Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 19.03.1938, Blaðsíða 5
F Á L K I N N í> þá um 100 km. austur af Eskimóa- nesi á Grænlandi og lentu þar i lái- lausi'i ofsahríð i sex daga samfleytt. Rak þá stundum um 80 kan. á dag. Loks brotnaði jakinn sem þeir voru á og urðu þeir á endanum að flytja sig um set. Stjórnin i Moskva sendi nú út skip til að bjarga þeim, fyrst „Murmanetz“ og siðan „Taimyr“ og tókst þeim að sprengja sjer leið inn í ísinn. Danir og Norðmenn buðust báðir tii að senda hjálparleiðangur úr iandi, cn það varð sjeð á svörum Rússa, að þeir töldu þess ekki þörf. Hjálparskipin komust smámsaman nær jakanum og sendi annað þeirra flugvjel, sem sótti það dýrmætasta af farangri leiðangursmanna og flaug með l>að til skipanna. En þremur dögum síðar voru þau kom- in svo nærri, að skipverjar gengu fylktu liði að verstöð þeirra Papan- ins, 40 manns af hvoru skipi og fylgdu þeim í skrúðgöngu og með hornablæstri lil skipanna, 19. febr. — En í öllum fagnaðinum gleymdist hundurinn! Hann hafði lilaupið eitt- hvað frá, sennilega orðið hræddur við allan gauraganginn, og fanst hvergi þegar til átti að taka. Það er ekki ómögulegt að hann hafi komist til Grænlands og eigi eftir að reisn bú þar. Segja má að Papanin hafi verið i ferðinni rjetta níu mánuði. Hinn 21. maí var flogið með Rússana til heimskautsins og 23. maí sendu þeir fyrstu veðurfregnirnar þaðan. En það var ekki l'yr en 2. descmber að Papanin getur um það í skeytum, að isinn sje farinn að reka. Og 22. desember sáu þeir leiðangursmenn- irnir fyrst Norður-Grænland. Þá lagði „Murmanitz" af stað frá Rússlandi og hefir hann því verið að velkjast i ísnum í tvo mánuði. „Taimyr“ fór ekki af stað fyr en í byrjun febrúar. Loks iagði stærsti ísbrjótur heims- ins, „Jermak“ af stað frá Leningrad 9 febrúar og mun liafa komið að ísröndinni sama daginn sem Pap- inin var bjargað. Þar var Otto Schmith, liinn frægi forustumaður ísbrjótiirinn „Taimyr“ cinnað skipiO, sem bjargaði Papanin. Próf. Schmiclt og ein af fhigvjelunum, sem nota átti við björgunina. Stærsti isbrjótur heimsins „Jermak“. starf hans i ferðinni var að búa til uppdrátt af segulskekkjunum, sem ekki hefir verið til, en er bráðnauð- synlegur þegar farið verður að fljúga yfir heimskautið. Hann gerði dag- lega stjörnuathuganir og sagði til um hvar við værum staddir. Ennfremur alhugaði hánn norðurljósin og tók fjölda mynda af þeim. Þegar vísindaathugunum slepti fór mestur tíminn í að „hugsa um lieim- ilið“. Við skiftumst á að matselda, Þetta er alls ekki auðvelt á ísnum. Heitan mat urðum við að hafa þrisv- ai' á dag, það veitir ekki af því á heimskautinu. Við suðum matinn á sjerstaklega gerðri olíuvjel. Jeg hefi nú sagt frá verkahring okkar á ísnum en ekki má jeg gleyma þeim fimta i hópnuin, lnind- inum okkar, „Veslin“ sem hjelt vörð hjá okkur og sagði til þegar hvíta- birnirnir komu. Hans verður lika að geta. Okkur fanst timinn ekki lengi að liða og þegar við áttum frí höfðum við nóg okkur til skemtunar. Og þegar dagsverkinu var lokið skriðum við inn í „húsið“ á fjórúm fótum ..einn i einu og hundurinn fyrstur. Og svo hvíldumst við. Á kvöldin skrúfuðum við frá lit- varpinu og hlustuðum á hljómleika danslög og óperur. Stundum voru skemtiskrár, sjerstaklega ætlaðar okkur. Nú er erfiðið afstaðið, við höfum dvalið á rekís i marga mánuði. En við höfum gerl það sem við gátum til þess að ljúka með sóina þvi hlut- verki, sem stjórn okkar fól okkur og ná saman sem mestu af efni handa vísindunum, sein ekki hefir verið ti- á umliðnurrí öldum. Þannið er skýrsla Papanins. Yfir- lætislaus og bfátt áfram, gersamlega laus við alla viðleitni til þess að gera þrekvirki úr þessu ferðalagi eða gera það ægilegt. Að vísu hefir útbúnað- urinn allur verið fyrsta flokks — og hvílíkl hnoss eru ekki loftskeytin og útvarpið í leiðangrum sem þessum. Sambandið sem þau gefa við um- heiminn eru dýrmætari en nokkurl fjörefni. Fyrstu mánuðina eftir að flugvjel- arnar skiluðu þeim leiðangursmönn- um á pólinn hreyfðust þeir mjög lítið úr stað. Það var ekki fyr en undir haust, sem þá fór að reka að nokkru marki, og þvi fjær sem dró heimskautinu því harðar bar isinn suður á bóginn. Verstu dagarnir sem þeir upplifðu á ferðinni voru síðustu dagarnir í janúar. Þeir voru rússneskra norðurhafsrannsókna sjálfur um borð. För þessi hefir stórum aukið þekk- ingu manna á eðli norðurhafa. Hún hefir sannað kenningu Nansens um straumana yfir norðurheimsskautið og sannað að þar er ekkert land. Menn hafa nú einnig fengið vitneskju meiri en áður um dýpið í Norðurís- hafinu og fjölda margt annað, sem áður var hulið. Ferð Papanins verð- ur því jafnan talin stórmerkur við- burður i sögu heimskautarannsókn- anna, hliðstæð hinum fyrstu ferðum á heimskautin og stórum meiri að vísindalegum árangri. AF VÍGSTÖÐVUNUM. Myndin er af vígstöðvunum við Jangtsefljól og sýnir franskan her- mann bera særðan Kinverja á burt. En þeir eru fleiri særðu Kínverjarnir sem fá að liggja þar sem þeir eru komnir og sálast. JAPANSKUR STRÍÐSHERRA? Hinn dólgslegi stríðsmaður lijer á myndinni er Harada generallautin- ant, sem er liæstráðandi japanska hersins, sem sendur var til þess að taka Nanking af Kinverjum. N’orski krónprinsinn Ólafur ætlar á vori komanda lil Bandaríkjanna, og lialda þar ræðu, er norska deild- in á heimsýningunni í New York verður opnuð. En það á að gera 1. mai, daginn eftir að heimsýningin verður opnuð. Við Jiessa athöfn á rtorski stúdenta-söngflokkurinn að syngja, og einnig söngkonan Kristin Flagstad, sem er norsk, og nú hefir hlotið heimsfrægð. Norðmenn verja alls 1 mjlj. og 300 þús. kr. til sýn- ingarinnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.