallinu, yfir borgarmóðunni blasir við dýrðlegt hof eða must- eri — Parþenon! Þetta er engin hilling, það er sannleikur! Þessi æfintýraheimur, goðheim- ur Grikkja, hefir verið til; liann er hvorki þjóðlrú eða lygisaga. Akropolis Aþenu stendur enn. Tönn tímans, liafið, blýkúlur, púður og þjófar liafa lierjað á Akropolis, en — eins og So- fokles segir: „Aðeins goðunum grandar hvorki elli nje dauði, alt annað verður sigurgöngu liins almáttuga tíma að bráð“. Og í grjótheimi Parþenons felst neisti hins guðdómlega. Tyrkir notuðu Parþenon til púður- geymslu og norrænn maður á sökina á verstu skemdunum, sem þetta forna marmarahof gyðjunnar Aþenu hefir orðið fyr- ir. Þegar Yenezíumenn áttu i ófriði við Tvrki, kaslaði sænski hei’maðurinn von Königsmark sprengju á liofið og hitti púður- geymsluna. Afleiðingin varð sú, að Parþenon skiftist i tvent! En nú hafa fornfræðingarnir endurreist Akropolis, tínt það saman og reist það úr rústum. Þessi endurreisn er árangurinn af elju margra kynslóða en sum- ir fornfræðingarnir, eða þeir sem kostuðu rannsóknir rúst- anna, tóku sjer líka rifleg fund- arlaun. Þannig varð Elgin lá- varður alræmdur fyrir að liafa á burt með sjer annan gaflinn úr Parþenon, og er hann nú á British Museum i London. En nú er bannað að flytja forn- menjar úr landi, sem eðlilegt er vísindamennirnir mega að- eins gera afsteypur af jiví sem þeir finna. Ameríka, Þýskaland, Frakkland og Ítalía liafa skóla, Ixíkasöfn og stofnanir fyrir forri fræðinga í Aþenu og kosta ó- grynnum fjár til rannsóknanna. Þannig hafa þeir nýlega keypt 35 nýleg hús og rifið þau, til þess að geta rannsakað það sem undir var. Og þar hafa Amer- íkumenn fundið fjölda af fiinm þúsund ára gömlum minjum. Jieir hafa komist ofan á gamalt torg, sem var flórað með mar- mara, og þykjast geta fært sönn- ur á, að það liafi verið á þessu torgi, sem postulinn Páll flutti ræðu þá er getur í Postulanna gjörningum 17. kap. 22. versi: Og Páll stóð á miðju torginu og sagði: „Þjer menn frá Aþenu. jég hefi sjeð guðsdýrkun yðar og fann altari, sem á var ritað:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.