Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 19.03.1938, Blaðsíða 4
4 FÁlKINN NORÐURFÖR PAPANINS. Próf. Otto Schmidt, sem stjórnaöi björgun Papanins og fjelaga hans. Laugardaginn 19. febrúar lauk ein- kennilegasta ferSalagi, sem farið hef- ir verið í heiminum: ísreksferð Rússanna Fjodorofs, Sjirjofs, Krenk els og Papanins, sem hafa dvalið norður i heimskauti síðan i maí i l'yrra og síðan látið ísinn skila sjer nœr tuttugu breiddarstig suður á bóginn, suður undir Scoresbysund Grænlandi. Þangað voru þeir sóttir á rússnesku íshafsskipunum „Tai- myr“ og „Murmanetz“. Margir liafa að vísu dvalið lengur á hjarnbreiðum heimskautanna en þeir Papanin og má ])ar einkum minnast þeirra Wisting og Sverdrup prófessors, sem voru á reki um norð- urishafið meira en þrjú ár samfleytt. En þeir voru á skipi. En Rússarnir notuðu ísinn sjálfan sem farartæki og hafstraumana sem hreyfiafl. Þeir fóru til heimskautsins í mesta tísku- tæki nútímans, flugvjelum, en komu aftur með frumstæðasta samgöngu- tæki náttúrunnar, rekisnum, eftir meira en 9 mánaða útivist. Til livers var förin farin? Rússar hugsuðu sjer fyrst og fremst að hafa hagnýtan árangur af ferðinni, auk visindalegrar reynslu um veðurfar, ísalög, hafstrauma, sjávardýpi og dýralif kringum heimskautið sjálft. Svo er mál með vexti, að þeir hafa orðið fyrstir manna til þess að taka upp þá kenningu Vilhjáhns Stefáns- sonar að framtíðar flugleiðin milli hins nýja og gamla heims lægi yfir norðurhjara veraldar. Vegna flug- samgangna framtíðarinnar vildu þeir koma upp athugunastöð á sjálfum pólnum og i sumar höfðu þeir tvö reynsluflug yfir pólinn, hvert öðru frækilegra, en þriðja flugið inistóksl og flugmaðurinn, Levanevski týndist. Um tilgang sinn með ferðinni seg- ir Papanin m a. svo, í skýrslu sem hann sendi blöðunum um það leyti sem hann skildi við ísjakann sinn: „Jeg hafði lengi óskað þess heitt að komast á norðurskautið og koma heiminum í nánara kynni við breyt- ingar þair, sem ávalt eru að gerast á pólnum. Fyrir löngu, þegar jeg var að athuga hafstrauniana í norðurhöf- um er jeg hafði vetursetu á Tjelju- skinhöfða og Frans Jósefslandi, lang- aði mig til að fara að dæmi Frið- þjófs Nansen og eignast skip og láta það reka með norðurísnum. En þeg- ar jeg kom aftur til Moskva að norð- an frjetti jeg, að stjórn norðurleiða- skrifstofunnar hefði þegar gert á- ætlun um ferð til norðurheimsskauts- ins. Þessi áætlun fór langt fram úr minni, bæði hvað umfang og útbúu- að snerti. í fæstum orðum var kjarni þessa áforms sá, að hópur af þung- um, margra hreyfla flugvjelum skyldi fljúga frá Moskva lil Itudolfseyjar með menn og útbúnað til veturseíu á norðurpólnum. Og þegar veður leyfði átti að halda áfram fljúgandi frá Rudolfsey til pólsins. Jeg tók þegar til starfa. Fyrst varð að koma upp stöð fyrir leiðanguriiin á Rudolfsey og loks gat ísbrjóturinn Rusanov lagt upp frá Arkangelsk þangað með byggingarefni, vistir, ferðatæki og bensín til flugvjelanna. Eflir þrjár árangurlausar tilraunir tókst skipinu loks að komast gegnum ísinn í Beringshafi og að Rudolfsey og nú var stöðinni komið upp. Þar voru skildir eftir 24 menn undir sljórn dr. Lebin en við snerum aftur til Rússlands til þess að velja menn í pólferðina. Það urðu þeir E. T. Krenkel loft- skeytamaður, vatnsdýralíffræðingur- inn P. P. Sjirsjof og F. K. Fjodoroí, og allir liafa þeir skráð nöfn sín fögru letri í sögu pólrannsóknanna með veru sinni á ísnum. Við vönduðum mjög til útbúnaðarins. Hvað höfðum við með okkur í ferðina? Þegar litið er á æfintýri okkar og að okkur tókst að lifa af legu gleri. Gólfið var 15 cm. þykt úr ferhyrndum gúmmikögglum, sem blásnir voru upp. Þegar hlýtt var og vatn rann að tjaldinu var þetta gólf ómissandi. Innan á tjaldið hcngdum við tjöld og hlífar. Oftast var „hús“ þelta bjart og hlýtt og hversu kalt sem var úti urðu þó aldrei meira en 14° Fahrenheit (10 stiga frost á Celsius) i tjaldinu, en að vísu not- uðum við þá dálítið eldsneyti. Við hjeldum vel á okkur hita í úlfsgærupokum, fóðruðum með æð- ardún á milli laga. Nærfötin okkar voru úr besta silki og sokkar, peysur og treflar úr merinó-ull. Og matur er mannsins megin. Við notuðum mest ýmiskonar matarex- trakt en maturinn var mjög til- breytingarmikill, t. d. gátum við soðið allskonar súpur. Einnig höfð- um við ferskar kótellettur, mjólk, ávexti og grænmeti. Eftirá virðist okkur furða, hve næringarmiklir þessir extraktar voru og getum við ekki nógsamlega þakkað matvæla- rannsóknarstofunni i Moskva fyrir vistirnar. Flest rannsóknaráhöldin voru sjálf virk og sjálfritandi og sá visinda- legi árangur sem við höfum af ferð- Leiöangursmennirnir. Frd v.: Krenkel, Papanin, Fjedorof og Sjirsjof. fárviðri og bylji, er rjett að nefna útbúnaðinn sem við áttum Hf okkar að launa. Fyrst var þá „húsið“. Það var auðvitað tjald, líkt flugskála í laginu. Það var 9,7 metra langt, 2% m. breitt og tveggja metra hátt. Grindin var úr duraluminium og tjaldið úr fjórum lögum. Insta lagið var úr vatnsheldu gúinmí en þau tvö næstu úr silki, fóðruð með æðardún. Loks margfalt ljereftstjald utast. Við Iituðum það svart til þess að það hlýnaði betur frá sólinni. Tveir gluggar voru á tjaldinu úr óbrjótan- inni mun sanna, að hún var ekki unnin fyrir gíg. Þeir sem hafa áhuga á loftskeytum vilja máske lieyra hvernig útbúnaðurinn var, sem við gátum haldið sambandi með við um- heiminn allan tímann. Tækin voru smíðuð ljettari en venjulega. Loft- skeytamaður okkar liafði þrjú sendi- tæki og var hið stærsta 70 vatta en það minsta að eins 10. Orkuna fengu tækin frá vindmyllu, sem rak rafala Þegar vindmyllan brást liöfðum við bensinmótor og ef hann kynni að bregðast höfðum við -afal knúinn Krenkel loftskegtamaður. með handafli. Auk vísindaáhaldanna höfðum við gúmmíbáta, skiði og byssur og skotfæri og 1500 kg. al' bensín og steinoliu. ' Við hjeldum vörð dag og nótt, og ie«f þori að fullyrða, að varðmensk- unni eigum við það að þakka, að við erum lifandi i dag. — — Samkvæmt reynslu Friðþjófs Nan- sen hafa inargir haldið því fram, að ekkert dýralíf væri nálægt heim- skautinu. Reki okkar frá skautinu suður á bóginn er nú lokið og jafn- vel þó að við höfum farið um hin eyðilegustu svæði höfum við rekist á margt skrítið. Þegar við heyrðum fugl kvaka í fyrsta sinn norður i auðninni ætluðum við ekki að trúa okkar eigin eyrum þó við værum ýmsu furðulegu vanir. Síðar sáum við fuglinn, og hjeldum að hann hefði slæðst með flugvjelunum norð- ur. En siðar sáum við fleiri fugla af ýmsum tegundum. Sjirsjof, sem gerði sjómælingar og tók sýnishorn af sjó á leiðinni fjekk oft marglyttur og krabbadýr í liáfinn sinn, og öft $á- um við dýrin, sem lifa á þessum dýr- um: hafotur og sel. Við reyndum að taka mynd af hafotri, en hann var svo var um sig, að við komumst ekki nógu nærri. Einu sinni tókst mjer að skjóta sel, en straumurinn bar hann inn undir ísinn, svo að jeg náði honum ekki. En okkur vantaði aldrei nýtt kjöt því að við sáum oft hvítabirni og skutum þá. Peary sá för eftir björn á 80 breiddarstigi — við urðum varir við þrjá birni á 88. breiddarstigi. Tilgangur okkar með því að láta reka á ísjakanum var sá fyrst og fremst, að sinna vísindalegum athug- unum og þessvegna gátum við lítið sint veiðinni, enda gerðum við það ekki nema þegar okkur vantaði nýtl ket og þegar vistirnar fóru að ganga lil þurðar, síðustu vikurnar. En jeg er viss um, að ef við hefðum fyrst og fremst hugsað um veiðina hefði árangurinn orðið mikill. Hver okkar fjelaganna hafði sitt starf. Jeg var fararstjórinn en var jafnframt vjelamaðurinn á ferðinni og sá um aflvjelarnar okkar. Krenkel var loftskeytamaðurinn eins og allur heimurinn veit. Hann hjelt altaf sam- bandi við umheiminn með svo mik- illi skyldurækni, að okkur leiddist ekki og við vorum jafnan í besta skapi. Sjirsjof kannaði dýralífið í hafinu en jafnframt straumana o. fl. Auk þess var hann læknir okkar og liafði mentast sjerstaklega til þess í Moskva. Fjodorof var segulmagnsfræðingur okkar og stjörnufræðingur. Eitt aðal-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.