Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 19.03.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N HEIMSSTYRJÖLD ER YFIRVOFANDI hina óbætanlegu menningarfjársjóði í Shanghai Museum, og síðar í skól- um og smærri stofnunum, sem höfðu sætl sömu meðferð, var jeg að brjóta heilann um hvernig á því stæði, að sumum húsum var þyrmt, en það vildi aldrei til að kínverskur skóli stóð óbrunninn eftir, þar sem Jnp- anar höfðu farið um. Neill Malcolm hershöfðingi hefir - sem formaður „Universities China Commission“ — safnað saman óvje- fenganlegum heimildum sem sýna, að til 15. nóv. 1937 hafa þrír há- skólar verið gereyddir í borgunum Shanghai, Nanking, Paotinfu og Nanchang, 14 eyðilagðir og 53 fram- haldsskólar og 25 alþýðuskólar ver- ið jafnaðir við jörðu. Eignatjónið al' þessari eyðileggingu nemur um 40 miljón krónum. Og 50.000 nem- endur hafa orðið að hætta námi i bráð. Japanir hafa lagt svo mikið land undir sig síðan 15 nóv. að nú eru þessar tölur senniléga tvöfaldaðar. Ástæðan er sú, að Japanir vilja ganga milli bols og höfuðs á öllum „andróðri gegn Japan“ og þeir telja með rjettu hina upprennandi menta- manna-stjett verstu fjandmenn sína. Þessvegna er þeim umhugað um, að uppræta allar menningarstofnanir í Kína, sem voru hröðum skrefum að breyta hugsunarhætti þjóðarinnar í þá átt, að hún skyldi verja sjálfstæði sitt og verða heimsveldi. Sem vopn i þjóðernisbaráttunm er þetta jafn forsvaranlegt og að skjóta á vopnlausa menn til þess að knýja þjóðina til uppgjafar. En Kín- verjar tigna lærdóminn og þá tekur Engir Kínverjar voru um borð i „Jean Laborde“ en fjöldinn allur af Japönum. Þeirra hluta vegna gátum við eins vel verið í Japan. Þessa þrjá daga sem við vorum á leiðinni var hlerað eftir samtölum hvítra manna. Japanskir menn sátu allstaðar nærri hvitum mönnuni. Háværir Frakkar lægðu róminn, en allir hvítir menn um borð, frá amerik- anska flugvjelasálanum til frönsku liðsforingjanna töluðu aðeins um eitt: „hina 'komandi styrjöld milli hvítra og gulra inanna". Kemur sú styrjöld? Þegar við vorum komnir inn fyr- ir hafnargarðana í Kobe tók jeg eftir mörgum kafbátum á sveimi. Jeg fann að jeg gerði rangt er jeg einblíndi á þá. „Ægileg tilhugsun“, hugsaði jeg þegar jeg fór að reyna að koma tölu á l>á. Alt í einu kenmr japanskur liðs- foringi i einkennisbúningi að mjer. Jeg hætti að telja kafbátana en fór að telja á fingrum mjer í staðinn. Eftir HUBERT R. KNICKERBOCKER. Japanski flotinn ræður nú þeg- ar yfir hafinu fyrir öllum ströndum úr því að komið er austur fyrir Singapore. Þegar við förum frá Shanghai um borð á franska skipinu „Jean Laborde“, sem átti að fara tii Kobe, mættum við ekki minna en 150 japönskum herskipum og flutn- ingaskipum, sem lágu i 30 enskra inílna löngum boga frá herskipinu „Idzumo“ er lá í Shanghai og að stóru flugvjelamóðurskipi sem lá fyr- ir mynni Yangtsefljótsins. Þegar jeg sá „Idzumo“ i síðasta sinn gat jeg ekki varist að hugsa til hinnar skrítnu gestrisni Kioshi Hasegawa aðmiráls, þegar liann tók á móti okkur um borð í skipinu. I viðræðunni lýsti hann með fjálgleik góðu hugárþeli sinu til okkar allra, en á meðan voru flugvjelar, sem höfðu verið að ausa sprengjum yfir Shanghai, að lenda við skipið. Öll þessi stríðsvjel var undir yfir- ráðum Hasgawa. Þetta er bara þriðji flotinn. Hann hefir bækistöð sína í Japan, 500 enskar mílur undan Flota- stöð Englendinga er í Singapore -— 3000 mílur undan. Honkong verður ekki talin með því að hún hefir enga hernaðarþýðingu. Englendingar vita nð þeir geta ekki varið jiessa borg ef á hana yrði ráðist. Floti Japana er ástæðan til, að Bretar hafa ekki aukið her sinn í Shanghai. Þegar Kínverjar tryltust þar árið 1927 höfðu Bretar einir um 25.000 manna her í alþjóðahverfinu. í dag hafa þeir 2.500 hermenn, vegna vegna þess að þeir sáu fram á það þegar i byrjun stríðsins, að þeir gætu ekki varið borgina gegn Jap- önum. Kínverja vantar herflota og þess- vegna geta þeir aldrei unnið úr- slitasigur yfir Jappnum, hvernig sem atvikin snerist á landi. Þeir geta ekki ráðist inn í Japan flotalausir og lagt landið undir sig. Við skiljum þess i styrjöld þegar við minnumst þess að þegar skærurnar urðu milli Kína og Jcpana árið 1894 átti Kina sterkari og stærri flota en Japan; en keisara- drotningin gamla hirti alla pening- ana, sein áttu að ganga í vopn og skotfæri og eyddi þeim í sumarhöH- ina sína. í dag er það flotinn, sem veldur þvi, að allir útlendingar telja Jap- ana einskonar lögreglu austurlanda. Frönsku liðsforingjarnir vöruðu okk- ur við að taka myndir af japönskum liérskipum. Um borð í „Jean La- borde“ lijengu stórir uppdrættir af Japan, með stórum geirum, sem skrifað var á: „Hersvæði Ljós- myndun bönnuð Bannað að nota sjónauka!“ Þegar við sigldum niður Whang- ])oo-ána notaði jeg eigi að síður kik- irinn til þess að horfa á hinar öm- urlegu rústir af þeim hlutum Shang- hai, sem áður höfðu verið í blóma — iiú voru þarna ljótar raðir af eyðilögðum verksmiðjum, vöruhús- um, heimilum og skólum. Skólarnir báru þess sjerstaklega vitni, hvað Japanar ætla sjer að gera i Shanghai. Til vinstri sá jeg reykháfana og svarta veggi byggingarinnar, sem áður var þýsk-kínverski háskólinn í Shangliai. Af einhverjum ástæðum sýndu Japanar okkur sjerstaklega þessa byggingu rjett eftir að hún var brunnin og eins sýndu þeir okk- ur miðbik borgarinnar þegar brunn- ið var þar. Þegar jeg stóð innan um sárara að sjá skólana eyðilagða en þó að vopnlausir menn sjeu myrtir. Kínverskur lærdómsmaður, sem er frægur fyrir heims'pekilegar ritgerð- ir sínar, lýsti þessu þannig í viðtali við mig: „Japanar vilja auðsjáanlega uppræta skólana okkar, því að þeir vilja gera úr oklcur kúlíþjóð. Það liefðu jafnvel mongólar aldrei gert“. Þetta gefur meðfram skýringu á því hversvegna Kinverjar hata Jap- ana svo óstjórnlega sem raun tjer vitni, liatur sem okkur vesturlanda- búum kemur einkennilega fyrir sjón- ir þvi að við erum vanir að hugsa okkur Kínverja og Japana sem ná- skyldar þjóðir. Útlendingar í Kína, sem stundum eru ekki betur að sjer en svo, að þeir eiga bágt með að þekkja Kínverja frá Japönum, vérða steini lostnir er þeir heyra háment- aða Kínverja segja: „Japanar eru ekki mannlegar verur. Þeir eru alveg óskyldir okkur. Þeir eru apar úr malaja-frumskógunum“. „Þeir hafa aldrci gert annað en eyðileggja. Stríðið er guð þeirra. Þeir hafa enga menningu. Alt sem þeir eiga af siðfágun hafa þeir feng- ið að láni hjá okkur og vjelarnar hafa þeir sótt til vesturlanda“. Þessu svara Japanar þannig: „þið Kínverjar eruð úrþvætti og ættlerar kynflokks, sem einu sinni var merki- legur. Já, við játum að ])ið voruð miklir einn sinni. Þið talið um, að við ætlum að gera ykkur að þræl- um, en þið eruð þegar orðnir þræl- ar ykkar eigin herstjóra, undirkon- unga ykkar, skítsins á ykkur og let- innar í ykkur. Við skulum kenna ykkur að verða að mönnum aftur, undir japanskri forustu. Án okkar væruð þið orðnir nýlenda hvítra manna. Við skulum reka hvíta menn úr Asíu í sameiningu og ráða yfir allri Asíu, og við skulum kenna ykkur að þvo ykkur". KÍNVERSKIIt PLÓTTAMENN. I styrjöldinni hafa miljónir Kín- verja mist hús og lieimili og aleigu sína í liíbót. Myndin sýnir gamlan heimilislausan Kínverja ásamt dótl- urdóttur sinni. SKÓLAHÚSIÐ SPARAÐ. í Eastend í London er skóli sem starfar allan ársins hring og jafnan undir berum himn'i, liverju sem viðrar. Þegar kalt er -i veðri sveipa nemendurnir sjölum um sig. Kinverskiv hermenn. STRÍÐIÐ ER GOÐ JAPANA <

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.