Fálkinn


Fálkinn - 12.02.1938, Blaðsíða 9

Fálkinn - 12.02.1938, Blaðsíða 9
F A L K I N N 9 Allir „æfa sig undir stríð" — líka Danir. Nýlega höfðu þeir æfingu í því að „formyrkva“ borgina til þess að gera hana ósýnilega flug- vjelum í myrkri, ef árás væri gerð, og var borgarhlutinn Christians- havn valinn til æfingarinnar. Öll Ijós voru slökt, svörtum slæðum vafið um götuljóskerin en lög- reglumejin fengu hvitt bindi um handlegginn svo að hægt væri að grilla í þá. Á myndinni sjest frá vinstri: lögregluþjónn með hvítt bindi, aðstoðarmenn hvítklæddir og loks menn að „blinda“ götu- Ijósker. „Grísku bráðhjónin“ Páll prins og Friðrika Louise af Brúnsvík sjást á myndinni hjer að neðan. Páll er bróðir Georgs konungs, sem er ó- kvæntur og stendur hann því næst- ur til ríkiserfða. ' " S: imm-Æ lllill ' • ^ww' sv’*v' itoHI ***• / < * -m::■: . 4-í*4 Myndin að ofan er af ameríska tundurbátnum „Panay“, sem jap- anskir flugmenn skutu á austur í Kína. Vakti þetta óhemju gremju i Bandarikjunum og krafðist almenn- ingur þar, að stjórnin gripi til refsi- aðgerða i staðinn,en forsetinn krafð ist persónulegrar fyrirgefningarbón- ar af keisaranum. Við loftárásina fórust nokkrir menn og skipið var herfilega útleikið. Danir ætla að halda stórfenglega landbúnaðarsýningu á Bellahöj á komandi sumri og eru Haucli for- seti landbúnaðarráðsins og Högs- bro Holm aðalritari ráðsins for- göngumenn hennar. Verður þetta mesta landbúnaðarsýning, sem haldin hefir verið i Danmörku. Á myndinni t. v. sjest hvernig sýn- ingin muni lita út.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.