Fálkinn


Fálkinn - 12.02.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 12.02.1938, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. RitstjÓFar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvænutastj.: Svavar Jlialtesleú. AÖalskrifstofa: Bankastræti 3, lleykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Sktifstofa í Oslo: A n t o n S chjöthsgade 14. Blaðið kemur út livern laugardag. iskrit'tarverð er kr. 1.50 á mánuði: kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglfjsingaverð: 20 auta millimeter Herbertsprent. Skradðaraþankar. Kað er list, sem ekki nærri ailir kunna, að þakka fyrir sig. „Gjöf skal gjaldast, ef vinátta skal liald- ast“, og fyrsta og sjálfsagðasta end- urgjaldið er þakklætið. Ef það gleymist eða er ekki eins og það á að vera, þá er annað endurgjaid ónýtt. Það er minstur vandinn að þakka það, sem ekki er mikils virði og það sem öllum er sjálfsagt að gera — það sem í orðsins eiginlegu merk- ingu er sjálfþakkað. Og þó er það vandi. Vinur minn bjargaði ,ríks manns konu frá druknun í Skerja- iirði — hún hafði synt of langt út og fjekk krampa og krakkar hennar horfðu grenjandi á þetta i fjörunni og gátu ekki aðhafst. Eftir nokkra daga fjekk björgunarmaðurinn brjef frá manni konunnar, einstaklega al- úðlegt að visu, en þó vantaði þar þann innileik og fögnuð, sem ætla mætti að manninum hefði búið niðri fyrir yfir björgun konunnar, og þakklætið til bjargvættsins. Að vísu gerði hann ekki nema skyldu sina, úr því að hann gat bjargað á annað borð, en verkið sýndist þakkarvert eigi að síður. Ófullkomið þakklætis- brjef gat gefið fyllilega ástæðu tii að ætla, að eiginlega hefði maður- inn gjarnan viljað losna við konuna sina. Þó að ol’t sje á þvi tönlasl, að flestir góðir menn gefi ekki eða geri það sem goll þykir til þess að fá þakkir að launum, þá er þetta lík- íega sjaldnast sannleikur Það er í rauninni alveg gagnstætt mannlegu eðli, að láta sjer standa á sama 'um það, hvort það, sem gert er, er vel eða illa þegið og þakkað. Menn gera góðverk til þess að hjálpa öðrum og gleðja þá og ef ekki kemur þakk- læti á móti, veit maður alls ekki um, hvort það sem gert var eða gefið, kom viðtakandanum betur eða ver. Því að þakklætið er hið eina sýnilega tákn hinna innri tilfinn- inga þess, sem fyrir góðverkinii verður. Og flestir munu þreytast á því, að gera þeim manni gott, sem aldrei lætur á sjer finna, hvort hann mat góðverkið nokkurs — sem aldrei þalckaði. Menn gefa hver öðrum gjafir og gera hver öðrum gott án þess að við takandinn liafi þörf á, aðeins til þess að vekja j)akklæti og treysta vináttu. Þetta útaf fyrir sig sannar, að flestum er kært að 'fá þakklæti og geta jafnvel ekki án þess verið. „Gjöf skal gjaldást ef vinátta ska) haldast“. Og jjakklætið má ekki gleymast, ef vináttan á að haldast. LEIKHÚSIÐ: Fyrirvinnan. Eftir Somerset Maugham. „Sem betur fer er ástand at- vinnumanna-leikhúsanna í Lond- on ekki lengur neinn prófsteinn á ásigkomulag leiklistarinnar í Englandi“, segir einhver hæfa di leikdómari Englendinga. A. C. Ward, í ummælum um nýjasta leikritaskáldskap lijóðar sinnar og þann, sem mesl er í tízku, þ. á m. leikrit Somerset Maug- liams, sem Leikfjelag Reykja- víkur gefur nú reykvískum á- horfendum sýnishorn af. Nýrri ensk leikrit á línunni: Oscar Wilde — Somerset Maugham — Noel Coward eru svo fjarri þvi að vera sönn, að menn heimska sig hara á því að leita þar að raunveruleika eða jákvæðum lífsvísdómi. En þau hafa það til sins ágætis að vera skrifuð af framúrskarandi tækni, sem Pínero fyrstur manna innleiddi i enska leikrilagerð og við liana hefir síðan loðað, og þau eru skemtileg og fyndin og það oft- ast á kostnað persónanna, sem þau lýsa, frekar en umhverfis- ins, sem þau eru sprottin upp úr eða eiga ef til vill að gagn- rýna. Hvað svo sem verðmæti þessarar gagnrýni viðkemur, þá er ánægjulegt að sjá þessa teg- und enskra leikrita — ekki síst „Fyrirvinnuna“, sem nú gefst kostur á að sjá i Iðnó þessa dagana — því „Fyrirvinnan" er afbragðsdæmi upp á hetri teg- und þessara ensku nýtísku- leikja. Leikrilið er alt í senn skemtilegt og mátulega öi'ga- kent, tilsvörin fyndin og tækn- in óskeikul. Það svíkur engan að sjá „Fyrirvinnuna“ upp á skemtunina lil að gera, en er það nú ekki samt við það sama og Matthías kvað forðum um útlenska leiki á íslensku leik- sviði: Hjer glóa nú, gestir, á handi öll gullin í islenskum leik: Tóm fokstrá af fjarlægu landi. sem falla lijer, visin og hleik? Hvar eru íslensku leikritin og islensku leikritaskáldin? Ragnar E. Kvaran sem Charles Battle og Soffía Guðlaugsdótlir sem kona hans. —Arndís Rjörnsdóttir og Soffíu GiiðlaugsdótliV. Bjarni Björnsson gamanleikari skémtir bæjarhú- um um þessar mundir með gamanvísnasöng og hýsna fjöl- breytilegum eftirhermum. Með- al annars leikur hann útvarps- umræður, þar sem 16 þjóðkunn- ir menn taka til máls, og „syngja hver með sínu nefi“, eins og máltækjð segir. Auk þess leikur liann blaðamanns- viðtal við tvo þekkta leiklistar- frömuði þessa hæjar. Bjarni hefir einnig margar nýjar gam- vísur á skemtiskránni, svo sem nýjar Reykjavíkurvísur, Aust- urstrætisvísur, Sundhallarvísur og „Hugleiðingar harónsins efl- ir að barnum var lokað“. Lisl Bjarna Björnssonar er löngu orðin landskunn, og honum er það að þakka öðrum fremur. að menn kunna nú alment hjer á landi að meta góða hermilist og gildi liennar. Það hregst ekki heldur, að Bjarni fær jal'nan hinar hestu viðtökur og gífur- lega aðsókn, hvar sem liann kemur, bæði í Reykjavík og úli um land. Hann er húinn að halda tvær skemtanir i Gamla Bíó í þessari viku, í hæði skift- in við húsfylli og mikinn fögn- uð áhevranda. L. S. Ragnar E. Kvaran. Brynjólfur Jóliannesson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.