Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 19.03.1938, Blaðsíða 11
F Á L Ií 1 N N 11 YNCS/W Þegar hann ætlaði að fara að opna fallhlífina þá vildi hún ekki opnast. Hann hafði haft stoppúr á úlfliðn- uiu til þess að sjá hvað tímanum leið og samkvæmt því taldist hon- um svo til að hann ætti þúsund metra eftir til jarðar þegar hann reyndi að opna hlífina. Hann togaði í hringinn sem átti að opna fallhlif- ina, en það dugði ekki. Næstu sek- úndurnar var hann milli vonar og ótta og jörðin virtist sífelt stækka og færast nær. í örvæntingu greip hann einu sinni enn í hringinn af öllum kröftum. Hann lokaði augunum, því að hann þorði ekki að liorfa niður —■ og bjóst á hverju augnabliki við árekstrinum, sem mundi verða hon- um að bana. En loksins opnaðist fallhlífin og á næsta augnabliki leið hann hægt og rólega i loftinu, undir útþaninni hlífinni. Rrékahlaup eftir þýskri fyrirmynd. Hjer er ofurlítið sýnishorn al' slalomhlaupi á skíðum, eftir því fyr- irkomulagi, sem Þjóðverjar hafa hana. Skíðamaðurinn fer í allskon- ar krókum og hlykkjum gegnum hlið og framhjá merkjum í brekkunni og hvergi má fella merki. Efst á mynd- inni, til vinslri eru þrjú litarmerki (a, b og c) og þýða: a, að hvíti hluti skíðisins á að renna ljett á snjón um án þrýstings undan fætinum, b, að svarti hluti skíðisins á að þrýst- ast niður i snjóinn; í c, þar sem skíðið er sýnt með punktalínu tákn- ar það að skíðið á alls ekki að snerta snjóinn. Jafnframt er sýnt á myndinni hvernig stöfunum er lialdið í beygj- unum. Tóta frænka. JÓHANN RISI PJETURSSON var nýlega á ferð í Kaupmannahöfn og var þá nýkominn sunnan frá Þýskalandi en þar hafði hann sýnt sig á fjölleikahúsum. Jóhann er nú talinn 2% meter á hæð og kvað geta vaxið enn. Er hann 24 ára. Jóhann vakti mikla athygli á götum Kaupmannahafnar; allir sneru sjer við og góndu hvar sem hann tor og sumir eltu hann. Til hvers dngir hú best? Nú ætla jeg að segja ykkur frá nokkrum tilraunum, sem farið er að gera á hörnum og unglingum til þess að ganga úr skugga um, til hvaða starfa þau sjeu best fallin og til hvers þau dugi síst. 1 ýmsum er- lendum skólum er farið að gera þessar tilraunir á nemendunum, um leið og þeir taka inntökuprófið. Mynd 1 sýnir tilraun, sem gengur út á að vera sem fljótastur að stinga mismunandi löguðum málmklossuin i tilsvarandi holur á stórri málmskífu. Engir tveir klossar eru eins í laginu eða jal'nstórir. Þessi æfing segir til um, hvort manni sje lagið að dæma stærð hluta og lögun með augunum einum. Mynd 2 sýnir tilraun, sem á að sýna hvort maður hafi gott minni. Maðurinn, sem prófaður er, stendur fyrir faman kassa og á upplýstri rúðu á kassanum sjást ýmsar tölur og orð, um leið og þrýst er á hnapp á kassanum. Maður á að reyna að muna eins rnörg orð og tölur og mögulegt er. Mynd 3 sýnir ofur einfalda tilraun; sá sem prófaður er á að rjetta nagla með hamri. Sumum ykkar finst þetta þetta máske einfalt, en það eru ekki allir, sem kunna að halda rjett á hamri. Mynd 4 sýnir ágæta æfingu, sem þið getið sjálf reynt — hún gengur út á að finna, hve fljótur maður er að verða fyrir ýmiskonar áhrif- um. Einliver ykkar heldur blýanti eða reglustiku milli tveggja visifingr- anna eins og myndin sýnir. Svo stendur annar á móti lionum við- búinn með liægri höiídina ofurlítið fyrir ofan blýantinn. Þegar hinn sleppir blýantinum eigið þið að vera viðbúin að grípa hann áður en hann dettur á gólfið. Reynið þetta. Loks sýnir mynd 5 kassa, sem læstur er með galdralæsingu og verður að þrýsta á lásahnappa i ákveðinni röð til þess að kassinn opnist. Hjer er um að gera, að muna þau tilfelli, sem maður hefir reynt árangurslaust, svo að maður geri þau ekki upp aftur. Ægilegt fallhlifarstöhk. Fyrir nokkru reyndi fífldjarfur amerikanskur flugmaður einkenni- legt fallhlifarstökk til þess að kom- ast að raun um, hvernig þeim sje innanbrjósts, sem hrapa lengi i loft- inu. Hann stökk út úr flugvjel i 3000 metra hæð, en opnaði ekki fallhlíf- ina fyr en hann var mn 300 metra frá jörðu! Auk þess gerði hann þessa tilraun í hálfdimmu — svo að þið skiljið að áhættan var mikil. Hann segir sjálfur, að sjer hafi fundist loftstraumarnir kringum flugvjelina soga sig með sjer fyrst eftir að liann hljóp út — síðan datt liann eins og steinn, stundum með höfuðið niður og yfirleitt í öllum hugsanlegum stellingum. Hann fjekk aldrei neinn svima og átti ekkert erfitt með að draga andann — og alveg var hann laus við hræðslu. Alll með islenskum sktpum1 ■fi) MARTEINSMESSA, hinn 11. nóvember — á vopnaliljes- daginn — er gamall tyllidagur viða um lönd og er þá siður að gæða sjer á gæsasteik. Þessvegna láta aldrei eins margar gæsir lífið eins og dag- ana fyrir Marteinsmessu. En dagur- inn er lielgaður Marteini hiskupi af Tours, sem uppi var á árunum 310 til 400 og sonur herstjóra eins í Pannoniu. Ólst hann upp við her- ménsku en tók síðan djáknavígslu, stofnaði fyrsta klaustrið í Galliu og varð loks biskup i Tours árið 371. Á hátíðisdegi hans, 11. nóv. tóku menn upp ýmsar t'ornar, heiðnar venjur og þar á meðal mun hafa verið gæsaátið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.