Fálkinn


Fálkinn - 12.02.1938, Blaðsíða 15

Fálkinn - 12.02.1938, Blaðsíða 15
F Á L K 1 N N 15 Páll Guðmiindsson, bóndi að Hjálmstöðum í Laugardal, verð- ur 65 ára 12. þ. m. C. Björnes símaverkstjóri. í hitteðfyrra um þetta leyti var haldið upp á 75 ára afmæli Björness símavérkstjóra, og hlýtur liann því að vera 77 ára í ár, þó að hann gæti að útliti til verið 20 árum yngri, og svo mikill er dugur hans og þrek, að enn liggur hann úti á hverju- sumri með vinnuflokk sinn í tjöld- um og vílar ekki fyrir sjer langar göngur, þó að ekki sjeu allsstaðar malbikaðar götur eða hel'laðir vegir undir fæti. Björnes er norskur að uppruna og var kominn á besta þroskaaldur — hálf fimtugur —, er hann kom hingað fyrst. Honum hefir því ekki gengið sem best að temja sjer að tala íslenskuna, en hann les þó málið fullum fetum á bók eða i blaði og fylgist enn þá með öllum dag- skrármálum þjóðarinnar af lífi og sál, enda er hann nú orðinn ís- lenskur í húð og hár, hefir fyrir löngu hlotið rjett íslenskra ríkis- borgara, er kvæntur íslenskri konu og hefir aukið við henni kyn sitt. — Ef það hefðu nú verið forlög Björ- ness að vera uppi í Noregi á land- námstíð Islands, má telja víst, að leiðir hans hefðu legið hingað til lands eigi að síður. Aldrei hefði hann unað ófrelsi og kúgun, Har- alds hárfagra, svo mikið á hann sammerkt við hina fornu Norðmenn, er flýðu þau ókjör. En vopndjarfur mundi hann hafa verið á þeirri tíð, og vel hefði hann verið talinn hlutgengur með afreksmönnum, þó að þeir væru þá margir og miklir l'yrir sjer. Má því með rjettu telja Björnes í hópi islenskra landnáms- manna. En ekki hefir hann samt lát- ið sjer nægja neinn smáskika af landi voru, því að segja má, að hann hafi á sinn hátt lagt alt ísland undir sig, þó að vopn hans sjeu ekki jafn geigvænleg og áður tíðkuðust, held- ur ofboð meinlausar bröndóttar stikur, sem hann rekur þó ekki í neinn, en stingur aðeins niður hverri á sinn stað í jörðina. Og nú niun naumast vera sú sveil hjer á landi, að Björnes hafi ekki verið þar með stikur sínar og sagt mönnum sinum fyrir verkum við lagningu nýrra síma eða viðgerðir á gömlum línum. Og allsstaðar hjá góðu fólki er gamli maðurinn vel- sjeður gestur. — Er þó ekki fyrir það að synja, að gjarna mundi hann vilja vega að allri ómensku og ó- nytjungshætti, hvar sem slikt við- gengist, enda er hann, þegar því er að skipta, harður i horn að taka, En hann er einn þeirra ágætu manna, sem fyrst og fremsl gera kröfur til sjálfra sín og síðan til annara i rjettu hlutfalli þar við. En manna fyrstur er hann líka til að meta það, sem vel er gert, og mörg- um verkstjórum og kaupgreiðend- um er hann fúsari á að viðurkenna þá grundvállarsetningu, að „verður er verkamaðurinn launa sinna“. Þess er óskandi að Björnes haldi enn um langa hríð sinni ágætu heilsu og fái enn notið langra lífdaga sjer og sínum til ánægju en fósturjörð- inni til heilla. H. FÓLKSFJÖLGUNABNEFND. Á Norðurlöndum hafa stjórnirnar skipað nefndir til þess að alhuga hina miklu fækkun barneigna, sem allstaðar er ríkjandi nú. Einkum kveður mikið að þessu i Svíþjóð. Danska og sænska nefndin áttu ftind með sjer á Christiansborg .i Khöfn fyrir nokkru og sjest hjer á myndinni Wohlin, formaður sænsku nefndarinnar, ásamt konu úr nefnd- inni. VOPNAHLJESDAGURINN. Það eru ekki aðeins hernaðarþjóð- irnar úr heimsstyrjöldinni, sem minnast vopnahljesdagsins. Myndin hjer að ofan er af atliöfn, sem fram fór í Kaupmannaliöfn á vopnahljes- daginn við grafir útlendra her- manna. ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••« Ný bók eftir próf. Guðbrand Jónsson: ! Innan um grafir dauðra. I í þessari bók eru 6 greinar; • Innan um grafir dauðra. Lourdes. : Hálsmen drottningarinnar. London. : Paris. • Heimssýningin í Bruxelies 1935. : ÞETTA ER SKEMTILEG BÓK. I Byggingarvörur fyrirlioojandi: Veggfóður, Húnar, Strigi, Skrár, Matroil, Lamir, Distemper, Saumur, Málning, Gler. Verð og oæði þegar orðin landskuun. Vöror sendar gegn póstkrðfu om iand alt. VerstuntD BRYNJA Laugaveg 29 Simar: 4160 & 4128 _______________________________ STEFAN STEFÁNSSON: Plönturnar III. útgáfa er komin út. Verð kr. 9.00. Fæst hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymnndssonar og Bókabúð Austurbæjar B. S. E., Laugavegi 34.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.