Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 19.03.1938, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 svaramanninum. Jeg vissi að það var beðið eftir mjer. Og það er hægt að rjúfa hjóna- band. Jeg vissi ekki hvað jeg gerði. Lizzie sagði mjer á síð- ustu stundu, að hún gæti ekki gifst þjer. Jeg bað bana og grátbændi, en hún neyddi mig til þess að fara og segja þjer hvernig komið var. En þegar jeg svo kom i kirkjuna .... jeg gat það ekki .... ekki vegna vkkar, sem höfðu beðið“. „En brjefin“, bugsaði bann með sjer. Og nú varð honum alt Ijóst. „Brjefin, Anna, liver hefir skrifað þau, jeg á við brjefin, sem jeg fjekk eftir að jeg varð blindur. Þau voru svo ólík brjef- um Lizzie. Það ert þú, Anna, sem hefir skrifað þau “ „Já“, livíslaði hún, „það var jeg. Lizzie grjet nætur og daga, hún vildi ekki giftast manni sem var blindur, sagði hún, en liún vildi ekki heldur rjúfa trygð við þig. Hún bað mig um að skrifa og jeg skrifaði. Jeg skrifaði og .... „Hversvegna, Anna? Vegna þess að þú kendir i brjósti um mig?“ „Nei, nei. Jeg skal segja þjer hversvegna. Jeg skal hrjóta odd af oflæti mínu og segja þjer það. Vegna þess að jeg hefi elskað þig frá þeirri stund, sem við sáumst fyrst“. „Og þessvegna skrifaðir þú nafn Lizzie í kirkjubókina?“ „Ekki Lizzie heldur sjálfrar mín. Við heitum báðar Elisa- beth Somers, j)að er fyrra nafn Lizzie en síðara nafn mitt. Heldurðu að jeg hefði jjorað það annars. Nú hefi jeg sagt jjjer hvernig í öllu þessu liggur. Fyrirgefðu mjer. Jeg gerði j)að ekki af illum hug“. Hann þrýsti hendur hennar. „Jeg veit það, jeg veit j)að. Þetta er mikið áfalJ, Anna, en það er gott um leið. Lofðu mjer að hugsa“. Hann lnigsaði. Hugsaði lil tveggja brjefa. „Jeg óska að jeg væri ])etla brjef, svo að jeg fengi að koma að brjósti þinu, og fengi að tala við ])ig ....“ Og: „Ef þjer batnar ekki aftur hver á j)á að lesa fyrir þig' og skrifa brjefin þín, ef ekki Lizzie. Þú ált að sjá með minum aug- um“. Lizzie, hann hataði nafnið núna. Anna, hefði átt að standa þar. Hafði hann ekki sagt und- ir eins, að það væri ekki Lizzie sem skrifaði þessi brjef? Og það var ])að líka — önnur Elisabetli Somers. Og nú sat liún j)arna bjá honum. Önnur endurminning kom fram: trúlofunarkvöldið í Folk- stone. Nú mundi liann hið ó- rannsakanlega dýpi, sem hafði verið í augum Önnu j)að kvöld. . . . . í sama bili heyrðist ægi- legur hávaði, brak og brestir og óp og kveiii. Og svo varð alt Mark Hellinger: Framtíðardraumurinn dimt — líka fyrir augum henn- ar. Þau spruttu upp en var kastað aftur í sætinn og á næsta augnabliki bringsnerist alt. Aft- ur beyrðist brak eins og í fjarska og svo ýms liljóð. Þau lágu á gólfinu í vagnin- um. Hann liafði kollvelst út af teinunum og stóð nú aftur á rjettum kili. „Járnbrautarslys“, sagði hann. „Mjer fansl sem snöggvast að jeg væri kominn aftur suður í Flandern. Hefirðu meiðst, Anna? Anna ....!“ hrópaði hann hátt. „Nei, guði sje lof. En j)ú?“ Hann þrýsti henni að sjer. „Við verðum að reyna að kom- ast út úr yagninum áður en hann fer að hrenna .... Bara að jeg gæti sjeð“. „Það mundi ekki stoða mik- ið. Jeg sje ekkert heldur“, sagði hún. „Hlustaðu! Heyrirðu nokk- uð?“ Þau hlustuðu bæði. Þau beyrðu liróp og köll. Ákafar raddir og liratt fótatak, sagar- hljóð og' axarhögg, Svo hrópaði hann liátt. Það var eins og vein i dýri, fansl henni fyrst, en svo .varð j)að að undurfögrum söng. „Jeg sje! Guð minn góður . . . . jeg sje!“ Hún sá líka. Einhver var á ferli með ljósker rjett hjá þeim. „Jeg sje!“ Hún tók um liöfuð hans báðum liöndum og hann þrýsti henni að sjer. Nú voru augu hennar blind .... af tár- um. „Elsku brjefritarinn minn, jeg' sje, . . .lofaðu mjer að sjá þig“. 1 sama bili var hurðin brot- in upp með öxi og í birtunni sáu björgunarmennirnir mann með konu í faðminum og heyrðu hann kalla: „Jeg sje!“ Hann hafði fengið taugahrist- ing .... Já, en ekki á þann hátt sem menn lijeldu. Læknarnir höfðu síðarmeir margt um til- felli Strangleys að segja og komust að þeirri niðurstöðu, að áhrif taugahristings gæti upp- hafið álirif annars taugahrist- ings. En þeim lijónunum fanst eðli- legast að kalla þetta kraftaverk. Og víst var j)að kraftaverk. Kraftaverkið frelsaði hann frá þeirri stúlku, sem ekki slóðst einu sinni fyrstu raunina i lnnni alvarlegu baráttu lífsins og gaf lionum í staðinn einmitt j)á, sem var fús til að fórna öllu fyrir hann. Þau klöngruðust út úr vagn- inum og byrjuðu nýja lífið með því að liðsinna þeim, sem höfðu slasasL við slysið, sem gaf ])eim ljósið og lifið. Drp.kkiö Egils-öl Neðanjarðarbrautin rann gegnuni borgina. Flestir farþegarnir voru að lesa blöðin — eða góndu hver á annan. Lestin staðnæmdist við 48. götu. Ógurlegur ys og þys ineðal fólksins sem fór út og kom inn. Jolinny Clark stóð á gangveginum því að öll sæti voru full. Hann var hugsandi á svip, eins og honum lægi eitthvað þungt á lijarta. í vasanum hafði hann rjetta 3785 dollara. Vit- anlega átti hann þá ekki sjálfur. Ekki fimm aura af þeim. Firma'ð Blotton & Co. átti peningana, en þar hal'ði Johnny unnið í fimm ár. Síðustu þrjú árin liafði honum verið trúað fyrir þvi að sækja vikukaup starfsfólksins inn i hankann í City og færa þá eigandanum, Barton for- stjóra, á skrifstofuna. Hann var alt- af einn í þessum ferðum. Barton fanst það öruggast. Engan mundi gruna að Johnny væri með mörg þúsund dollara i vasanum. Jolinny var í rauninni hei'ðarleg sál. Hann hafði ekki stolið svo miklu sem tíeyring alla æfi sína. Kanske var það ilmnum í vorloftinu að keniia , a'ð hann var svo skrítinn i dag. Það kom yfir hann ómótstæði- leg löngun til að ferðast — fara eitthvað langt — í önnur lönd, lielst alla leið til Evrópu. Óstjórnleg frels- isþrá. Og þá laust þeirri liugsun niður í honum — að stela. Lestin þaut gegnum jarðgöngin á- leiðis að stöðinni lians og staðnæmd ist. Hann flýtti sjer upp stigana — út í birtuna og sólskinið. Og nú dalt honum í liug að næsta ár, eftir tíu og tuttugu ár ætti hann enn a'ð fara þessa sömu ferð, altaf sömu götuna .... altaf. Og sólin mundi skína og loftið verða þrungið af loforðum og freistingum og draumum um frelsi. Þegar hann var sestur inn á skrif- stofuna aftur þá gleymdi hann þess- um hugleiðingum um sinn. En hugs- unin kom aftur. Hvað það væri ein- falt, ofur einfalt að losna úr þessu. Og svo gerði hann það einn föstu- daginn. Ansi vel af sjer vikið, annars. Hann fór i hankann eins og vant var. Þaðan fór hann heim til sín og faldi peningana og fór svo á skrif- stofuna. Hengdi frakkann sinn og hattinn á naglann, kálur og blístrandi og barði siðan á dyr hjá Barton, hneigði sig og tala'ði um daginn og veginn meðan hann þreifaði lil vas- ans til þess að taka upp veskiði Alt i einu gerhreytist andlitssvipurinn .... fyrst kom spurningarmerki og svo óðagot og örvænting og hann hneig aftur á hak i stólinn. „Það er ekki hjer! Æ, herra Bar- ton — það er týnt — það liefir ver- ið stolið af mjer! Já, jeg man það núna, að jeg lenti í mannþröng .... æ, þetta er hræðilegt .... öllum peningunuin stolið!“ Lögreglan var kölluð þegar. Hann var yfirheyrður itarlega. En Johnny ljet ekki flækja sig. Alt sem hafðist upp úr honum var lýsing á manni einum, sem líklega liefði stolið veskinu. Sú lýsing gat átt við tvær miljónir manna i borginni. Barton var eiginlega gramari yfir kæruleysi stráksins heldur en pen- ingamissinum. „Mjer þykir það leitt, Johnny — en jeg verð að segja yð- ur upp vistinni. Þjer hafið starfað hjer í fimm ár — og vi'ð liöfum altaf verið ánægðir með y'ður, en —“ hann ypti öxlum — eftir það sem nú er skeð sje jeg engin önnur ráð. , Þjer geti'ð fengið tveggja vikna kaup i hjá gjaldkeranum. Verið þjer sælir!“ Johnny ljek á alls oddi þegar hann kom út á götuna. Nú var liann rík- ur ma'ður! Hann átti 3785 dollara og tveggja vikna kaup að auki. Vitan- lega var það leiðinlegt að hann skyldi hafa orðið að stela til að verða ríkur — en árangurinn var líka ómaksins verður. Hann var svo hygginn að hann hreyfði ekki við peningunuin fyrst um sinn. Það var ekki gott að vita, nema refirnir hefðu njósnara á hött- unuin á eftir honum. Til þess að vera sem öruggastur fór hann á stúfana á liverjum morgni til þess að spyrjast fyrir um atvinnu Sem betur fór — frá hans' sjónar- miði — var hvergi atvinnu að fá um það leyti. Svo að hann kom jafn- an eins frjáls aftur og liann hafði farið lit. Einn daginn fór hann inn i horg- ina til þess að litvega sjer vegabrjef. Hann sótti það eftir fjóra daga. Fór heim — taldi peningana — jú, þeir voru þar með tölu. Hann stakk þeim i vasarin og vildi ekki vekja grun með því að taka saman dótið sitt — eða yfirleitt að hafa nokkuð með sjer. Hann ætlaði bara að ganga út eins og hann var vanur á morgnana, laka neðanjarðarbrautina að 14. göiu og fá bifreið þaðan og aka niður að höfninni — og svo með fyrsta skipi til Evrópu. Þetta var svo einfalt. Jolinny gat varla varist hrosi er hann stóð á gangveginum í vagnin- um — það var hvergi sæti að fá fremur en vant var. All þelta fólk kringum hann var eflaust bláfátækt. Það las' blöðin sín og góndi hvert á annað og rölti út og inn. Hann liafði einu sinni verið einn í þess tölu. En nú var hann það ekki lengur. Hann var á leið til Evrópu — til æfintýrs- ins — draumsins um lifið og frelsið. Hann fór af lestinni við 14. götu. Upp stigana — út á götuna. Hann náði í bifreið. „Niður að höfninni“, sagði hann. „Hvaða bryggju?“ „Það er sama bara niður að höfninni“. „Gott og vel“. Johnny stóð um stund á liafnav- bakkanum. Hann hafði liitt á skip, sem átti að fara eftir tvo tima. Og það fór stundvislega. En Johnny fór ekki með því. Nei. Hann stóð eftir á bakkanum og horfði á eftir skipinu og grjet eins og hjartað í honum ætl- aði að springa. Því að hann hafði uppgötvað, að það hafði verið stolið af honum í neðanjarðarhrautinni. Veskið með öllum peningunum var horfið. Þegar Svíar voru að flytja lið sitt heim frá Þýskalandi eftir þrjátíu ára stríðið, lögðu 25 skip upp í einu, frá Usedom í Pommern, og liöfðu þau innanborðs samtals 54 þúsund far- þega, sænska hermenn og konur þeirra og börn, er þeir höfðu eign- ast á hinni löngu veru sinni í Þýska- landi. Nóttina milli 4. og 5. desem- ber, áriðl648, rauk á liið mesta fár- viðri, og voru skipin þá í nánd við Borgundarhólm, og strönduðu 19 þeirra þar, eða sukku við sker þar í nánd, en um tvö þúsund manns fórust. Árið eftir slrandaði aftur sænskur floti við Borgundarhólm, og druknuðu þá þrjú þúsund manns. Sum þessára skipa höfðu mikla fjár- sjóði innanborðs, gull, silfur og gim steina, og nú ætlar danskur kafari, að nafni G. Sikker-Hansen að fara að leita að þessum skipum á sjávar- botni, í von um að finna i þeim eitthvað af fjársjóðum þeim er með þeim sukku.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.