Fálkinn


Fálkinn - 12.02.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 12.02.1938, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N .IONATHAN GRAY: HVER ÞEIRRA VAR J I.EYNILÖGREGLUSAGA. þeirra voru í danssalnum. Sir Jeremiah, Fay og frú Fenton voru annarsstaðar. Gat það verið nokkurt þeirra? Gaman að sjá þig lagamegin við lín- una, Gus, sag'ði Val við kunningja sinn, sem hafði verið svo ötull og hjálpsamur við lögregluna. Er það til að leiða af þjer grun ? Langar þig til að það komi á daginn að jeg sje „Uglan“? spurði Hallam. — Glæpamenn eru altaf litlir vexti. Borðaðu þig stóran og lieiðarlegan, var móðir mín vön að segja við mig. Þetta er grábölvað, sagði Fenton of- ursti og þurkaði svitadropann af rauðu nef- inu- — Ráðast á heiðarlegan mann á lians eigin íögheimili! Ræna, að viðstöddum lög- reglumanni i húsinu! Þið ungu mennirnir ættuð ekki að laka þetta eins og hvert ann- að gaman. Það var misráðið að láta hitt fólkið fara. Það hefði ekki átt að sleppa nokkurri sál út úr húsinu fjrr en rúbínarnir voru fundnir, ekki hefði jeg gert það, ef jeg hefði mátt ráða. Hann var svo óðamála að enginn skildi meira en svo hvað liann sagði. Nú hafði kvenfólkið verið kallað inn i aðra stofu og þar gengu máltólin hratt. Einkum voru það Nora Crombie og Pamela Hartley, sem höfðu margt að segja. Diana sagði ekkert, hún var með hugann annars- staðar en við rúbínana. Og Imogen Chat- cart hlustaði líka- Mjer dettur í hug próf núna, það er alveg eins og maður sje að bíða eftir verk- efninu, sagði Nora. Hugsum okkur ef þjófurinn hefir laumað rúbínunum að okkur! Jeg þarí' ekkert að óttast, sagði Pam- ela. Jeg hefi verið með Humph Proctor að kalla má í alt kvöld, svo að við getum svarað eilt fyrir bæði og hæði fvrir eitt- En hvar var Hump Proctor þegar þjer voruð ekki með honum spurði Nora- Þeg- ar tuttugu pör dansa saman og eru allaf að skifta þá geta tilfellin orðið mörg. En má- ske er hægt að komast eitthvað í áttina með þessu móti. Ef maður gæti vitað upp á hár hvenær þjófnaðurinn var framinn, þá væri það ekki ógerningur. Þá væri nóg að vita um l. d. þrjá dansa. Hver dansaði við yður „Kossinn sem kramdi mitt hjarta?“ og næsta dansinn á undan og eftir? Þeir spyrja okkur kanske um það. Svo hófst rannsóknin. Frú Fenton og Fay könnuðu kvenfólkið, en Tyrrell fulltrúi og þjónar lians tveir skoðuðu karlmennina. Þetta var gert með ítrustu vandvirkni en rúbínar fundust engir. Við höfum rannsakað herbergi ykkar og farangur, svo að þið getið farið að hátta þegar þið viljið, sagði Tyrrel fulltrúi. Þetta hafði verið spennandi, en árang- urslaust. En hefði einhver verið þarna við- staddur með nægilega skarpa eftirtekt þá hefði hann sjeð hönd, sem læddist hak við silki-gluggatjaldið, tók rúbínadjásn sem lijekk þar á títuprjóni og Ijet það renna ofan i vasa, sem hafði verið rannsakaður og dæmdur tómur að vera. VI. Meiri þjófnaður. Það er ekki venja að Scotland Yard skifti sjer af þjófnaðarmálum sem gerast utan umdæmis hans. Öðru máli gegnir ef um morð er að ræða. En þjófnaðarmálin þykir lögreglunni sem í hlut á ekki ofvaxið að eiga við, þó að vitanlega sje „Yardinn" alt- af hjálplegur með allar upplýsingar og annað, sem á kynni að þurfa að halda. Gus Hallam var fyrstur í morgunverðinn af öllurn helgargestunum, senr höfðu orðið um nóttina í Railton Priory. En hann varð samt ekki fyrstur að horðinu. Þegar liann kom inn í horðstofuna sat Ashdown full- trúi fvrir við horðið og var að g'æða sjer á stóru stykki af steiklu fleski með eggjum. Heill og sæll, kunningi, kallaði Hallam Jeg get ekki neilað því, að mjer fansl lögreglan hjer ó staðnum verða nokkuð sein í vöfum, en hún hefir þó haft liugsun á að kalla á ljósið mikla. Ert þú altaf starf- andi, bæði nætur og daga? Það má heila svo, svaraði Ashdown. Við verðum altaf að Iíta á það sem ger- ist, ef nokkur leið er til þess að það standi í sambandi við þá menn, sem við erum að leita að. Þú átl sennilega við „Ugluna“? Var það ekki skrítið, að við skyldum vera að segja þjer í gær frá rúbínunum, sem lík- lega mundu freista „Uglunnar“, og svo kemur hann og gómar þá Jú, víst var það skrítið. Hann hlýtur að vera iðinn við kolann. Maður skyldi halda, að hann hefði unnað sjer hvíldar eftir veiðina hjá Rossenliaum- Hefirðu talað við fjölskylduna? — Nei, ekki ennþá. En nú kemur Tyrrell fulltrúi bráðum og þá getum við tekið til starfa. Langar þig ekki lil að taka skýi’slu af mjer, eða viltu ekki láta trufla þig meðan þú ert að draga á bátinn? Það gerir ekkerl til, ef þú bara talar ekki með fullan munninn. Jæja, það er ekki svo að skilja, að jeg hafi mikið að segja, sagði Hallam og drakk teyg úr kaffihollanum. En það var einstaklega skemtilegt lijer í gærkvöldi og mikið af laglegum stúlkum, Fay sjálf er nú einstök i sinni röð. Alt fór fram með snild og prýði þangað til einhver náungi hljóp upp á hljómsvcitarpallinn og tilkynti, að sir Jeremiah hefði verið harinn í hausinn í sömu svifunum og hann liafði tekið djásn- ið sitt út úr hvelfingunni. Að því er mjer skilst lá við að hann væri kæfður i sínum eigin nærbrókum, og svo hvarf bófinn. Jeg stakk upp á þvi að við rannsökuðum hús- ið hátt og lágt, cn lögreglumaðurinn skip- aði okkur að slanda þar sem við vorum komin — liann skyldi sjá um hitt. Svo náðu þeir i einhvern aumingja og ljetu hann sleppa meðan þeir voru að gramsa i vösum okkai’. Mín skoðun er sú .... halló, þarna kemur Val! Góðan daginn, Val! Hjerna er kunningi okkar úr Scotland Yrard. Hann kom lijer í bílið og útsofinn, af þvi að hann hýst við að finna „Ugluna lijerna. Val hafði auðsjáanlega sofið vel. Hann hafði klætt sig mjög gaumgæfilega og virl- UGLAN?‘ ist vera í besta skapi. Hann kinkaði kolli til Asdown og leit yfir mathorðið. Eru ekki fleiri komnir á löpp ennþá? spurði hann. Eftir svona æsinganótt vill kvenfólk- ið fvrst og fremst fá morgunmatinn sinn í rúmið. En Humph og Billy Alper fara vísl að koma úr þessu. Það mun ekki vera neitt nýtt að frjetta? Ekki annað en það, að þetta var „Uglan“. Við sögðum líka að liann mundi koma! Og all og sumt sem lögreglan gerði var að senda hingað þennan hálfvitlausa mann í þjónsbúningi. Hvernig veistu að það var „Uglan“? Jeg hjelt að maður gæti aldrei verið viss um slíkt fyr en hann væri húinn að senda þessa venjulegu gjöf sína til lögreglunnar. En jeg geri ráð fyrir, að allir stórþjófnaðir verði skrilaðir hjá honum þangað til hann er kominn undir lás eða er hættur að starfa. Ashdown svaraði ekki. Hann var ekki sjerlega málskrafsmikill og undi þvi illa að maður hefði svona málefni í flimtingi. Hvernig ætlar þú að byrja? spurði Val. Getum við lijálpað þjer eitthvað? Fyrst ætla jeg að liafa tal af sir Jere- miali og skoða svefnherhergið hans. Hann hlýtur að geta gerl s,ier einhverja liug- mynd um óþokkann. Ilann hjelt áfram að borða, en var auð- sjáanlega ckki í sem bestu skapi. Hann lá aldrei á Iiði sínu í vinnutímanum, en það var ógaman að láta eyðileggja fyrir sjer fridag. Jæja, gamli kunningi, hjer gelur verið um margar leiðir að ræða, sagði Gus og Ijet ekki rugla sjer í rásinni. Fyrst er nú iim þjónana að gera og þá sem voru leigð- ir fyrir samkvæmið, meðal annars liljóm- sveilina. Ilver veit nema einhver af liljóm- sveitarmönnunum hafi sjeð sjer færi á að stcla rúbínunum og hafi svo stungið þeim inn í knjefiðluna sína. Svo eru gestirnir sem fóru lieim í nótt og svo við sem urðum eflir. Og svo loks snáðinn sem þeir tóku hjerna fyrir utan. Það er ekki golt að vila hverskonar manna þjófurinn telst til, en það verður auðvitað að þaulprófa alla. Rjett athugað, tautaði fulltrúinn. Gus hefir rjett fyrir sjer í einu, sagði Val. Það er áreiðanlegt að þjófurinn hlýlur að hafa vilað eitthvað. Hann hefir vilað Iivar svefnherbergi sir Jeremiah var Segjum að það liafi verið cellistinn. Hann vissi að allir geslirnir voru niðri, gerir sjer erindi út og fer upp til þess að sjá, hvort hann geti hnuplað einhverju. Svo rekst hann inn í svefnherbergi sir Jeremiah og hittir hann með rúbínana í lúkunum. Hann notar tækifærið og stingur rúbínunum inn í cellóna. Og svo heldur hann áfram liljóm- leikunum og siiilar með meiri tilfinningu en nokkurntíma áður. Þetta er nú min skoðun, en annars getur eins vel verið að það hafi verið fiðluleikarinn eins og cell- istinn. Nú kom Humph Proctor. Hann varð líka mjög forviða er hann sá Aslidown við borð- ið og heilsaði honum hjartanlega. Mjer dettur i hug hvort við ættum ekki að fara að hugsa til broltferðar sem fyrst, sagði hann. Húsráðendurmr

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.