Fálkinn


Fálkinn - 12.02.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 12.02.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Presturinn var a'ð tala urn fyrir gömlum manni og reyna að fá hann til að iðrast synda sinna og gerast guðrækinn. — Jæja, sagði karlinn, — jeg skal koma i kirkju til yðar á sunnudag- inn, ef þjer svarið mjer einni spurn- ingu. — Hvaða spurning er það, sagði presturinn vongóður. — Hún er þessi: Hver var kona Kains? — Vinur minn, svaraði prestur- inn. — Það er ómögulegt fyrir yð- ur að verða guðrækinn fyr en þjer hættið að skifta yður af annara manna konum. „SKÝJAKLJÚFUR“ — eða „Eric-hattur“ með skrítinni fjöð- ui úr „chenille“. KVÖLDKJÓLL úr smáragrænu „veIour“, mjög nær- skorinn ofan frá mitti og niður fyrir mjaðmir. Geiri er settur í pilsið að aflan til þess að víkka það svo, uð hægt sje að hreyfa sig í því, og er liann úr sama efni og upphluturinn á kjólnum. MAÐUR MEÐ FLJETTUR. Það má lieita að fljetturnar sjeu orðnar jafn sjaldsjenar og hvítir hrafnar, síðan kvenfóllcið fór að snoða sig. Gamall bakari suður í Niederlausitz í Þýskalandi tók það til hragðs að láta sjer vaxa liár og ftjetta sig, l>egar kona hans og dóttir liöfðu báðar látið snoða sig. Og liann hefir heitið því að leggja ekki niður fljetturnar fyr en konan láti sjer vaxa hárið aftur. KONUNGUR í SKRÚÐA. Þetta er konungurinn í Gambodge í Indo-Kína, tjósmyndaður í spari- fötunum. Konungurinn er með alveg samskonar kórónu og nýlega var stolið í nýlendusafninu í París, cn enginn vænir hann um að hafa stol- ið henni. NÝSTÁRLEG KÁPA. Göngufrakki úr gráu klæði og er hann sjerstaklega nýstárlegur fyrir það, að vösunum er komið fyrir i axlarstykkinu. Ódýr kápa og falleg, sem gerir litlar kröfur til buddunnar, en því meiri til vaxtarlagsins. PASTEL-BLÁTT OG HAFBLÁTT. Handprjónaður kjóll úr nýtisku garni. Hann fer ungum stúlkum vel. UNDIRKONUNGUR Á ÚLFALDA. Hertoginn af Aosta, hinn nýi und- irkonungur ílala í Etíopíu virðisl kunna sig í Afríku, ef dæma má nf því livað hann situr keikur á úlfald- anum. Annars er það talinn allmikill vandi að sitja úlfalda vel. FLUGKONA ÚR VAXI. Eftir melflug til Suður-Afríku hefir Jean Batten flugkonu hlotnast sá heiður að vera inótuð í vax og sett á safn Madame Toussauds í London. Hjer sjest flugkonan „við hliðina á sjálfri sjer“. LILY PONS ameríkanska söngkonan og kvik- myndastjarnan, sýnir sig i þessum afkáralega búningi í nýrri frum- skógafilmu, sem verið er að taka núna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.